Gerðu myndband fyrir vinsæla danska sveit Álfrún Pálsdóttir skrifar 2. maí 2013 11:00 „Þeir höfðu samband við okkur og við ákváðum að gera myndband á Íslandi enda eru þeir aðdáendur landsins,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og leikstjóri, sem í samvinnu við kærasta sinn, Þorbjörn Ingason, gerði myndband fyrir hina vinsælu dönsku hljómsveit Reptile Youth. Myndbandið var tekið upp um áramótin á Íslandi þar sem íslensk náttúra leikur stórt hlutverk ásamt hljómsveitinni og fyrirsætunni Kolfinnu Kristófersdóttur. Myndbandið, sem er við lagið Fear, hefur vakið athygli erlendra miðla á borð við Nylon Magazine, Euroman, ID Magazine og Vice Magazine en það var frumsýnt á mánudagskvöldið. „Það er gaman hversu mikla athygli þetta vekur en hljómsveitin er mjög vinsæl hérna í Danmörku,“ segir Ellen. Þau Þorbjörn mynda teymið Narvi Creative og er meðal annars með vinsælt myndband sveitarinnar GusGus við lagið Over á ferilskránni. Þau fluttu til Kaupmannahafnar síðasta haust en ásamt því að vera í Narva Creative starfar Þorbjörn hjá hönnunarskrifstofunni Thank You og Ellen er að koma sér áfram sem stílisti í Kaupmannahöfn. „Okkur hefur gengið vel að koma okkur áfram hér og þetta myndband á örugglega eftir að opna einhverjar dyr. Tísku-og tónlistarsenan hér er stór og í augnablikinu er Kaupmannahöfn staðurinn fyrir okkur.“ Tónlist Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þeir höfðu samband við okkur og við ákváðum að gera myndband á Íslandi enda eru þeir aðdáendur landsins,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og leikstjóri, sem í samvinnu við kærasta sinn, Þorbjörn Ingason, gerði myndband fyrir hina vinsælu dönsku hljómsveit Reptile Youth. Myndbandið var tekið upp um áramótin á Íslandi þar sem íslensk náttúra leikur stórt hlutverk ásamt hljómsveitinni og fyrirsætunni Kolfinnu Kristófersdóttur. Myndbandið, sem er við lagið Fear, hefur vakið athygli erlendra miðla á borð við Nylon Magazine, Euroman, ID Magazine og Vice Magazine en það var frumsýnt á mánudagskvöldið. „Það er gaman hversu mikla athygli þetta vekur en hljómsveitin er mjög vinsæl hérna í Danmörku,“ segir Ellen. Þau Þorbjörn mynda teymið Narvi Creative og er meðal annars með vinsælt myndband sveitarinnar GusGus við lagið Over á ferilskránni. Þau fluttu til Kaupmannahafnar síðasta haust en ásamt því að vera í Narva Creative starfar Þorbjörn hjá hönnunarskrifstofunni Thank You og Ellen er að koma sér áfram sem stílisti í Kaupmannahöfn. „Okkur hefur gengið vel að koma okkur áfram hér og þetta myndband á örugglega eftir að opna einhverjar dyr. Tísku-og tónlistarsenan hér er stór og í augnablikinu er Kaupmannahöfn staðurinn fyrir okkur.“
Tónlist Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira