Rúmlega tvö hundruð brelluskot í Ófeigi 16. mars 2013 06:00 Jörundur R. ARnarson hafði yfirumsjón með brellunum í myndinni ófeigur gengur aftur. fréttablaðið/gva „Þetta er skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið á ferlinum,“ segir Jörundur R. Arnarson, sem hafði yfirumsjón með tæknibrellunum í kvikmyndinni Ófeigur gengur aftur sem verður frumsýnd 27. mars. Brellurnar skipa stóran sess í þessari gamansömu draugamynd og eru einar þær umfangmestu í íslenskri kvikmyndagerð til þessa. „Þetta eru rúmlega tvö hundruð skot, sem er töluvert mikið. Djúpið á hugsanlega enn þá metið en það munar ekki miklu á þessum tveimur myndum,“ segir Jörundur, sem hefur unnið við Hollywood-myndir á borð við Harry Potter, Tinker Tailor Soldier Spy, Clash of the Titans og Contraband. Í síðastnefndu myndinni voru brelluskotin um fjögur hundruð. Hann hefur einnig unnið við hinar íslensku Djúpið, Rokland og XL. „Þetta er búinn að vera ansi stór pakki á þremur mánuðum. Við byrjuðum í desember og þetta er búin að vera heilmikil törn,“ segir hann um vinnuna við myndina Ófeigur gengur aftur en Jónmundur Gíslason, samstarfsmaður hans hjá Reykjavík IO, vann brellurnar með honum. Eitt af því sem er óvenjulegt við gerð myndarinnar er að Jörundur var sjálfur á tökustað allan tímann og gátu leikstjórinn Ágúst Guðmundsson og tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson, Besti, því nýtt sér sérþekkingu hans. Ágúst hafði reyndar haft hann með í ráðum í langan tíma, eða frá því að einungis handritið var tilbúið. „Ég byrjaði að pæla í hvernig ætti að útfæra drauginn í tökunum. Ég lagði til ákveðið plan og það var farið eftir því og árangurinn er svolítið eftir því. Það náðist mjög flott mynd á frekar ótrúlegum tíma,“ segir hann en tökurnar stóðu yfir í rúma tuttugu daga. Aðspurður segir Jörundur að brellurnar hafi ekki verið mjög dýrar. Þar spilaði inn í að ekki þurfti að notast við svokallað „green screen“ og sparaði það tíu tökudaga. Hann bætir við að venjulega séu brellur í íslenskum myndum ósýnilegar, eins og að taka burtu víra eða bæta við sjó þar sem vantaði við gerð Djúpsins. „En hérna erum við að tala um að búa til smá fantasíu. Þetta er stærsta og mesta tilraunin til þess í íslenskri kvikmyndagerð hingað til og það er lygilegt hversu ódýrt við sluppum.“ freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta er skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið á ferlinum,“ segir Jörundur R. Arnarson, sem hafði yfirumsjón með tæknibrellunum í kvikmyndinni Ófeigur gengur aftur sem verður frumsýnd 27. mars. Brellurnar skipa stóran sess í þessari gamansömu draugamynd og eru einar þær umfangmestu í íslenskri kvikmyndagerð til þessa. „Þetta eru rúmlega tvö hundruð skot, sem er töluvert mikið. Djúpið á hugsanlega enn þá metið en það munar ekki miklu á þessum tveimur myndum,“ segir Jörundur, sem hefur unnið við Hollywood-myndir á borð við Harry Potter, Tinker Tailor Soldier Spy, Clash of the Titans og Contraband. Í síðastnefndu myndinni voru brelluskotin um fjögur hundruð. Hann hefur einnig unnið við hinar íslensku Djúpið, Rokland og XL. „Þetta er búinn að vera ansi stór pakki á þremur mánuðum. Við byrjuðum í desember og þetta er búin að vera heilmikil törn,“ segir hann um vinnuna við myndina Ófeigur gengur aftur en Jónmundur Gíslason, samstarfsmaður hans hjá Reykjavík IO, vann brellurnar með honum. Eitt af því sem er óvenjulegt við gerð myndarinnar er að Jörundur var sjálfur á tökustað allan tímann og gátu leikstjórinn Ágúst Guðmundsson og tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson, Besti, því nýtt sér sérþekkingu hans. Ágúst hafði reyndar haft hann með í ráðum í langan tíma, eða frá því að einungis handritið var tilbúið. „Ég byrjaði að pæla í hvernig ætti að útfæra drauginn í tökunum. Ég lagði til ákveðið plan og það var farið eftir því og árangurinn er svolítið eftir því. Það náðist mjög flott mynd á frekar ótrúlegum tíma,“ segir hann en tökurnar stóðu yfir í rúma tuttugu daga. Aðspurður segir Jörundur að brellurnar hafi ekki verið mjög dýrar. Þar spilaði inn í að ekki þurfti að notast við svokallað „green screen“ og sparaði það tíu tökudaga. Hann bætir við að venjulega séu brellur í íslenskum myndum ósýnilegar, eins og að taka burtu víra eða bæta við sjó þar sem vantaði við gerð Djúpsins. „En hérna erum við að tala um að búa til smá fantasíu. Þetta er stærsta og mesta tilraunin til þess í íslenskri kvikmyndagerð hingað til og það er lygilegt hversu ódýrt við sluppum.“ freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira