Hlýindaskeið er við að ná hámarki sínu Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. mars 2013 06:30 Hér má sjá glitta í varðskip Landhelgisgæslunnar í hafís undan landinu. Samkvæmt nýrri kenningu hefur ísbreiðan á norðurskautinu áhrif á sveiflur í veðurfari sem vara áratugum saman. Mynd/LHG Alþjóðlegar spár um loftslag taka alla jafna ekki mið af sveifluáhrifum vegna hafíss á norðurhveli. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, segir sjálfvirkar sveiflur í ísnum valda 25 til 40 ára tímabilum hlýinda og kulda á víxl. Yfirstandandi skeið hlýinda hér á landi og á norðurhjara er um það bil að ná hámarki, að sögn Páls Bergþórssonar, veðurfræðings og fyrrverandi veðurstofustjóra. Síðan segir hann að fari kólnandi á ný og við taki kuldaskeið sem ætla megi að vari í um þrjá áratugi. Sjálfvirkar sveiflur í veðri á norðurhveli jarðar segir Páll valda því að skiptist á 25 til 40 kaldari ár og 25 til 40 hlýrri ár. Sveiflurnar segir hann svo til komnar vegna áhrifa af hafís og speglun sólar af ísbreiðunni, sem sé misstór. Um þessar mundir segir Páll komin ein 18 ár af yfirstandandi hlýindaskeiði og því gæti verið annað eins eftir á meðan fer kólnandi, þótt áfram geti talist tiltölulega hlýtt. „Það kólnar svona smátt og smátt frá hámarki," segir hann. Veðursveiflurnar segir hann virðast heldur lengri á þessari öld en síðustu þrjú til fjögur hundruð árin þar á undan, þegar skiptust á 25 köld ár og 25 hlý. „Núna er það lengri tími og nokkuð í samræmi við það sem virðist hafa verið á fyrstu öldum Íslandsbyggðar." Páll segir að áhrifum hafíssins sé ekki gaumur gefinn í alþjóðlegum spám um loftslag. „Menn hafa verið að kenna öðrum þáttum um þessar loftslagsbreytingar, svo sem að sólin sé að breyta sér, eða að eldfjöll hafi áhrif á þessar sveiflur sem hafa verið gríðarlega miklar. En það held ég sé allt tómt mál að tala um," segir hann og telur sveiflurnar fremur skrifast á virkni íssins. „Ofan á þessar sveiflur bætist svo hlýnun jarðar að mestu fyrir atbeina mannsins, sem er óskyld þessu." Áhrif af mannavöldum segir Páll hins vegar þau að næsta kuldaskeið verði ekki jafnkalt og kuldaskeið fyrri ára. „Þetta kuldaskeið núna verður til dæmis ekki jafn kalt og var til dæmis "66 til "95." Að sama skapi segir Páll mega gera ráð fyrir að hlýindin sem svo við taki eftir næsta kulda verði enn meiri en áður. „En áhrif íssins virðast vera þýðingarmeiri þáttur en menn hafa áður gert sér grein fyrir," segir Páll, sem undirbýr vísindagrein um efnið. Loftslagsmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Alþjóðlegar spár um loftslag taka alla jafna ekki mið af sveifluáhrifum vegna hafíss á norðurhveli. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, segir sjálfvirkar sveiflur í ísnum valda 25 til 40 ára tímabilum hlýinda og kulda á víxl. Yfirstandandi skeið hlýinda hér á landi og á norðurhjara er um það bil að ná hámarki, að sögn Páls Bergþórssonar, veðurfræðings og fyrrverandi veðurstofustjóra. Síðan segir hann að fari kólnandi á ný og við taki kuldaskeið sem ætla megi að vari í um þrjá áratugi. Sjálfvirkar sveiflur í veðri á norðurhveli jarðar segir Páll valda því að skiptist á 25 til 40 kaldari ár og 25 til 40 hlýrri ár. Sveiflurnar segir hann svo til komnar vegna áhrifa af hafís og speglun sólar af ísbreiðunni, sem sé misstór. Um þessar mundir segir Páll komin ein 18 ár af yfirstandandi hlýindaskeiði og því gæti verið annað eins eftir á meðan fer kólnandi, þótt áfram geti talist tiltölulega hlýtt. „Það kólnar svona smátt og smátt frá hámarki," segir hann. Veðursveiflurnar segir hann virðast heldur lengri á þessari öld en síðustu þrjú til fjögur hundruð árin þar á undan, þegar skiptust á 25 köld ár og 25 hlý. „Núna er það lengri tími og nokkuð í samræmi við það sem virðist hafa verið á fyrstu öldum Íslandsbyggðar." Páll segir að áhrifum hafíssins sé ekki gaumur gefinn í alþjóðlegum spám um loftslag. „Menn hafa verið að kenna öðrum þáttum um þessar loftslagsbreytingar, svo sem að sólin sé að breyta sér, eða að eldfjöll hafi áhrif á þessar sveiflur sem hafa verið gríðarlega miklar. En það held ég sé allt tómt mál að tala um," segir hann og telur sveiflurnar fremur skrifast á virkni íssins. „Ofan á þessar sveiflur bætist svo hlýnun jarðar að mestu fyrir atbeina mannsins, sem er óskyld þessu." Áhrif af mannavöldum segir Páll hins vegar þau að næsta kuldaskeið verði ekki jafnkalt og kuldaskeið fyrri ára. „Þetta kuldaskeið núna verður til dæmis ekki jafn kalt og var til dæmis "66 til "95." Að sama skapi segir Páll mega gera ráð fyrir að hlýindin sem svo við taki eftir næsta kulda verði enn meiri en áður. „En áhrif íssins virðast vera þýðingarmeiri þáttur en menn hafa áður gert sér grein fyrir," segir Páll, sem undirbýr vísindagrein um efnið.
Loftslagsmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira