Nú er röðin komin að öðrum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2013 07:00 Guðmundur lyftir hér bikarnum í 20. skipti. það verður nýr íslandsmeistari í borðtennis á næsta ári.fréttablaðið/vilhelm Guðmundur Eggert Stephensen vann sinn 20. Íslandsmeistaratitil í röð í einliðaleik í borðtennis í gær. Hann segir að nú sé mál að linni og kominn tími á að leyfa öðrum að vinna. Fyrsti titilinn 11 ára gamall. Sigurganga Guðmundar Eggerts Stephensen í íslenska borðtennisheiminum á sér enga hliðstæðu. Hann varð Íslandsmeistari í einliðaleik aðeins 11 ára gamall og hefur haldið titlinum síðan. Hann vann sinn 20. Íslandsmeistaratitil í röð í gær og það sem meira er þá hafði hann ekkert fyrir því. Hann sýndi og sannaði enn eina ferðina að hann er í algjörum sérflokki í íþróttinni hér á landi. „Eini titillinn sem ég man eiginlega eftir er sá fyrsti. Hinir titlarnir renna allir saman í eitt," sagði Guðmundur brosmildur eftir úrslitaleikinn. Þegar hann vann sinn fyrsta titil náði hann rétt upp á borðið en nú er hann fullorðinn maður og faðir. Hann á sjö ára gamla stúlku og konu. „Stelpan mín er í ýmsu eins og ballett en hún á samt lítið borðtennisborð til að æfa sig ef hún vill. Það virðist annars koma mörgum á óvart að ég sé orðinn fullorðinn. Ég er ekki lengur 11 ára. Alltaf þegar ég fer út á land virðist fólk halda að ég sé enn 11 ára. Það segir: Ha, ertu orðinn þrítugur?" Eins og áður segir hefur Guðmundur haft mikla yfirburði í íþróttinni en hvað fær hann út úr því að vinna ár eftir ár? „Það er ýmislegt en núna eru komnir 20 titlar og það er gott. Þetta var því mitt síðasta Íslandsmót í bili. Ég er ekki hættur að spila. Mun spila áfram úti í Hollandi og taka þátt í einhverjum mótum hér heima. Þetta er komið gott af Íslandsmótinu. Nú mega aðrir verða Íslandsmeistarar," sagði Guðmundur, en er hann kominn með móral yfir því að vinna alltaf? „Nei, ég segi það nú ekki alveg. Stundum fær maður samt að heyra að maður sé að einoka eitthvað. Það er neikvætt. Ég hef samt ákveðið að taka mér smá frí. Þegar ég var búinn að vinna tíu ár í röð fór ég að hugsa um hvort þetta væri ekki orðið gott. Hugsaði sama er ég var búinn að vinna fimmtán sinnum í röð en ákvað þá að fara samt upp í tuttugu. Ég held ég geti vel setið uppi í stúku á Íslandsmóti og fylgst með. Ég held að það verði bara gaman." Guðmundur segir að fyrsti titillinn hafi eðlilega verið sá erfiðasti. Hann spilaði þá gegn Kristjáni Jónassyni, sem tók þátt í sínu 40. Íslandsmóti í röð um helgina. Íslandsmeistarinn segist vera sáttur við ferilinn sinn, en hann hefur fengið tækifæri til þess að spila víða um heim. „Ég tók þá ákvörðun að spila fyrir félagslið frekar en á alþjóðamótum fyrir einstaklinga. Það kostar mikinn pening að taka þátt og lítið upp úr því að hafa. Ég spilaði fyrir stórlið í Svíþjóð og hef verið meistari þar, sem og í Frakklandi," segir Guðmundur, sem er búsettur á Íslandi en spilar fyrir félag í Hollandi. „Ég vinn fyrir tengdaforeldra mína í Rafvörumarkaðinum í Fellsmúla. Ég er bara í venjulegri vinnu eins og aðrir. Ég hef aldrei þénað mikla peninga í þessu og ræði helst ekkert peningamálin," sagði Guðmundur og hló dátt, en það var afar létt yfir honum. „Ég þarf alltaf að reyna á mig í þessum mótum en ég er aðeins á undan strákunum enda spilað mikið úti," sagði Guðmundur, en hann viðurkenndi að hafa reynt að búa til sýningu úr leiknum. „Það var um að gera að bjóða upp á smá sýningu enda fjölskyldan mætt og svona. Ég er mjög stoltur af þessum árangri og þetta var skemmtilegasti titillinn í mörg ár. Ég naut mína meira á þessu móti." Innlendar Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sjá meira
Guðmundur Eggert Stephensen vann sinn 20. Íslandsmeistaratitil í röð í einliðaleik í borðtennis í gær. Hann segir að nú sé mál að linni og kominn tími á að leyfa öðrum að vinna. Fyrsti titilinn 11 ára gamall. Sigurganga Guðmundar Eggerts Stephensen í íslenska borðtennisheiminum á sér enga hliðstæðu. Hann varð Íslandsmeistari í einliðaleik aðeins 11 ára gamall og hefur haldið titlinum síðan. Hann vann sinn 20. Íslandsmeistaratitil í röð í gær og það sem meira er þá hafði hann ekkert fyrir því. Hann sýndi og sannaði enn eina ferðina að hann er í algjörum sérflokki í íþróttinni hér á landi. „Eini titillinn sem ég man eiginlega eftir er sá fyrsti. Hinir titlarnir renna allir saman í eitt," sagði Guðmundur brosmildur eftir úrslitaleikinn. Þegar hann vann sinn fyrsta titil náði hann rétt upp á borðið en nú er hann fullorðinn maður og faðir. Hann á sjö ára gamla stúlku og konu. „Stelpan mín er í ýmsu eins og ballett en hún á samt lítið borðtennisborð til að æfa sig ef hún vill. Það virðist annars koma mörgum á óvart að ég sé orðinn fullorðinn. Ég er ekki lengur 11 ára. Alltaf þegar ég fer út á land virðist fólk halda að ég sé enn 11 ára. Það segir: Ha, ertu orðinn þrítugur?" Eins og áður segir hefur Guðmundur haft mikla yfirburði í íþróttinni en hvað fær hann út úr því að vinna ár eftir ár? „Það er ýmislegt en núna eru komnir 20 titlar og það er gott. Þetta var því mitt síðasta Íslandsmót í bili. Ég er ekki hættur að spila. Mun spila áfram úti í Hollandi og taka þátt í einhverjum mótum hér heima. Þetta er komið gott af Íslandsmótinu. Nú mega aðrir verða Íslandsmeistarar," sagði Guðmundur, en er hann kominn með móral yfir því að vinna alltaf? „Nei, ég segi það nú ekki alveg. Stundum fær maður samt að heyra að maður sé að einoka eitthvað. Það er neikvætt. Ég hef samt ákveðið að taka mér smá frí. Þegar ég var búinn að vinna tíu ár í röð fór ég að hugsa um hvort þetta væri ekki orðið gott. Hugsaði sama er ég var búinn að vinna fimmtán sinnum í röð en ákvað þá að fara samt upp í tuttugu. Ég held ég geti vel setið uppi í stúku á Íslandsmóti og fylgst með. Ég held að það verði bara gaman." Guðmundur segir að fyrsti titillinn hafi eðlilega verið sá erfiðasti. Hann spilaði þá gegn Kristjáni Jónassyni, sem tók þátt í sínu 40. Íslandsmóti í röð um helgina. Íslandsmeistarinn segist vera sáttur við ferilinn sinn, en hann hefur fengið tækifæri til þess að spila víða um heim. „Ég tók þá ákvörðun að spila fyrir félagslið frekar en á alþjóðamótum fyrir einstaklinga. Það kostar mikinn pening að taka þátt og lítið upp úr því að hafa. Ég spilaði fyrir stórlið í Svíþjóð og hef verið meistari þar, sem og í Frakklandi," segir Guðmundur, sem er búsettur á Íslandi en spilar fyrir félag í Hollandi. „Ég vinn fyrir tengdaforeldra mína í Rafvörumarkaðinum í Fellsmúla. Ég er bara í venjulegri vinnu eins og aðrir. Ég hef aldrei þénað mikla peninga í þessu og ræði helst ekkert peningamálin," sagði Guðmundur og hló dátt, en það var afar létt yfir honum. „Ég þarf alltaf að reyna á mig í þessum mótum en ég er aðeins á undan strákunum enda spilað mikið úti," sagði Guðmundur, en hann viðurkenndi að hafa reynt að búa til sýningu úr leiknum. „Það var um að gera að bjóða upp á smá sýningu enda fjölskyldan mætt og svona. Ég er mjög stoltur af þessum árangri og þetta var skemmtilegasti titillinn í mörg ár. Ég naut mína meira á þessu móti."
Innlendar Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sjá meira