Auðveldara að þjálfa stráka en stelpur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. mars 2013 07:00 Elsa Sæný fagnar hér eftir að hafa stýrt karlaliði HK til sigurs í Asics-bikarnum.fréttablaðið/stefán Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK. „Það er ekki hægt að kvarta yfir þessum degi og helginni í heild sinni. Ég var aldrei í vafa með strákana en það er erfiðara þegar maður keppir sjálfur. Ég hafði samt trú á þessu og þetta var æðislegt," sagði Elsa, en hvort var skemmtilegra að vinna sem leikmaður eða þjálfari? „Það er erfið spurning. Það var ótrúlega gaman að vinna sem leikmaður með systur minni en það var líka mjög ljúft að vinna sem þjálfari. Þetta var allt sætt." Elsa Sæný er að þjálfa blak í fyrsta skipti og fór beint í að þjálfa stráka en það eru ekki beint margar konur í því. „Þetta hefur gengið mjög vel. Þeir hafa tekið mér mjög vel og ekkert vesen. Það er auðveldara að þjálfa stráka en stelpur. Ég væri ekki til í að taka stelpulið að mér. Ég veit hvernig stelpur eru. Það þarf oft að fara fínna í hlutina og það ekki alltaf mín sterka hlið," sagði Elsa, en hún lét sína menn hafa það óþvegið í leikhléi í gær og fór það leikhlé sem eldur í sinu um internetið í gær. Ræðan virkaði því eftir hana sneru hennar menn leiknum við. „Stundum þarf að fara svona að hlutunum en það er leiðinlegt að verða þekkt fyrir svona. Það fer mér ekki. Svona er þetta samt stundum. Það þarf að byrsta sig. Ég hefði ekki getað talað svona við stelpur. Það hefði engan veginn gengið upp." Innlendar Tengdar fréttir HK bikarmeistari í blaki í þriðja sinn | Lögðu Stjörnuna 3-2 HK er bikarmeistari karla í blaki árið 2013 eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni, 3-2, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þetta er í þriðja sinn sem HK verður bikarmeistari karla. 24. mars 2013 16:10 Myndaveisla frá bikarhátíð í blaki Það var mikil HK-hátið í Laugardalshöllinni í dag er Kópavogsfélagið tryggði sér sigurinn í Asics-bikar karla og kvenna. 24. mars 2013 22:03 "Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Sjá meira
Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK. „Það er ekki hægt að kvarta yfir þessum degi og helginni í heild sinni. Ég var aldrei í vafa með strákana en það er erfiðara þegar maður keppir sjálfur. Ég hafði samt trú á þessu og þetta var æðislegt," sagði Elsa, en hvort var skemmtilegra að vinna sem leikmaður eða þjálfari? „Það er erfið spurning. Það var ótrúlega gaman að vinna sem leikmaður með systur minni en það var líka mjög ljúft að vinna sem þjálfari. Þetta var allt sætt." Elsa Sæný er að þjálfa blak í fyrsta skipti og fór beint í að þjálfa stráka en það eru ekki beint margar konur í því. „Þetta hefur gengið mjög vel. Þeir hafa tekið mér mjög vel og ekkert vesen. Það er auðveldara að þjálfa stráka en stelpur. Ég væri ekki til í að taka stelpulið að mér. Ég veit hvernig stelpur eru. Það þarf oft að fara fínna í hlutina og það ekki alltaf mín sterka hlið," sagði Elsa, en hún lét sína menn hafa það óþvegið í leikhléi í gær og fór það leikhlé sem eldur í sinu um internetið í gær. Ræðan virkaði því eftir hana sneru hennar menn leiknum við. „Stundum þarf að fara svona að hlutunum en það er leiðinlegt að verða þekkt fyrir svona. Það fer mér ekki. Svona er þetta samt stundum. Það þarf að byrsta sig. Ég hefði ekki getað talað svona við stelpur. Það hefði engan veginn gengið upp."
Innlendar Tengdar fréttir HK bikarmeistari í blaki í þriðja sinn | Lögðu Stjörnuna 3-2 HK er bikarmeistari karla í blaki árið 2013 eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni, 3-2, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þetta er í þriðja sinn sem HK verður bikarmeistari karla. 24. mars 2013 16:10 Myndaveisla frá bikarhátíð í blaki Það var mikil HK-hátið í Laugardalshöllinni í dag er Kópavogsfélagið tryggði sér sigurinn í Asics-bikar karla og kvenna. 24. mars 2013 22:03 "Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Sjá meira
HK bikarmeistari í blaki í þriðja sinn | Lögðu Stjörnuna 3-2 HK er bikarmeistari karla í blaki árið 2013 eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni, 3-2, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þetta er í þriðja sinn sem HK verður bikarmeistari karla. 24. mars 2013 16:10
Myndaveisla frá bikarhátíð í blaki Það var mikil HK-hátið í Laugardalshöllinni í dag er Kópavogsfélagið tryggði sér sigurinn í Asics-bikar karla og kvenna. 24. mars 2013 22:03
"Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48