Anita Briem leikur í Fólkið í blokkinni 20. apríl 2013 07:00 Leikkonan Aníta Briem er meðal leikara í sjónvarpsþáttaröðinni Fólkið í blokkinni sem verða sýndir á Ríkissjónvarpinu í haust. nordicphotos/getty „Við erum góðir kunningjar og hún var í raun að bíða eftir því að ég færi að gera eitthvað almennilegt sem hún gæti leikið í,“ segir leikstjórinn Kristófer Dignus en leikkonan Anita Briem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttum hans, Fólkið í blokkinni. Tökur á þáttunum hefjast í lok maí en Kristófer lauk nýverið við að ráða í helstu hlutverk. Æfingar hófust í vikunni en Kristófer sér bæði um leikstjórn og handritaskrif. Þættirnir eru byggðir á samnefndum smásögum Ólafs Hauks Símonarsonar. Sjö ár eru síðan Aníta lék síðast á Íslandi í myndinni Köld slóð. „Það er skemmtileg viðbót við leikarahópinn að fá Anítu til liðs við okkur en mér skilst að hún ætli sér að nýta ferðlagið hingað til lands í tökur sem frí í leiðinni,“ segir Kristófer en Aníta er búsett í Los Angeles þar sem hún starfar sem leikkona og því ekki mætt til æfinga. „Mér skilst að þetta verkefni hafi smellpassað inn í stundaskrána hennar en hún fer svo beint í tökur til Ástralíu eftir að þessu lýkur. Það hafa verið aðeins öðruvísi samskiptin við hana en aðra leikara þar sem allt fer í gegnum umboðsmenn.“ Aðrir leikarar í þáttunum, sem verða frumsýndir á Ríkissjónvarpinu í haust, eru ekki af verri endanum. Gunnar Hansson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Anna Gunndís Guðjónsdóttir fara með hlutverk. Aðalhlutverkin sjálf eru hins vegar í höndunum á ungum og óreyndum krökkum. Fyrr á árinu hélt Kristófer og framleiðslufyrirtækið Pegasus áheyrnaprufu þar sem hátt í 600 krakkar freistuðu gæfunnar. „Það er mikið af flottum leikurum sem koma að þessum þáttum og ég er ótrúlega ánægður með krakkana sem urðu fyrir valinu, en þeir eru í burðarhlutverkum og flestir að stíga sín fyrstu skref í þessum geira.“ alfrun@frettabladid.is Menning Mest lesið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við erum góðir kunningjar og hún var í raun að bíða eftir því að ég færi að gera eitthvað almennilegt sem hún gæti leikið í,“ segir leikstjórinn Kristófer Dignus en leikkonan Anita Briem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttum hans, Fólkið í blokkinni. Tökur á þáttunum hefjast í lok maí en Kristófer lauk nýverið við að ráða í helstu hlutverk. Æfingar hófust í vikunni en Kristófer sér bæði um leikstjórn og handritaskrif. Þættirnir eru byggðir á samnefndum smásögum Ólafs Hauks Símonarsonar. Sjö ár eru síðan Aníta lék síðast á Íslandi í myndinni Köld slóð. „Það er skemmtileg viðbót við leikarahópinn að fá Anítu til liðs við okkur en mér skilst að hún ætli sér að nýta ferðlagið hingað til lands í tökur sem frí í leiðinni,“ segir Kristófer en Aníta er búsett í Los Angeles þar sem hún starfar sem leikkona og því ekki mætt til æfinga. „Mér skilst að þetta verkefni hafi smellpassað inn í stundaskrána hennar en hún fer svo beint í tökur til Ástralíu eftir að þessu lýkur. Það hafa verið aðeins öðruvísi samskiptin við hana en aðra leikara þar sem allt fer í gegnum umboðsmenn.“ Aðrir leikarar í þáttunum, sem verða frumsýndir á Ríkissjónvarpinu í haust, eru ekki af verri endanum. Gunnar Hansson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Anna Gunndís Guðjónsdóttir fara með hlutverk. Aðalhlutverkin sjálf eru hins vegar í höndunum á ungum og óreyndum krökkum. Fyrr á árinu hélt Kristófer og framleiðslufyrirtækið Pegasus áheyrnaprufu þar sem hátt í 600 krakkar freistuðu gæfunnar. „Það er mikið af flottum leikurum sem koma að þessum þáttum og ég er ótrúlega ánægður með krakkana sem urðu fyrir valinu, en þeir eru í burðarhlutverkum og flestir að stíga sín fyrstu skref í þessum geira.“ alfrun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira