Níu manns hafa verið ákærðir af sérstökum saksóknara vegna aðildar að allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings banka með hlutabréf í sjálfum sér.
Á meðal hinna ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi starfandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi. Hinir fimm eru allir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings.
Um er að ræða stærsta mál sinnar tegundar sem ákært hefur verið fyrir í heiminum og langumfangsmesta mál sem embætti sérstaks saksóknara hefur sent frá sér. Ákæra var gefin út fyrir helgi og birt hinum ákærðu í gær.
Um er að ræða fimm markaðsmisnotkunarmál tengd Kaupþingi sem hafa verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara í langan tíma. Þau hafa nú verið sameinuð í eina ákæru.
Á meðal þeirra eru kaup Kaupþings á 29 prósentum af öllu útgefnu hlutafé í sjálfu sér á árunum 2005 til 2008. Sérstakur saksóknari telur rökstuddan grun um að þessi viðskipti hafi verið stunduð, með vitund og vilja yfirstjórnenda Kaupþings, með kerfisbundnum og skipulögðum hætti, til að halda uppi verði bréfa í bankanum, meðal annars með milligöngu vildarviðskiptavina sem fengu lánað fyrir kaupunum. Daginn áður en Kaupþing féll, í október 2008, voru 92 prósent af eignasafni eigin viðskipta bankans hlutabréf í honum sjálfum.
Níu ákærðir fyrir stærsta mál sinnar tegundar í heiminum
Þórður Snær Júlíusson og Stígur Helgason skrifar

Mest lesið


Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð
Viðskipti innlent

Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu
Viðskipti innlent

Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni
Viðskipti innlent


Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning
Viðskipti innlent

Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl
Samstarf

Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum
Viðskipti innlent

Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“
Viðskipti innlent

Afkoma ársins undir væntingum
Viðskipti innlent