Nauthólsvíkin kallar Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 22. mars 2013 06:00 Á mínum yngri árum leið vart sú vika þar sem móðir mín lét ekki athugasemd falla í þá veru að ég væri ekki nægilega vel klæddur. Þetta var vitaskuld gert af væntumþykju en ég lét þetta samt sem áður fara nokkuð í taugarnar á mér. Rétt eins og það þegar hún krafðist þess að fá að kreista fílapenslana mína sem og mjög tíðar spurningar um matarvenjur mínar (sorrí mamma). Raunar er móðir mín alls ekkert hætt þessum athugasemdum en ég hef að vísu lært að klæða mig örlítið betur með árunum. Ekki mikið en örlítið. Af hverju nefni ég þetta? Jú, af því að það voru vorjafndægur á miðvikudaginn sem þýðir að sá árstími er að renna upp þegar athugasemdir móðir minnar eru hvað algengastar. Vorið, forvitnilegasta árstíðin. Árstíðin þegar ég fer út í bol og jakka í fimm gráðu hita. Árstíðin þegar það er ekki alveg komið sumar en maður er orðinn svo spenntur fyrir sumrinu að maður ofnýtir hverja sólarglætu og leggur alltof mikla merkingu í minnstu hitasveiflur. Árstíminn þegar grillið er dregið fram, fuglarnir syngja, íslenski fótboltinn byrjar að rúlla og ég skoða Star Walk-appið í símanum mínum daglega til þess að fylgjast með því hvernig dagurinn lengist. Sólin er á lofti í 12 klukkutíma og 28 mínútur í dag og hefur dagurinn lengst um klukkutíma á tíu dögum. Bara svona ef einhver annar hefur áhuga. Vorið er tími eftirvæntingarinnar (vanmetnustu tilfinningarinnar), undirbúningsins og spennunnar fyrir sumarið. Á vorin geturðu byrjað að dreypa á gæðum sumarsins án þess að ganga á þá takmörkuðu auðlind sem hinir eiginlegu sumardagar eru. Það er heldur ekki sama pressa á manni að nýta dagana fáránlega vel eins og á sumrin. Þetta er eins og fyrstu tíu þúsund kallarnir eftir að þú vinnur 500 þúsund krónur á happaþrennu. Þeir skipta ekki svo miklu máli í stóra samhengi hlutanna og því er hægt að eyða þeim umhugsunarlaust áður en Meniga fer að segja þér að leggja peningana til hliðar. Ekki að ég þekki nokkurn sem hefur unnið meira en 200 kall á happaþrennu. Já, þetta vetrardæmi er komið gott og það er byrjað að vora. Það er orðið opinbert enda byrjaði úrslitakeppnin í körfunni í gær. Það er kominn tími til þess að stelpurnar skilji pelsana eftir heima og grafi upp sumarkjólana. Og að strákarnir skipti út frökkum fyrir bleisera og Timberland-skóm fyrir Converse. Það er sex gráðu hiti og sól úti. Ég er farinn í Nauthólsvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun
Á mínum yngri árum leið vart sú vika þar sem móðir mín lét ekki athugasemd falla í þá veru að ég væri ekki nægilega vel klæddur. Þetta var vitaskuld gert af væntumþykju en ég lét þetta samt sem áður fara nokkuð í taugarnar á mér. Rétt eins og það þegar hún krafðist þess að fá að kreista fílapenslana mína sem og mjög tíðar spurningar um matarvenjur mínar (sorrí mamma). Raunar er móðir mín alls ekkert hætt þessum athugasemdum en ég hef að vísu lært að klæða mig örlítið betur með árunum. Ekki mikið en örlítið. Af hverju nefni ég þetta? Jú, af því að það voru vorjafndægur á miðvikudaginn sem þýðir að sá árstími er að renna upp þegar athugasemdir móðir minnar eru hvað algengastar. Vorið, forvitnilegasta árstíðin. Árstíðin þegar ég fer út í bol og jakka í fimm gráðu hita. Árstíðin þegar það er ekki alveg komið sumar en maður er orðinn svo spenntur fyrir sumrinu að maður ofnýtir hverja sólarglætu og leggur alltof mikla merkingu í minnstu hitasveiflur. Árstíminn þegar grillið er dregið fram, fuglarnir syngja, íslenski fótboltinn byrjar að rúlla og ég skoða Star Walk-appið í símanum mínum daglega til þess að fylgjast með því hvernig dagurinn lengist. Sólin er á lofti í 12 klukkutíma og 28 mínútur í dag og hefur dagurinn lengst um klukkutíma á tíu dögum. Bara svona ef einhver annar hefur áhuga. Vorið er tími eftirvæntingarinnar (vanmetnustu tilfinningarinnar), undirbúningsins og spennunnar fyrir sumarið. Á vorin geturðu byrjað að dreypa á gæðum sumarsins án þess að ganga á þá takmörkuðu auðlind sem hinir eiginlegu sumardagar eru. Það er heldur ekki sama pressa á manni að nýta dagana fáránlega vel eins og á sumrin. Þetta er eins og fyrstu tíu þúsund kallarnir eftir að þú vinnur 500 þúsund krónur á happaþrennu. Þeir skipta ekki svo miklu máli í stóra samhengi hlutanna og því er hægt að eyða þeim umhugsunarlaust áður en Meniga fer að segja þér að leggja peningana til hliðar. Ekki að ég þekki nokkurn sem hefur unnið meira en 200 kall á happaþrennu. Já, þetta vetrardæmi er komið gott og það er byrjað að vora. Það er orðið opinbert enda byrjaði úrslitakeppnin í körfunni í gær. Það er kominn tími til þess að stelpurnar skilji pelsana eftir heima og grafi upp sumarkjólana. Og að strákarnir skipti út frökkum fyrir bleisera og Timberland-skóm fyrir Converse. Það er sex gráðu hiti og sól úti. Ég er farinn í Nauthólsvík.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun