Rúmlega tvö hundruð brelluskot í Ófeigi 16. mars 2013 06:00 Jörundur R. ARnarson hafði yfirumsjón með brellunum í myndinni ófeigur gengur aftur. fréttablaðið/gva „Þetta er skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið á ferlinum,“ segir Jörundur R. Arnarson, sem hafði yfirumsjón með tæknibrellunum í kvikmyndinni Ófeigur gengur aftur sem verður frumsýnd 27. mars. Brellurnar skipa stóran sess í þessari gamansömu draugamynd og eru einar þær umfangmestu í íslenskri kvikmyndagerð til þessa. „Þetta eru rúmlega tvö hundruð skot, sem er töluvert mikið. Djúpið á hugsanlega enn þá metið en það munar ekki miklu á þessum tveimur myndum,“ segir Jörundur, sem hefur unnið við Hollywood-myndir á borð við Harry Potter, Tinker Tailor Soldier Spy, Clash of the Titans og Contraband. Í síðastnefndu myndinni voru brelluskotin um fjögur hundruð. Hann hefur einnig unnið við hinar íslensku Djúpið, Rokland og XL. „Þetta er búinn að vera ansi stór pakki á þremur mánuðum. Við byrjuðum í desember og þetta er búin að vera heilmikil törn,“ segir hann um vinnuna við myndina Ófeigur gengur aftur en Jónmundur Gíslason, samstarfsmaður hans hjá Reykjavík IO, vann brellurnar með honum. Eitt af því sem er óvenjulegt við gerð myndarinnar er að Jörundur var sjálfur á tökustað allan tímann og gátu leikstjórinn Ágúst Guðmundsson og tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson, Besti, því nýtt sér sérþekkingu hans. Ágúst hafði reyndar haft hann með í ráðum í langan tíma, eða frá því að einungis handritið var tilbúið. „Ég byrjaði að pæla í hvernig ætti að útfæra drauginn í tökunum. Ég lagði til ákveðið plan og það var farið eftir því og árangurinn er svolítið eftir því. Það náðist mjög flott mynd á frekar ótrúlegum tíma,“ segir hann en tökurnar stóðu yfir í rúma tuttugu daga. Aðspurður segir Jörundur að brellurnar hafi ekki verið mjög dýrar. Þar spilaði inn í að ekki þurfti að notast við svokallað „green screen“ og sparaði það tíu tökudaga. Hann bætir við að venjulega séu brellur í íslenskum myndum ósýnilegar, eins og að taka burtu víra eða bæta við sjó þar sem vantaði við gerð Djúpsins. „En hérna erum við að tala um að búa til smá fantasíu. Þetta er stærsta og mesta tilraunin til þess í íslenskri kvikmyndagerð hingað til og það er lygilegt hversu ódýrt við sluppum.“ freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þetta er skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið á ferlinum,“ segir Jörundur R. Arnarson, sem hafði yfirumsjón með tæknibrellunum í kvikmyndinni Ófeigur gengur aftur sem verður frumsýnd 27. mars. Brellurnar skipa stóran sess í þessari gamansömu draugamynd og eru einar þær umfangmestu í íslenskri kvikmyndagerð til þessa. „Þetta eru rúmlega tvö hundruð skot, sem er töluvert mikið. Djúpið á hugsanlega enn þá metið en það munar ekki miklu á þessum tveimur myndum,“ segir Jörundur, sem hefur unnið við Hollywood-myndir á borð við Harry Potter, Tinker Tailor Soldier Spy, Clash of the Titans og Contraband. Í síðastnefndu myndinni voru brelluskotin um fjögur hundruð. Hann hefur einnig unnið við hinar íslensku Djúpið, Rokland og XL. „Þetta er búinn að vera ansi stór pakki á þremur mánuðum. Við byrjuðum í desember og þetta er búin að vera heilmikil törn,“ segir hann um vinnuna við myndina Ófeigur gengur aftur en Jónmundur Gíslason, samstarfsmaður hans hjá Reykjavík IO, vann brellurnar með honum. Eitt af því sem er óvenjulegt við gerð myndarinnar er að Jörundur var sjálfur á tökustað allan tímann og gátu leikstjórinn Ágúst Guðmundsson og tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson, Besti, því nýtt sér sérþekkingu hans. Ágúst hafði reyndar haft hann með í ráðum í langan tíma, eða frá því að einungis handritið var tilbúið. „Ég byrjaði að pæla í hvernig ætti að útfæra drauginn í tökunum. Ég lagði til ákveðið plan og það var farið eftir því og árangurinn er svolítið eftir því. Það náðist mjög flott mynd á frekar ótrúlegum tíma,“ segir hann en tökurnar stóðu yfir í rúma tuttugu daga. Aðspurður segir Jörundur að brellurnar hafi ekki verið mjög dýrar. Þar spilaði inn í að ekki þurfti að notast við svokallað „green screen“ og sparaði það tíu tökudaga. Hann bætir við að venjulega séu brellur í íslenskum myndum ósýnilegar, eins og að taka burtu víra eða bæta við sjó þar sem vantaði við gerð Djúpsins. „En hérna erum við að tala um að búa til smá fantasíu. Þetta er stærsta og mesta tilraunin til þess í íslenskri kvikmyndagerð hingað til og það er lygilegt hversu ódýrt við sluppum.“ freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira