„Blekktu samfélagið í heild“ Stígur Helgason skrifar 20. mars 2013 07:00 Sigurjón Þ. Árnason og Ívar Guðjónsson. Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og fimm öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik framin árið 2007 og 2008. Ákæran er sú fyrsta í hrunmáli tengdu Landsbankanum. Ásamt Sigurjóni er ákæran á hendur Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, Ívari Guðjónssyni, sem var forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Steinþóri Gunnarssyni, sem var forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, og tveimur starfsmönnum eigin fjárfestinga bankans: Júlíusi Steinari Heiðarssyni og Sindra Sveinssyni. Ákæran er 31 blaðsíða. Hún var gefin út fyrir helgi og birt sakborningunum í gær. Hún hverfist í raun um þrjú mál: Það fyrsta er kaup deildar eigin viðskipta bankans á bréfum í bankanum sjálfum. Þau námu tugum milljarða frá því í nóvember 2007 og fram að falli bankans í október 2008. Þar eru Sigurjón, Ívar, Júlíus og Sindri ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. „Með háttsemi sinni röskuðu ákærðu þeim forsendum og lögmálum sem liggja að baki eðlilegri verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði með því að auka seljanleika hlutabréfa í Landsbankanum með ólögmætum hætti," segir í ákærunni. Annað málið er kennt við félagið Ímon, í eigu fjárfestisins Magnúsar Ármanns. Sigurjón og Elín eru ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa lánað félaginu rúma fimm milljarða í lok september 2008 til að kaupa bréf í bankanum og Sigurjón, Elín og Steinþór fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, þegar þau hafi í raun ekki verið annað en sýndarviðskipti. Sams konar markaðsmisnotkun felst svo í síðasta málinu, ef marka má ákæruna. Það snýst um 3,8 milljarða kaup félagsins Azalea Resources Ltd., sem er skráð á Bresku-Jómfrúreyjum, á bréfum í bankanum 3. október 2008. Kaupin áttu að vera fjármögnuð með láni frá bankanum. Azalea Resources Ltd. var í eigu finnsks viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar, Ari Salmivuori. „Brot ákærðu voru mjög umfangsmikil. Þau voru þaulskipulögð, stóðu um langan tíma og vörðuðu gríðarlega háar fjárhæðir," segir í ákærunni. „Verðmyndum hlutabréfanna var handstýrt af ákærðu Sigurjóni, Ívari, Júlíusi og Sindra og fjárfestar, kröfuhafar, stjórnvöld og samfélagið í heild blekkt." Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og fimm öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik framin árið 2007 og 2008. Ákæran er sú fyrsta í hrunmáli tengdu Landsbankanum. Ásamt Sigurjóni er ákæran á hendur Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, Ívari Guðjónssyni, sem var forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Steinþóri Gunnarssyni, sem var forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, og tveimur starfsmönnum eigin fjárfestinga bankans: Júlíusi Steinari Heiðarssyni og Sindra Sveinssyni. Ákæran er 31 blaðsíða. Hún var gefin út fyrir helgi og birt sakborningunum í gær. Hún hverfist í raun um þrjú mál: Það fyrsta er kaup deildar eigin viðskipta bankans á bréfum í bankanum sjálfum. Þau námu tugum milljarða frá því í nóvember 2007 og fram að falli bankans í október 2008. Þar eru Sigurjón, Ívar, Júlíus og Sindri ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. „Með háttsemi sinni röskuðu ákærðu þeim forsendum og lögmálum sem liggja að baki eðlilegri verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði með því að auka seljanleika hlutabréfa í Landsbankanum með ólögmætum hætti," segir í ákærunni. Annað málið er kennt við félagið Ímon, í eigu fjárfestisins Magnúsar Ármanns. Sigurjón og Elín eru ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa lánað félaginu rúma fimm milljarða í lok september 2008 til að kaupa bréf í bankanum og Sigurjón, Elín og Steinþór fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, þegar þau hafi í raun ekki verið annað en sýndarviðskipti. Sams konar markaðsmisnotkun felst svo í síðasta málinu, ef marka má ákæruna. Það snýst um 3,8 milljarða kaup félagsins Azalea Resources Ltd., sem er skráð á Bresku-Jómfrúreyjum, á bréfum í bankanum 3. október 2008. Kaupin áttu að vera fjármögnuð með láni frá bankanum. Azalea Resources Ltd. var í eigu finnsks viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar, Ari Salmivuori. „Brot ákærðu voru mjög umfangsmikil. Þau voru þaulskipulögð, stóðu um langan tíma og vörðuðu gríðarlega háar fjárhæðir," segir í ákærunni. „Verðmyndum hlutabréfanna var handstýrt af ákærðu Sigurjóni, Ívari, Júlíusi og Sindra og fjárfestar, kröfuhafar, stjórnvöld og samfélagið í heild blekkt."
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira