Einbeita sér að hipphoppi og raftónlist 18. mars 2013 06:00 Tvær nýjar stöðvar Sindri Ástmarsson og Karim Djermoun hjá Flass stækka við sig . Fréttablaðið/stefán "Við erum vanir að vera litli aðilinn á stórum markaði og vöðum því út í þetta óhræddir," segir Sindri Ástmarsson, dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar Flass. Á næstunni fara tvær nýjar stöðvar í loftið á þeirra vegum. Um er að ræða stöðvarnar FlassBack, sem einbeitir sér að tónlist frá árunum 1990 og 2005, og Flass-Xtra, en þar verða hipphopp og raftónlist í aðalhlutverki. Sindri vill meina að tónlistarstefnurnar hafi hingað til verið sveltar í íslensku útvarpi. "Við viljum einbeita okkur að tónlist sem hefur ekki fengið mikið pláss hjá útvarpsstöðvum á Íslandi. Þetta þekkist úti í heimi þar sem fyrirmyndir okkar eru breska útvarpsstöðin BBC Radio 1Xtra og norska stöðin MP3, sem er rekin af norska ríkissjónvarpinu," segir Sindri og bætir við að hin nýja tónlistarstefna trap, blanda af hipphoppi og raftónlist, verði einnig áberandi á stöðinni. "Við ætlum líka að gefa ungum íslenskum tónlistarmönnum pláss á stöðvunum og láta íslenska tónlist vera í aðalhlutverki." Sindri segir nýju stöðvarnar hafa verið í bígerð í nokkurn tíma og að búið sé að undirbúa þær vel. "Við fengum leyfið samþykkt í vikunni sem er frábært. Ég er með gott starfsfólk með mér í þessu og það verður spennandi að reka þrjár útvarpsstöðvar." Nánari upplýsingar um stöðvarnar er hægt að nálgast á vefsíðunni Flass.is. Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
"Við erum vanir að vera litli aðilinn á stórum markaði og vöðum því út í þetta óhræddir," segir Sindri Ástmarsson, dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar Flass. Á næstunni fara tvær nýjar stöðvar í loftið á þeirra vegum. Um er að ræða stöðvarnar FlassBack, sem einbeitir sér að tónlist frá árunum 1990 og 2005, og Flass-Xtra, en þar verða hipphopp og raftónlist í aðalhlutverki. Sindri vill meina að tónlistarstefnurnar hafi hingað til verið sveltar í íslensku útvarpi. "Við viljum einbeita okkur að tónlist sem hefur ekki fengið mikið pláss hjá útvarpsstöðvum á Íslandi. Þetta þekkist úti í heimi þar sem fyrirmyndir okkar eru breska útvarpsstöðin BBC Radio 1Xtra og norska stöðin MP3, sem er rekin af norska ríkissjónvarpinu," segir Sindri og bætir við að hin nýja tónlistarstefna trap, blanda af hipphoppi og raftónlist, verði einnig áberandi á stöðinni. "Við ætlum líka að gefa ungum íslenskum tónlistarmönnum pláss á stöðvunum og láta íslenska tónlist vera í aðalhlutverki." Sindri segir nýju stöðvarnar hafa verið í bígerð í nokkurn tíma og að búið sé að undirbúa þær vel. "Við fengum leyfið samþykkt í vikunni sem er frábært. Ég er með gott starfsfólk með mér í þessu og það verður spennandi að reka þrjár útvarpsstöðvar." Nánari upplýsingar um stöðvarnar er hægt að nálgast á vefsíðunni Flass.is.
Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira