Gunnar myndi aldrei neita Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. mars 2013 08:00 Gunnar Nelson hafði betur gegn Jorge Santiago á stigum í London í síðasta mánuði. Mynd/NordicPhotos/Getty Gunnar Nelson mun keppa á stærsta sviði UFC-bardagaheimsins þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Mike Pyle á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, segir að þeir hafi gert munnlegt samkomulag þess efnis og vissi hann ekki betur en svo en að Pyle hefði gert slíkt hið sama. „Joe Silva, svokallaður „matchmaker" hjá UFC, hringdi klukkan fjögur í nótt. Ég hafði samband við Gunnar og við vorum búnir að samþykkja bardagann hálftíma síðar," segir Haraldur við Fréttablaðið. „Það var þó ekki erfitt að svara þessu símtali enda mikill heiður fyrir Gunnar að fá að berjast við svo hátt skrifaðan kappa á stærsta sviðinu í UFC." Mike Pyle er 37 ára gamall og margreyndur í íþróttinni. Hann hefur unnið 24 af 32 MMA-bardögum sínum og þrjá í röð, sem allir unnust á rothöggi í fyrstu lotu. Hann er einnig góður í gólfinu og hefur unnið sextán af 24 bardögum þar. „Pyle er númer þrettán á heimslistanum í veltivigtinni, mjög fjölhæfur og flottur bardagakappi. Þótt hann sé 37 ára þykir það góður aldur fyrir MMA og Pyle er þekktur fyrir að vera mjög hraður og hafa mikið úthald. Þjálfari Gunnars, John Kavanaugh, er mikill aðdáandi Pyle," segir hann. Dana White, forseti UFC, sagði nýverið að Gunnar ætti bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni og að því ætlaði hann að fara sparlega með Gunnar fyrst um sinn. Gunnar gaf svo sjálfur til kynna að hann myndi líklega berjast áfram í Evrópu um sinn. „Þetta hefur greinilega eitthvað breyst því þeir kalla nú Gunnar eins snemma til baka og mögulegt er. Gunnar hefur greinilega náð að heilla þá nægilega mikið til þess að tefla honum fram á stærsta sviði UFC," segir Haraldur en hann á þó síður von á því að bardagi Gunnars verði í hópi þeirra bardaga sem eru á aðaldagskrá kvöldsins. „Við báðum um það en þeir gátu engu lofað. Í fullri hreinskilni tel ég ekki miklar líkur á því. Það eru stórir bardagar á dagskránni, til dæmis titilbardagi í þungavigt, og Gunnar er þar að auki að berjast í Bandaríkjunum í fyrsta sinn." Fullvíst er að þetta verði stærsti og erfiðasti bardagi Gunnars, sem er enn ósigraður, til þessa. Haraldur segir þó að það hafi ekki hvarflað að þeim að neita þessu tækifæri. „Aldrei. Gunnar myndi aldrei neita bardaga vegna þess að andstæðingurinn þykir of sterkur. Hann lítur á það sem áskorun að berjast við hærra skrifaða kappa," segir Haraldur en hefur auðvitað fulla trú á sínum manni. „Ég er sannfærður um að Gunnar muni vinna Pyle, eins og alla aðra." Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Sjá meira
Gunnar Nelson mun keppa á stærsta sviði UFC-bardagaheimsins þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Mike Pyle á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, segir að þeir hafi gert munnlegt samkomulag þess efnis og vissi hann ekki betur en svo en að Pyle hefði gert slíkt hið sama. „Joe Silva, svokallaður „matchmaker" hjá UFC, hringdi klukkan fjögur í nótt. Ég hafði samband við Gunnar og við vorum búnir að samþykkja bardagann hálftíma síðar," segir Haraldur við Fréttablaðið. „Það var þó ekki erfitt að svara þessu símtali enda mikill heiður fyrir Gunnar að fá að berjast við svo hátt skrifaðan kappa á stærsta sviðinu í UFC." Mike Pyle er 37 ára gamall og margreyndur í íþróttinni. Hann hefur unnið 24 af 32 MMA-bardögum sínum og þrjá í röð, sem allir unnust á rothöggi í fyrstu lotu. Hann er einnig góður í gólfinu og hefur unnið sextán af 24 bardögum þar. „Pyle er númer þrettán á heimslistanum í veltivigtinni, mjög fjölhæfur og flottur bardagakappi. Þótt hann sé 37 ára þykir það góður aldur fyrir MMA og Pyle er þekktur fyrir að vera mjög hraður og hafa mikið úthald. Þjálfari Gunnars, John Kavanaugh, er mikill aðdáandi Pyle," segir hann. Dana White, forseti UFC, sagði nýverið að Gunnar ætti bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni og að því ætlaði hann að fara sparlega með Gunnar fyrst um sinn. Gunnar gaf svo sjálfur til kynna að hann myndi líklega berjast áfram í Evrópu um sinn. „Þetta hefur greinilega eitthvað breyst því þeir kalla nú Gunnar eins snemma til baka og mögulegt er. Gunnar hefur greinilega náð að heilla þá nægilega mikið til þess að tefla honum fram á stærsta sviði UFC," segir Haraldur en hann á þó síður von á því að bardagi Gunnars verði í hópi þeirra bardaga sem eru á aðaldagskrá kvöldsins. „Við báðum um það en þeir gátu engu lofað. Í fullri hreinskilni tel ég ekki miklar líkur á því. Það eru stórir bardagar á dagskránni, til dæmis titilbardagi í þungavigt, og Gunnar er þar að auki að berjast í Bandaríkjunum í fyrsta sinn." Fullvíst er að þetta verði stærsti og erfiðasti bardagi Gunnars, sem er enn ósigraður, til þessa. Haraldur segir þó að það hafi ekki hvarflað að þeim að neita þessu tækifæri. „Aldrei. Gunnar myndi aldrei neita bardaga vegna þess að andstæðingurinn þykir of sterkur. Hann lítur á það sem áskorun að berjast við hærra skrifaða kappa," segir Haraldur en hefur auðvitað fulla trú á sínum manni. „Ég er sannfærður um að Gunnar muni vinna Pyle, eins og alla aðra."
Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Sjá meira