Refurinn beit frá sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. maí 2013 07:00 Jóni Margeiri líður hvergi betur en á hjólinu, hvort sem það er á fleygiferð niður hlíðar Esjunnar eða á stökkpöllum í Öskjuhlíðinni. Fréttablaðið/Daníel Jón Margeir Sverrisson er sallarólegur þótt Daniel Fox hafi slegið heimsmet hans. Ólympíumeistarinn einbeitir sér að því að bæta sinn eigin tíma og ætlar sér stóra hluti á heimsmeistaramótinu í Montreal í Kanada í ágúst. „Það kemur ekkert á óvart. Hann var örugglega pirraður eftir London og hefur ætlað að ná metinu aftur,“ segir Jón Margeir Sverrisson. Ástralinn Daniel Fox bætti á dögunum heimsmetið í 200 metra skriðsundi í flokki þroskahamlaðra á ástralska úrtökumótinu fyrir heimsmeistaramótið í Kanada í sumar. Heimsmetið hafði verið í höndum Jóns Margeirs frá því á Ólympíumótinu í London síðastliðið sumar. Þá hafði hann betur eftir æsilegan lokasprett við Ástralann. Jón Margeir kippir sér ekkert upp við það þótt metið sé komið úr hans höndum. Hann sé fyrst og fremst í keppni við sjálfan sig. „Ég ætla að reyna að bæta minn tíma. Á næsta móti ætla ég að reyna að fara á 1:59,00,“ segir Jón Margeir. Hans besti tími, sem þar til fyrir tíu dögum var heimsmet, er 1:59,62 mínútur, en nýja heimsmetið hjá Fox er 1:58,42 mínútur.Ætlar á pall í Montreal Reikna má með mikilli keppni á HM í Montreal í haust. Auk Jóns Margeirs og Fox verða Bretarnir Ben Proctor og Dan Pepper á sínum stað, auk Hollendingsins Marc Evers og Suður-Kóreumannsins Cho Wonsang, sem hreppti bronsið í London. „Markmiðið mitt er að ná á pall alveg sama hvort það er í 1., 2. eða 3. sæti,“ segir Jón Margeir sem fór með sama markmið til London síðastliðið sumar. Þá kom gull upp úr krafsinu eftir þrettán vikur. Jón Margeir keppir á Asparmótinu í Laugardalslaug um helgina. Jón Margeir hóf einmitt sundferilinn í röðum Aspar. Hann reiknar með mikilli keppni milli sín og Kristínar Þorsteinsdóttur í stigasöfnun um helgina. Kristín, sem er með Ísafirði, er með Downsheilkenni og keppir því í öðrum fötlunarflokki en Jón Margeir, sem er með þroskahömlun. Stigahæsti keppandinn á mótinu í heild sinni verður verðlaunaður og verður fróðlegt að sjá hver hreppir hnossið.Klessti næstum á hund Jón Margeir er mikill hjólagarpur og var á leiðinni upp á Esju með hjólið sitt þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið í gær. Mikill mannfjöldi var í Esjunni þar sem Jón er tíður gestur. „Það munaði mjög litlu að ég klessti á hund í Esjunni um daginn. Það munaði bara tíu sentimetrum. Ég leit svo snöggt við og sá að hundurinn var sem betur fer í heilu lagi,“ sagði Jón Margeir sem lofaði að fara varlega.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íþróttir Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Jón Margeir Sverrisson er sallarólegur þótt Daniel Fox hafi slegið heimsmet hans. Ólympíumeistarinn einbeitir sér að því að bæta sinn eigin tíma og ætlar sér stóra hluti á heimsmeistaramótinu í Montreal í Kanada í ágúst. „Það kemur ekkert á óvart. Hann var örugglega pirraður eftir London og hefur ætlað að ná metinu aftur,“ segir Jón Margeir Sverrisson. Ástralinn Daniel Fox bætti á dögunum heimsmetið í 200 metra skriðsundi í flokki þroskahamlaðra á ástralska úrtökumótinu fyrir heimsmeistaramótið í Kanada í sumar. Heimsmetið hafði verið í höndum Jóns Margeirs frá því á Ólympíumótinu í London síðastliðið sumar. Þá hafði hann betur eftir æsilegan lokasprett við Ástralann. Jón Margeir kippir sér ekkert upp við það þótt metið sé komið úr hans höndum. Hann sé fyrst og fremst í keppni við sjálfan sig. „Ég ætla að reyna að bæta minn tíma. Á næsta móti ætla ég að reyna að fara á 1:59,00,“ segir Jón Margeir. Hans besti tími, sem þar til fyrir tíu dögum var heimsmet, er 1:59,62 mínútur, en nýja heimsmetið hjá Fox er 1:58,42 mínútur.Ætlar á pall í Montreal Reikna má með mikilli keppni á HM í Montreal í haust. Auk Jóns Margeirs og Fox verða Bretarnir Ben Proctor og Dan Pepper á sínum stað, auk Hollendingsins Marc Evers og Suður-Kóreumannsins Cho Wonsang, sem hreppti bronsið í London. „Markmiðið mitt er að ná á pall alveg sama hvort það er í 1., 2. eða 3. sæti,“ segir Jón Margeir sem fór með sama markmið til London síðastliðið sumar. Þá kom gull upp úr krafsinu eftir þrettán vikur. Jón Margeir keppir á Asparmótinu í Laugardalslaug um helgina. Jón Margeir hóf einmitt sundferilinn í röðum Aspar. Hann reiknar með mikilli keppni milli sín og Kristínar Þorsteinsdóttur í stigasöfnun um helgina. Kristín, sem er með Ísafirði, er með Downsheilkenni og keppir því í öðrum fötlunarflokki en Jón Margeir, sem er með þroskahömlun. Stigahæsti keppandinn á mótinu í heild sinni verður verðlaunaður og verður fróðlegt að sjá hver hreppir hnossið.Klessti næstum á hund Jón Margeir er mikill hjólagarpur og var á leiðinni upp á Esju með hjólið sitt þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið í gær. Mikill mannfjöldi var í Esjunni þar sem Jón er tíður gestur. „Það munaði mjög litlu að ég klessti á hund í Esjunni um daginn. Það munaði bara tíu sentimetrum. Ég leit svo snöggt við og sá að hundurinn var sem betur fer í heilu lagi,“ sagði Jón Margeir sem lofaði að fara varlega.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íþróttir Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira