Hápunktur hjá þungarokkurum 2. maí 2013 13:00 Dimma og Sólstafir verða með sameiginlega tónleika í Austurbæ á fimmtudag. Dimma gaf út plötuna Myrkraverk á síðasta ári sem hlaut fínar viðtökur. Fjögur lög af henni hafa komist á vinsældarlista Rásar 2. Undanfarið hefur Dimma verið á tónleikaferð um landið ásamt Sólstöfum og hápunkturinn á þeirri ferð eru tónleikarnir í Austurbæ. Dimma mun flytja Myrkraverk í heild sinni, ásamt eldri lögum og Sólstafir munu m.a. leika efni af plötunni Svartir sandar sem fengið hefur góða dóma víða um heim. Sólstafir voru einmitt að senda frá sér nýtt tónleikamyndband við lagið Æra þar sem upptökur frá áhorfendum spila stórt hlutverk. Áhorfendur voru beðnir um að taka upp myndskeið á síma og senda inn, sem skilaði sér í líflegu myndefni. „Nú er annar hver maður með myndbandsupptökuvél í vasanum og okkur fannst tilvalið að nýta okkur það,“ segir Sæþór Maríus, gítarleikari Sólstafa, sem lofar flottum tónleikum. „Flest okkar lög eru í lengri kantinum og það er sjaldan sem við höfum tækifæri til að spila mörg þeirra á tónleikum, en það ætlum við að gera í Austurbæ. Þetta verður allur pakkinn.“ Ekkert aldurstakmark er á tónleikana sem hefjast klukkan 20.Dimma. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Dimma og Sólstafir verða með sameiginlega tónleika í Austurbæ á fimmtudag. Dimma gaf út plötuna Myrkraverk á síðasta ári sem hlaut fínar viðtökur. Fjögur lög af henni hafa komist á vinsældarlista Rásar 2. Undanfarið hefur Dimma verið á tónleikaferð um landið ásamt Sólstöfum og hápunkturinn á þeirri ferð eru tónleikarnir í Austurbæ. Dimma mun flytja Myrkraverk í heild sinni, ásamt eldri lögum og Sólstafir munu m.a. leika efni af plötunni Svartir sandar sem fengið hefur góða dóma víða um heim. Sólstafir voru einmitt að senda frá sér nýtt tónleikamyndband við lagið Æra þar sem upptökur frá áhorfendum spila stórt hlutverk. Áhorfendur voru beðnir um að taka upp myndskeið á síma og senda inn, sem skilaði sér í líflegu myndefni. „Nú er annar hver maður með myndbandsupptökuvél í vasanum og okkur fannst tilvalið að nýta okkur það,“ segir Sæþór Maríus, gítarleikari Sólstafa, sem lofar flottum tónleikum. „Flest okkar lög eru í lengri kantinum og það er sjaldan sem við höfum tækifæri til að spila mörg þeirra á tónleikum, en það ætlum við að gera í Austurbæ. Þetta verður allur pakkinn.“ Ekkert aldurstakmark er á tónleikana sem hefjast klukkan 20.Dimma.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira