Tilbury tekur upp nýja plötu 18. febrúar 2013 08:00 Hljómsveitin Tilbury fór í hljóðver um síðustu helgi og tók upp helminginn af nýrri plötu, sem er væntanleg í október. Innan við ár er liðið síðan fyrsta plata Tilbury, Exorcise, kom út. Hún fékk góð viðbrögð og lenti ofarlega á mörgum árslistum. Aðspurður segist forsprakkinn Þormóður Dagsson eiga nóg af lögum í pokahorninu. "Þetta safnaðist upp áður en síðasta plata kom út. Ég var kominn með fínan lager,“ segir hann. Nýja platan hefur að geyma eldri lög sem fóru ekki á þá fyrri og nýtt efni sem hefur orðið til eftir að hljómsveitin byrjaði að fylgja eftir síðustu plötu. Hann viðurkennir að góðu dómarnir sem síðasta plata fékk hafi hvatt þá til dáða. "Algjörlega. Við vinnum líka ágætlega saman og okkur langaði til að halda því áfram og prófa að vinna þetta alveg frá grunni saman.“ Aðrir meðlimir Tilbury eru Örn Eldjárn gítarleikari, Kristinn Evertsson á hljóðgervla, Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Seinni helmingur plötunnar verður tekinn upp í maí vegna þess að Þormóður verður fram að því staddur erlendis að ljúka við lokaverkefni sitt úr háskólanum. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Drama af síðustu plötu Tilbury. Tónlist Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hljómsveitin Tilbury fór í hljóðver um síðustu helgi og tók upp helminginn af nýrri plötu, sem er væntanleg í október. Innan við ár er liðið síðan fyrsta plata Tilbury, Exorcise, kom út. Hún fékk góð viðbrögð og lenti ofarlega á mörgum árslistum. Aðspurður segist forsprakkinn Þormóður Dagsson eiga nóg af lögum í pokahorninu. "Þetta safnaðist upp áður en síðasta plata kom út. Ég var kominn með fínan lager,“ segir hann. Nýja platan hefur að geyma eldri lög sem fóru ekki á þá fyrri og nýtt efni sem hefur orðið til eftir að hljómsveitin byrjaði að fylgja eftir síðustu plötu. Hann viðurkennir að góðu dómarnir sem síðasta plata fékk hafi hvatt þá til dáða. "Algjörlega. Við vinnum líka ágætlega saman og okkur langaði til að halda því áfram og prófa að vinna þetta alveg frá grunni saman.“ Aðrir meðlimir Tilbury eru Örn Eldjárn gítarleikari, Kristinn Evertsson á hljóðgervla, Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Seinni helmingur plötunnar verður tekinn upp í maí vegna þess að Þormóður verður fram að því staddur erlendis að ljúka við lokaverkefni sitt úr háskólanum. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Drama af síðustu plötu Tilbury.
Tónlist Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög