Á enn eftir að skapa sér stíl Trausti Júlíusson skrifar 3. mars 2013 15:00 Oyama. I Wanna. Oyama. I Wanna. Eigin útgáfa. Oyama er ný hljómsveit skipuð fyrrverandi meðlimum í hljómsveitum eins og Swords of Chaos, The Fist Fokkers, Me The Slumbering Napoleon og Sudden Weather Change. Hljómsveitin vakti töluverða athygli á Iceland Airwaves í fyrra, þar sem hún spilaði eina tónleika á dag. Í framhaldi af því gerði hún samning við umboðsskrifstofuna Projekta. Hún spilaði á By:Larm í Noregi um daginn og hefur nýlokið stuttri tónleikaferð um England. I Wanna er sex laga EP-plata. Rafmagnsgítarinn er mest áberandi í tónlistinni, það er skrúfað vel upp í honum og vel valdir effektar notaðir til að fá rétta hljóminn. Þessi tónlist er stundum kennd við skógláp og hljómsveitir eins og My Bloody Valentine koma upp í hugann, en líka amerískar jaðarrokksveitir tíunda áratugarins – sérstaklega Sonic Youth. Styrkur plötunnar felst í góðum lagasmíðum (melódískar og flott uppbyggðar) og sannfærandi flutningi. Veikleikinn er hins vegar að þessi tónlist er ekki það ferskasta á árinu 2013. Oyama hljómar enn þá of lík fyrirmyndunum. Hún hefur hins vegar alla burði til þess að geta tekið tónlistina áfram og gert eitthvað enn betra. Á heildina litið er I Wanna fín fyrsta plata sem lofar góðu um framhaldið. Niðurstaða: Ágæt EP-plata efnilegrar rokksveitar. I Wanna „Styrkur plötunnar felst í góðum lagasmíðum (melódískar og flott uppbyggðar) og sannfærandi flutningi.“ Gagnrýni Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Oyama. I Wanna. Eigin útgáfa. Oyama er ný hljómsveit skipuð fyrrverandi meðlimum í hljómsveitum eins og Swords of Chaos, The Fist Fokkers, Me The Slumbering Napoleon og Sudden Weather Change. Hljómsveitin vakti töluverða athygli á Iceland Airwaves í fyrra, þar sem hún spilaði eina tónleika á dag. Í framhaldi af því gerði hún samning við umboðsskrifstofuna Projekta. Hún spilaði á By:Larm í Noregi um daginn og hefur nýlokið stuttri tónleikaferð um England. I Wanna er sex laga EP-plata. Rafmagnsgítarinn er mest áberandi í tónlistinni, það er skrúfað vel upp í honum og vel valdir effektar notaðir til að fá rétta hljóminn. Þessi tónlist er stundum kennd við skógláp og hljómsveitir eins og My Bloody Valentine koma upp í hugann, en líka amerískar jaðarrokksveitir tíunda áratugarins – sérstaklega Sonic Youth. Styrkur plötunnar felst í góðum lagasmíðum (melódískar og flott uppbyggðar) og sannfærandi flutningi. Veikleikinn er hins vegar að þessi tónlist er ekki það ferskasta á árinu 2013. Oyama hljómar enn þá of lík fyrirmyndunum. Hún hefur hins vegar alla burði til þess að geta tekið tónlistina áfram og gert eitthvað enn betra. Á heildina litið er I Wanna fín fyrsta plata sem lofar góðu um framhaldið. Niðurstaða: Ágæt EP-plata efnilegrar rokksveitar. I Wanna „Styrkur plötunnar felst í góðum lagasmíðum (melódískar og flott uppbyggðar) og sannfærandi flutningi.“
Gagnrýni Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira