Ný söngleikjadeild stofnuð Freyr Bjarnason skrifar 2. maí 2013 15:00 Valgerður Guðnadóttir og Þór Breiðfjörð kenna söngleikjafræði. „Við erum mjög spennt fyrir að koma þessu á fót hérna,“ segir söngvarinn Þór Breiðfjörð. Söngskóli Sigurðar Demetz hefur stofnað söngleikjadeild og verður inntökupróf haldið 21. maí næstkomandi. Kennarar verða Þór, Valgerður Guðnadóttir og Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Saman hafa þau áralanga reynslu af söng og leik á sviði bæði á Íslandi og í alþjóðlegum söngleikjum. Í skólanum verður farið yfir söngleiki og söngleikjatengda tónlist. Teknir verða fyrir Disney-söngleikir og söngleikjamyndir, revíur og fyrir jólin verða söngleikjatengd jólalög sungin. Eftir áramót verður svo settur upp söngleikur með nemendunum. „Íslendingar eru tónelskir en söngleikir hafa kannski ekki haft beinan fókus í þessu formi á Íslandi. Þetta er svolítið nýtt. Við erum tvö þarna, við Valgerður, og svo reynsluboltinn Jóhanna. Við erum rosalega spennt fyrir þessu og hvetjum fólk til að koma í prufuna,“ segir Þór en viðmiðunaraldur er 17 ár. Skráning í söngleikjadeildina fer fram á songskoli@vortex.is og Rvk.is. Frekari upplýsingar verða birtar á Songskoli.is. Tónlist Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við erum mjög spennt fyrir að koma þessu á fót hérna,“ segir söngvarinn Þór Breiðfjörð. Söngskóli Sigurðar Demetz hefur stofnað söngleikjadeild og verður inntökupróf haldið 21. maí næstkomandi. Kennarar verða Þór, Valgerður Guðnadóttir og Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Saman hafa þau áralanga reynslu af söng og leik á sviði bæði á Íslandi og í alþjóðlegum söngleikjum. Í skólanum verður farið yfir söngleiki og söngleikjatengda tónlist. Teknir verða fyrir Disney-söngleikir og söngleikjamyndir, revíur og fyrir jólin verða söngleikjatengd jólalög sungin. Eftir áramót verður svo settur upp söngleikur með nemendunum. „Íslendingar eru tónelskir en söngleikir hafa kannski ekki haft beinan fókus í þessu formi á Íslandi. Þetta er svolítið nýtt. Við erum tvö þarna, við Valgerður, og svo reynsluboltinn Jóhanna. Við erum rosalega spennt fyrir þessu og hvetjum fólk til að koma í prufuna,“ segir Þór en viðmiðunaraldur er 17 ár. Skráning í söngleikjadeildina fer fram á songskoli@vortex.is og Rvk.is. Frekari upplýsingar verða birtar á Songskoli.is.
Tónlist Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira