Fylgjast með útblæstri herflugvéla 23. mars 2013 07:00 Flugvél, eða vélar, frá bandaríska hernum hafa á árinu 2012 tekið á loft á Íslandi eða lent hér á leið sinni frá ríki utan EES. Egypski og ísraelski herinn, kínversk flugfélög, stefnumótasíðan dating.dk og líbanskt flugfélag. Þetta eru dæmi um þá flugrekendur sem skráðir eru á Íslandi og eru á ábyrgð íslenskra stjórnvalda þegar kemur að útblástursmálum. Viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með loftslagsheimildir skyldar stjórnvöld í hverju ríki fyrir sig að fylgjast með því að fyrirtæki hafi útblástursheimildir til móts við það magn af gróðurhúsalofttegundum sem starfsemi þeirra leysir út í andrúmsloftið. Kerfið nær til stóriðju og flugrekenda og er þeim síðarnefndu skipt niður á flugsvæði, meðal annars eftir því hvort þeir fljúgi þar um. Þannig þurfa flugrekendur ekki að starfa í viðkomandi landi þótt þeir séu þar skráðir. Á Íslandi eru um 350 flugrekendur skráðir og falla því undir umsjón Umhverfisstofnunar. Listinn sýnir að flugvélar frá viðkomandi flugrekendum, hvort sem er danska stefnumótasíðan eða herirnir, hafa lent hér á leið frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, eða tekið á loft héðan. Hvert erindið var er ekki tilgreint.Sektir eða kyrrsetning Allir flugrekendur, sem falla undir kerfið, verða að hafa skilað inn losunaráætlun 31. mars. Þar er tilgreint hve miklu af gróðurhúsalofttegundum (CO2) vélar þeirra hafa blásið út í loftið. Umhverfisstofnun fer yfir áætlunina og flugrekendur hafa síðan frest til 30. apríl til að skila inn losunarheimildum í samræmi við hana og athugasemdir Umhverfisstofnunar, ef einhverjar eru. Kerfið virkar þannig að flugfélag tilkynnir, svo dæmi sé tekið, um að það hafi losað 20 þúsund tonn af CO2 út í andrúmsloftið. Segjum að Umhverfisstofnun geri athugasemdir um að í raun sé heildartalan 22 þúsund tonn. Flugrekandinn hefur þá frest til 30. apríl til að verða sér úti um heimildir á móti losuninni. Kerfið er í raun eins og heimabanki og fari flugrekandinn yfir á reikningnum þarf hann að millifæra losunarheimildir inn á hann. Árið 2012 var tilraunaár með þetta kerfi, en í ár ber íslenskum stjórnvöldum að fara eftir því að fullu. Það þýðir að þeim ber að sjá til þess að flugrekendur hafi losunarheimildir á móti útblæstri. Sé svo ekki á að leggja á þá stjórnvaldssekt, sem nemur 100 evrum á hvert tonn af útblæstri. Að öðrum kosti verði vélarnar kyrrsettar.Ábyrgð Umhverfisstofnunar Ef við gefum okkur að flugrekandinn í ímyndaða dæminu hér að framan eigi engar loftslagsheimildir á móti útblæstri þá þarf hann að kaupa sér heimildir í apríl. Verðið á þeim er um sjö evrur á tonnið á markaði og kostnaður félagsins næmi 154 þúsund evrum, tæplega 25 milljónum íslenskra króna. Takist það ekki, eða sinni félagið því ekki, ber Umhverfisstofnun, samkvæmt lögum, að leggja 100 evra sekt á hvert tonn. Það þýðir, í þessu dæmi, um 360 milljónir króna. Hilda Guðný Svavarsdóttir, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að stofnuninni beri að framfylgja lögunum. „Okkar hlutverk er meðal annars að fylgjast með því að flugrekendur framfylgi skyldum sínum samkvæmt lögunum og einnig að sinna leiðbeiningarskyldu okkar í þessu sambandi.“ Fréttablaðið sagði í gær frá því að Landhelgisgæslan væri á þessum lista. Verið er að reyna að semja um undanþágu fyrir gæsluna, en takist það ekki þarf hún að kaupa sér loftslagsheimildir, með tilheyrandi snúningum varðandi gjaldeyrishöft. Sektunum á að beita frá og með 1. maí. Óvíst er þó hvernig Umhverfisstofnun hyggst fara að því að sekta egypska eða írska herinn, eða hvort flugvélar bandarískra flugfélaga verða kyrrsettar lendi þær hér. kolbeinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Egypski og ísraelski herinn, kínversk flugfélög, stefnumótasíðan dating.dk og líbanskt flugfélag. Þetta eru dæmi um þá flugrekendur sem skráðir eru á Íslandi og eru á ábyrgð íslenskra stjórnvalda þegar kemur að útblástursmálum. Viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með loftslagsheimildir skyldar stjórnvöld í hverju ríki fyrir sig að fylgjast með því að fyrirtæki hafi útblástursheimildir til móts við það magn af gróðurhúsalofttegundum sem starfsemi þeirra leysir út í andrúmsloftið. Kerfið nær til stóriðju og flugrekenda og er þeim síðarnefndu skipt niður á flugsvæði, meðal annars eftir því hvort þeir fljúgi þar um. Þannig þurfa flugrekendur ekki að starfa í viðkomandi landi þótt þeir séu þar skráðir. Á Íslandi eru um 350 flugrekendur skráðir og falla því undir umsjón Umhverfisstofnunar. Listinn sýnir að flugvélar frá viðkomandi flugrekendum, hvort sem er danska stefnumótasíðan eða herirnir, hafa lent hér á leið frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, eða tekið á loft héðan. Hvert erindið var er ekki tilgreint.Sektir eða kyrrsetning Allir flugrekendur, sem falla undir kerfið, verða að hafa skilað inn losunaráætlun 31. mars. Þar er tilgreint hve miklu af gróðurhúsalofttegundum (CO2) vélar þeirra hafa blásið út í loftið. Umhverfisstofnun fer yfir áætlunina og flugrekendur hafa síðan frest til 30. apríl til að skila inn losunarheimildum í samræmi við hana og athugasemdir Umhverfisstofnunar, ef einhverjar eru. Kerfið virkar þannig að flugfélag tilkynnir, svo dæmi sé tekið, um að það hafi losað 20 þúsund tonn af CO2 út í andrúmsloftið. Segjum að Umhverfisstofnun geri athugasemdir um að í raun sé heildartalan 22 þúsund tonn. Flugrekandinn hefur þá frest til 30. apríl til að verða sér úti um heimildir á móti losuninni. Kerfið er í raun eins og heimabanki og fari flugrekandinn yfir á reikningnum þarf hann að millifæra losunarheimildir inn á hann. Árið 2012 var tilraunaár með þetta kerfi, en í ár ber íslenskum stjórnvöldum að fara eftir því að fullu. Það þýðir að þeim ber að sjá til þess að flugrekendur hafi losunarheimildir á móti útblæstri. Sé svo ekki á að leggja á þá stjórnvaldssekt, sem nemur 100 evrum á hvert tonn af útblæstri. Að öðrum kosti verði vélarnar kyrrsettar.Ábyrgð Umhverfisstofnunar Ef við gefum okkur að flugrekandinn í ímyndaða dæminu hér að framan eigi engar loftslagsheimildir á móti útblæstri þá þarf hann að kaupa sér heimildir í apríl. Verðið á þeim er um sjö evrur á tonnið á markaði og kostnaður félagsins næmi 154 þúsund evrum, tæplega 25 milljónum íslenskra króna. Takist það ekki, eða sinni félagið því ekki, ber Umhverfisstofnun, samkvæmt lögum, að leggja 100 evra sekt á hvert tonn. Það þýðir, í þessu dæmi, um 360 milljónir króna. Hilda Guðný Svavarsdóttir, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að stofnuninni beri að framfylgja lögunum. „Okkar hlutverk er meðal annars að fylgjast með því að flugrekendur framfylgi skyldum sínum samkvæmt lögunum og einnig að sinna leiðbeiningarskyldu okkar í þessu sambandi.“ Fréttablaðið sagði í gær frá því að Landhelgisgæslan væri á þessum lista. Verið er að reyna að semja um undanþágu fyrir gæsluna, en takist það ekki þarf hún að kaupa sér loftslagsheimildir, með tilheyrandi snúningum varðandi gjaldeyrishöft. Sektunum á að beita frá og með 1. maí. Óvíst er þó hvernig Umhverfisstofnun hyggst fara að því að sekta egypska eða írska herinn, eða hvort flugvélar bandarískra flugfélaga verða kyrrsettar lendi þær hér. kolbeinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira