Kvaddi með langþráðu gulli Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. maí 2013 07:00 Mynd/Vilhelm Fram varð Íslandsmeistari í N1 deild kvenna með því að leggja Stjörnuna að velli, 19-16, í oddaleik liðanna í úrslitum í gær. Fram vann þar sinn 20. Íslandsmeistaratitil og þann fyrsta frá árinu 1990. Stella Sigurðardóttir skoraði átta af 19 mörkum Fram í þessum síðasta leik sínum fyrir félagið í bili að minnsta kosti, en hún gengur til liðs við danska liðið SönderjyskE í sumar. „Þetta er frábært. Ég á ekki orð yfir þennan sigur í dag. Liðsheildin og vörnin var frábær í dag og við algjörlega sýndum að við erum bestar á landinu í dag,“ sagði Stella eftir leikinn í gær. „Það kveikti í okkur að Stjarnan var farin að tala um silfurhefð hjá okkur og að þær ætluðu að nýta sér það til góðs. Það er engin silfurhefð hér. Við ætluðum okkur gullið. Í fyrra fór þetta í fimmta leik og það gat fallið hvoru megin sem er. Við vissum að við gætum unnið þetta. Okkur fannst við ekki hafa sýnt okkar rétta andlit í heimaleikjunum og við ætluðum að koma brjálaðar í þetta og sýna að við erum miklu betra lið. Spennustigið hefur verið hátt í heimaleikjunum og margir áhorfendur. Við vissum að við gætum miklu betur og við komum vel innstilltar í dag. Við nýttum áhorfendurna sem áttunda manninn á vellinum í dag,“ sagði Stella. Fram vann sinn 19. Íslandsmeistaratitil 27. mars 1990. Þremur dögum síðar, 30. mars, fæddist Stella. „Fram vann síðast á fæðingarári mínu og það er mjög gaman að vinna titilinn áður en ég fer. Ég vann allt sem hægt var að vinna í yngri flokkunum. Ég byrjaði í meistaraflokki 16 ára og er búin að bíða eftir þessum stóra titli og loksins tókst það áður en ég flýg af landi brott,“ sagði Stella, en sami kjarni leikmanna hefur verið í Fram fá því að Stella steig sín fyrstu skref í meistaraflokki. „Við höfum spilað svo lengi saman, þessi kjarni í liðinu. Við erum allar með Fram-hjarta. Mér finnst það skipta miklu máli. Þetta er ekki aðkeypt lið. Við vorum mjög ungar fyrir fimm árum þegar við vorum samt að slást um titilinn. Ég er ánægð með að við héldum allar hópinn og náðum loksins að vinna gullið. „Fyrsta árið lendum við í fjórða sæti og sláum út Hauka sem höfnuðu í fyrsta með því að vinna þær 2-0 og lentum á móti Stjörnunni. Við vorum litla liðið þá, ungir kjúklingar, en við höfum þroskast mikið sem leikmenn og sem liðsheild á þessum tíma,“ sagði Stella að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira
Fram varð Íslandsmeistari í N1 deild kvenna með því að leggja Stjörnuna að velli, 19-16, í oddaleik liðanna í úrslitum í gær. Fram vann þar sinn 20. Íslandsmeistaratitil og þann fyrsta frá árinu 1990. Stella Sigurðardóttir skoraði átta af 19 mörkum Fram í þessum síðasta leik sínum fyrir félagið í bili að minnsta kosti, en hún gengur til liðs við danska liðið SönderjyskE í sumar. „Þetta er frábært. Ég á ekki orð yfir þennan sigur í dag. Liðsheildin og vörnin var frábær í dag og við algjörlega sýndum að við erum bestar á landinu í dag,“ sagði Stella eftir leikinn í gær. „Það kveikti í okkur að Stjarnan var farin að tala um silfurhefð hjá okkur og að þær ætluðu að nýta sér það til góðs. Það er engin silfurhefð hér. Við ætluðum okkur gullið. Í fyrra fór þetta í fimmta leik og það gat fallið hvoru megin sem er. Við vissum að við gætum unnið þetta. Okkur fannst við ekki hafa sýnt okkar rétta andlit í heimaleikjunum og við ætluðum að koma brjálaðar í þetta og sýna að við erum miklu betra lið. Spennustigið hefur verið hátt í heimaleikjunum og margir áhorfendur. Við vissum að við gætum miklu betur og við komum vel innstilltar í dag. Við nýttum áhorfendurna sem áttunda manninn á vellinum í dag,“ sagði Stella. Fram vann sinn 19. Íslandsmeistaratitil 27. mars 1990. Þremur dögum síðar, 30. mars, fæddist Stella. „Fram vann síðast á fæðingarári mínu og það er mjög gaman að vinna titilinn áður en ég fer. Ég vann allt sem hægt var að vinna í yngri flokkunum. Ég byrjaði í meistaraflokki 16 ára og er búin að bíða eftir þessum stóra titli og loksins tókst það áður en ég flýg af landi brott,“ sagði Stella, en sami kjarni leikmanna hefur verið í Fram fá því að Stella steig sín fyrstu skref í meistaraflokki. „Við höfum spilað svo lengi saman, þessi kjarni í liðinu. Við erum allar með Fram-hjarta. Mér finnst það skipta miklu máli. Þetta er ekki aðkeypt lið. Við vorum mjög ungar fyrir fimm árum þegar við vorum samt að slást um titilinn. Ég er ánægð með að við héldum allar hópinn og náðum loksins að vinna gullið. „Fyrsta árið lendum við í fjórða sæti og sláum út Hauka sem höfnuðu í fyrsta með því að vinna þær 2-0 og lentum á móti Stjörnunni. Við vorum litla liðið þá, ungir kjúklingar, en við höfum þroskast mikið sem leikmenn og sem liðsheild á þessum tíma,“ sagði Stella að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira