Gullnir dagar í Safamýrinni Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 7. maí 2013 07:00 Mynd/Valli Einar Jónsson þjálfari Fram sveif á skýi eftir sigurinn á Haukum í gær. Hann hafði fengið silfur fimm ár í röð með kvennalið félagsins og var staðráðinn í að láta það ekki endurtaka sig nú þegar hann yfirgefur félagið. „Þetta rétt slapp fyrir horn. Þetta er ótrúleg tilfinning og ótrúlega gaman. Ég held að við höfum átt þetta skilið. Þetta var svakaleg barátta,“ sagði Einar skömmu eftir að hafa fengið gullpeninginn um hálsinn.Tíundi titilinn hjá Fram „Haukar eru með frábært lið og frábæran þjálfara sem ég ber mikla virðingu fyrir og gaman að kljást við. Við unnum og erum besta lið á Íslandi í dag.“ Framarar fögnuðu þarna Íslandsmeistaratitlinum annan daginn í röð því stelpurnar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 23 ár á sunnudaginn. Framkarlarnir fylgdu því eftir með því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sjö ár en þetta er tíuundi Íslandsmeistaratitill félagsins í karlaflokki. Fram lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik 14-7. Magnús Erlendsson varði 65 prósent skota Haukanna í fyrri hálfleik og Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 7 mörk úr 8 skotum í hálfleiknum.Frábærir í fyrri hálfleiknum „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik, nánast óaðfinnanlega. Ég átti svo sem von á því að við myndum ekki spila eins vel í seinni hálfleik en þetta hafðist og ég nenni ekki að spá í það hvernig seinni hálfleikurinn var. Haukar voru í bölvuðum vandræðum með að skora allan leikinn og á meðan leit þetta þokkalega út,“ sagði Einar. Fram var spáð sjötta sætinu fyrir tímabilið og er því óhætt að segja að liðið hafi komið verulega á óvart í vetur. „Okkur var spáð fallbaráttu og okkar fyrsta markmið var að falla ekki um deild. Svo fór að glitta í úrslitakeppni eftir áramót og við náðum upp mjög góðum leik og takti og sjálfstrausti í okkar leik. Við töpuðum örfáum leikjum og erum heilsteyptir í okkar leik og það skilaði þessu sem menn sjá í dag,“ sagði Einar sem er á leiðinni út í þjálfun.Kveður liðið með titli „Það er algjörlega frábært að kveðja liðið með titli. Þetta hefur verið frábær vetur og frábær ár undanfarið hér í Fram. Ég er stoltur að hafa fengið að starfa hérna og þakklátur. Það er gaman að enda þetta á þessum nótum. Það gæti ekki verið betra,“ sagði Einar sem kveður félagið sáttur. „Ég var og er bærilega sáttur við mitt starf hér undanfarin ár og þó það hafi ekki skilað Íslandsmeistaratitlum þá höfum við verið nálægt því og auðvitað hefði verið svekkjandi að ná því ekki núna en að sama skapi er það ennþá skemmtilegra að ná því þegar maður er kveðja,“ sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira
Einar Jónsson þjálfari Fram sveif á skýi eftir sigurinn á Haukum í gær. Hann hafði fengið silfur fimm ár í röð með kvennalið félagsins og var staðráðinn í að láta það ekki endurtaka sig nú þegar hann yfirgefur félagið. „Þetta rétt slapp fyrir horn. Þetta er ótrúleg tilfinning og ótrúlega gaman. Ég held að við höfum átt þetta skilið. Þetta var svakaleg barátta,“ sagði Einar skömmu eftir að hafa fengið gullpeninginn um hálsinn.Tíundi titilinn hjá Fram „Haukar eru með frábært lið og frábæran þjálfara sem ég ber mikla virðingu fyrir og gaman að kljást við. Við unnum og erum besta lið á Íslandi í dag.“ Framarar fögnuðu þarna Íslandsmeistaratitlinum annan daginn í röð því stelpurnar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 23 ár á sunnudaginn. Framkarlarnir fylgdu því eftir með því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sjö ár en þetta er tíuundi Íslandsmeistaratitill félagsins í karlaflokki. Fram lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik 14-7. Magnús Erlendsson varði 65 prósent skota Haukanna í fyrri hálfleik og Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 7 mörk úr 8 skotum í hálfleiknum.Frábærir í fyrri hálfleiknum „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik, nánast óaðfinnanlega. Ég átti svo sem von á því að við myndum ekki spila eins vel í seinni hálfleik en þetta hafðist og ég nenni ekki að spá í það hvernig seinni hálfleikurinn var. Haukar voru í bölvuðum vandræðum með að skora allan leikinn og á meðan leit þetta þokkalega út,“ sagði Einar. Fram var spáð sjötta sætinu fyrir tímabilið og er því óhætt að segja að liðið hafi komið verulega á óvart í vetur. „Okkur var spáð fallbaráttu og okkar fyrsta markmið var að falla ekki um deild. Svo fór að glitta í úrslitakeppni eftir áramót og við náðum upp mjög góðum leik og takti og sjálfstrausti í okkar leik. Við töpuðum örfáum leikjum og erum heilsteyptir í okkar leik og það skilaði þessu sem menn sjá í dag,“ sagði Einar sem er á leiðinni út í þjálfun.Kveður liðið með titli „Það er algjörlega frábært að kveðja liðið með titli. Þetta hefur verið frábær vetur og frábær ár undanfarið hér í Fram. Ég er stoltur að hafa fengið að starfa hérna og þakklátur. Það er gaman að enda þetta á þessum nótum. Það gæti ekki verið betra,“ sagði Einar sem kveður félagið sáttur. „Ég var og er bærilega sáttur við mitt starf hér undanfarin ár og þó það hafi ekki skilað Íslandsmeistaratitlum þá höfum við verið nálægt því og auðvitað hefði verið svekkjandi að ná því ekki núna en að sama skapi er það ennþá skemmtilegra að ná því þegar maður er kveðja,“ sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira