Trommar með 20 mismunandi sveitum Freyr Bjarnason skrifar 20. febrúar 2013 12:00 Magnús Trygvason Eliassen spilar með um tuttugu hljómsveitum. Tónleikaröðin Magnús mánaðarins hefst á sunnudag. Mynd/GVA Tónleikaröðin Magnús mánaðarins hefur göngu sína á Kex Hostel á sunnudagskvöld. Þar býður trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen góðum gestum í heimsókn úr þeim fjölmörgu hljómsveitum sem hann starfar með. Aðspurður segist Magnús vera í um tuttugu hljómsveitum. Hann segist ekki vita hvort einhver sé í fleiri sveitum hér á landi en hann. „Það er alveg til fólk sem vinnur með jafnmörgum og ég. En mikið af þessu fólki sem ég vinn með er rosalega áberandi," segir hinn fjölhæfi Magnús, sem hefur haft trommuleikinn sem aðalstarf undanfarin fimm til sex ár. „Sumir segja að tónlistin sé einhvers konar köllun í lífinu og ég get alveg skrifað undir það." Fyrir síðustu jól spilaði hann inn á plötur með Moses Hightower, Tilbury, Borko og ADHD. Á meðal annarra hljómsveita sem hann spilar með eru Sin Fang, Mr. Silla, Monotown og K-Tríó. Magnús, sem á norskan föður, er þekktur fyrir að hafa NBA-derhúfu á höfðinu á tónleikum og býst við því að halda því áfram í Magnúsi mánaðarins. „Ég kem alltaf til dyranna eins og ég er klæddur og ég verð vafalaust með derhúfu. Ég er ekki þekktur fyrir að klæða mig neitt sérstaklega mikið upp en ég er mikill aðdáandi þessara derhúfna sem ég safna," segir kappinn sem á ellefu til tólf svoleiðis húfur á lager. Magnús mánaðarins verður haldin einu sinni í mánuði og hefjast fyrstu tónleikarnir á sunnudag klukkan 20.30. Þá spilar Magnús með Kippi Kaninus en þeir eru að ljúka við plötu saman. „Við ætlum að nýta það að við erum í góðri æfingu." Tónlist Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Tónleikaröðin Magnús mánaðarins hefur göngu sína á Kex Hostel á sunnudagskvöld. Þar býður trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen góðum gestum í heimsókn úr þeim fjölmörgu hljómsveitum sem hann starfar með. Aðspurður segist Magnús vera í um tuttugu hljómsveitum. Hann segist ekki vita hvort einhver sé í fleiri sveitum hér á landi en hann. „Það er alveg til fólk sem vinnur með jafnmörgum og ég. En mikið af þessu fólki sem ég vinn með er rosalega áberandi," segir hinn fjölhæfi Magnús, sem hefur haft trommuleikinn sem aðalstarf undanfarin fimm til sex ár. „Sumir segja að tónlistin sé einhvers konar köllun í lífinu og ég get alveg skrifað undir það." Fyrir síðustu jól spilaði hann inn á plötur með Moses Hightower, Tilbury, Borko og ADHD. Á meðal annarra hljómsveita sem hann spilar með eru Sin Fang, Mr. Silla, Monotown og K-Tríó. Magnús, sem á norskan föður, er þekktur fyrir að hafa NBA-derhúfu á höfðinu á tónleikum og býst við því að halda því áfram í Magnúsi mánaðarins. „Ég kem alltaf til dyranna eins og ég er klæddur og ég verð vafalaust með derhúfu. Ég er ekki þekktur fyrir að klæða mig neitt sérstaklega mikið upp en ég er mikill aðdáandi þessara derhúfna sem ég safna," segir kappinn sem á ellefu til tólf svoleiðis húfur á lager. Magnús mánaðarins verður haldin einu sinni í mánuði og hefjast fyrstu tónleikarnir á sunnudag klukkan 20.30. Þá spilar Magnús með Kippi Kaninus en þeir eru að ljúka við plötu saman. „Við ætlum að nýta það að við erum í góðri æfingu."
Tónlist Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira