Anita Briem leikur í Fólkið í blokkinni 20. apríl 2013 07:00 Leikkonan Aníta Briem er meðal leikara í sjónvarpsþáttaröðinni Fólkið í blokkinni sem verða sýndir á Ríkissjónvarpinu í haust. nordicphotos/getty „Við erum góðir kunningjar og hún var í raun að bíða eftir því að ég færi að gera eitthvað almennilegt sem hún gæti leikið í,“ segir leikstjórinn Kristófer Dignus en leikkonan Anita Briem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttum hans, Fólkið í blokkinni. Tökur á þáttunum hefjast í lok maí en Kristófer lauk nýverið við að ráða í helstu hlutverk. Æfingar hófust í vikunni en Kristófer sér bæði um leikstjórn og handritaskrif. Þættirnir eru byggðir á samnefndum smásögum Ólafs Hauks Símonarsonar. Sjö ár eru síðan Aníta lék síðast á Íslandi í myndinni Köld slóð. „Það er skemmtileg viðbót við leikarahópinn að fá Anítu til liðs við okkur en mér skilst að hún ætli sér að nýta ferðlagið hingað til lands í tökur sem frí í leiðinni,“ segir Kristófer en Aníta er búsett í Los Angeles þar sem hún starfar sem leikkona og því ekki mætt til æfinga. „Mér skilst að þetta verkefni hafi smellpassað inn í stundaskrána hennar en hún fer svo beint í tökur til Ástralíu eftir að þessu lýkur. Það hafa verið aðeins öðruvísi samskiptin við hana en aðra leikara þar sem allt fer í gegnum umboðsmenn.“ Aðrir leikarar í þáttunum, sem verða frumsýndir á Ríkissjónvarpinu í haust, eru ekki af verri endanum. Gunnar Hansson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Anna Gunndís Guðjónsdóttir fara með hlutverk. Aðalhlutverkin sjálf eru hins vegar í höndunum á ungum og óreyndum krökkum. Fyrr á árinu hélt Kristófer og framleiðslufyrirtækið Pegasus áheyrnaprufu þar sem hátt í 600 krakkar freistuðu gæfunnar. „Það er mikið af flottum leikurum sem koma að þessum þáttum og ég er ótrúlega ánægður með krakkana sem urðu fyrir valinu, en þeir eru í burðarhlutverkum og flestir að stíga sín fyrstu skref í þessum geira.“ alfrun@frettabladid.is Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við erum góðir kunningjar og hún var í raun að bíða eftir því að ég færi að gera eitthvað almennilegt sem hún gæti leikið í,“ segir leikstjórinn Kristófer Dignus en leikkonan Anita Briem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttum hans, Fólkið í blokkinni. Tökur á þáttunum hefjast í lok maí en Kristófer lauk nýverið við að ráða í helstu hlutverk. Æfingar hófust í vikunni en Kristófer sér bæði um leikstjórn og handritaskrif. Þættirnir eru byggðir á samnefndum smásögum Ólafs Hauks Símonarsonar. Sjö ár eru síðan Aníta lék síðast á Íslandi í myndinni Köld slóð. „Það er skemmtileg viðbót við leikarahópinn að fá Anítu til liðs við okkur en mér skilst að hún ætli sér að nýta ferðlagið hingað til lands í tökur sem frí í leiðinni,“ segir Kristófer en Aníta er búsett í Los Angeles þar sem hún starfar sem leikkona og því ekki mætt til æfinga. „Mér skilst að þetta verkefni hafi smellpassað inn í stundaskrána hennar en hún fer svo beint í tökur til Ástralíu eftir að þessu lýkur. Það hafa verið aðeins öðruvísi samskiptin við hana en aðra leikara þar sem allt fer í gegnum umboðsmenn.“ Aðrir leikarar í þáttunum, sem verða frumsýndir á Ríkissjónvarpinu í haust, eru ekki af verri endanum. Gunnar Hansson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Anna Gunndís Guðjónsdóttir fara með hlutverk. Aðalhlutverkin sjálf eru hins vegar í höndunum á ungum og óreyndum krökkum. Fyrr á árinu hélt Kristófer og framleiðslufyrirtækið Pegasus áheyrnaprufu þar sem hátt í 600 krakkar freistuðu gæfunnar. „Það er mikið af flottum leikurum sem koma að þessum þáttum og ég er ótrúlega ánægður með krakkana sem urðu fyrir valinu, en þeir eru í burðarhlutverkum og flestir að stíga sín fyrstu skref í þessum geira.“ alfrun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira