Frábær Sónar-hátíð Trausti Júlíusson skrifar 21. febrúar 2013 20:00 Squarepusher var flottur á Sónar. Sónar-hátíðin fór fram í Hörpu um síðustu helgi og þótti takast sérstaklega vel. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi margfræga tónlistarhátíð er haldin hér á landi og jafnframt í fyrsta sinn sem tónlistarhátíð sem að stærstum hluta er helguð raf- og danstónlist fer alfarið fram í Hörpu. Stærstu nöfnin voru í Silfurbergi og Norðurljósum, en einnig var brugðið á það ráð að koma fyrir tveimur nýjum sviðum í húsinu. Vestan megin á fyrstu hæðinni (gegnt höfninni) var svið þar sem íslenskir listamenn léku aðallega og í bílakjallara hafði verið afmarkað svæði og breytt í klúbb. Hvortveggja kom mjög vel út og opnar nýja möguleika á nýtingu hússins í framtíðinni. Það myndaðist góð stemning í Hörpu á Sónar-hátíðinni. Fólk flæddi á milli tónleikasviðanna fjögurra og allir virtust sáttir, enda var mikið af gæðatónlist í boði. Framkvæmdin tókst líka mjög vel. Hljómburður var framúrskarandi og mikið lagt í sjónræna hlutann. Dagskráratriðin sem ég sá hófust öll á réttum tíma, nema Squarepusher sem fór af stað nokkrum mínútum fyrir auglýstan tíma… Hátíðin lífgaði líka upp á bæjarbraginn. Erlendir gestir voru áberandi, bæði í Hörpu og á götum miðborgarinnar. Það er ekkert sérstakt í gangi í tónlistarlífinu í Reykjavík í febrúar og þess vegna er hátíð eins og þessi afar kærkomin. Sónar 2013 var vel sótt en spurningin er auðvitað hvort fjárhagsáætlanir hafi haldið og hvort útkoman hafi verið það góð að við fáum aðra hátíð að ári. Þess væri óskandi. Ég er sannfærður um að ef Sónar-hátíðin nær að festa sig í sessi verður hún bæði ómissandi atburður í vetrarprógrammi ferðaþjónustunnar og mikil lyftistöng fyrir íslenska tónlist – sérstaklega raf- og danstónlist. Áfram Sónar! Sónar Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Sónar-hátíðin fór fram í Hörpu um síðustu helgi og þótti takast sérstaklega vel. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi margfræga tónlistarhátíð er haldin hér á landi og jafnframt í fyrsta sinn sem tónlistarhátíð sem að stærstum hluta er helguð raf- og danstónlist fer alfarið fram í Hörpu. Stærstu nöfnin voru í Silfurbergi og Norðurljósum, en einnig var brugðið á það ráð að koma fyrir tveimur nýjum sviðum í húsinu. Vestan megin á fyrstu hæðinni (gegnt höfninni) var svið þar sem íslenskir listamenn léku aðallega og í bílakjallara hafði verið afmarkað svæði og breytt í klúbb. Hvortveggja kom mjög vel út og opnar nýja möguleika á nýtingu hússins í framtíðinni. Það myndaðist góð stemning í Hörpu á Sónar-hátíðinni. Fólk flæddi á milli tónleikasviðanna fjögurra og allir virtust sáttir, enda var mikið af gæðatónlist í boði. Framkvæmdin tókst líka mjög vel. Hljómburður var framúrskarandi og mikið lagt í sjónræna hlutann. Dagskráratriðin sem ég sá hófust öll á réttum tíma, nema Squarepusher sem fór af stað nokkrum mínútum fyrir auglýstan tíma… Hátíðin lífgaði líka upp á bæjarbraginn. Erlendir gestir voru áberandi, bæði í Hörpu og á götum miðborgarinnar. Það er ekkert sérstakt í gangi í tónlistarlífinu í Reykjavík í febrúar og þess vegna er hátíð eins og þessi afar kærkomin. Sónar 2013 var vel sótt en spurningin er auðvitað hvort fjárhagsáætlanir hafi haldið og hvort útkoman hafi verið það góð að við fáum aðra hátíð að ári. Þess væri óskandi. Ég er sannfærður um að ef Sónar-hátíðin nær að festa sig í sessi verður hún bæði ómissandi atburður í vetrarprógrammi ferðaþjónustunnar og mikil lyftistöng fyrir íslenska tónlist – sérstaklega raf- og danstónlist. Áfram Sónar!
Sónar Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira