Hindrum ranglæti Toshiki Toma skrifar 15. maí 2013 06:00 Þann 6. maí sl. voru birtar fréttir af máli hælisleitanda frá Nígeríu, Martin. Hann flúði Nígeríu vegna þess að hann er samkynhneigður. Martin hafði sótt um hæli á Ítalíu og eytt níu árum í óvissu áður en hann kom til Íslands í leit að öðru tækifæri til mannlegs lífs. En Útlendingastofnun tók þá ákvörðun að senda hann aftur til Ítalíu vegna Dyflinnarreglugerðarinnar og innanríkisráðuneytið staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar. Eins og margir Íslendingar varð ég fyrir vonbrigðum með þessa frétt. Ég tel að það sé ástæða til að taka upp mál Martins á Íslandi, eins og hann hefur óskað eftir, fremur en að vísa honum úr landi. Helstu ástæðurnar eru að mínu mati: 1) Taka skuli tillit til níu ára biðar hans á Ítalíu við mat á málinu. 2) Á Ítalíu dvelja fleiri en 30.000 hælisleitendur og aðstæður þeirra virðast vera mjög slæmar. 3) Betri skilningur á samkynhneigð er til staðar á Íslandi. En það var eitthvað sem stakk hjarta mitt í þessu máli og vakti hjá mér sorg fremur en vonbrigði. Embættismenn hjá Útlendingastofnun eða í ráðuneytinu eru allir vel menntaðir í lögfræði, stjórnsýslufræði eða stjórnmálafræði. Þegar þeir hófu nám eða þegar þeir tóku við embætti hljóta þeir að hafa átt sér eigin draum eða eið, sem var líklega að vernda hið góða og hvetja til þess í samfélaginu, hindra ranglæti og losa okkur undan því. Þessi atriði má segja að séu sameiginleg ósk alls fólks og liggja til grundvallar í samfélagi okkar. Það er e.t.v. einfaldara að orða fyrrnefnd atriði en hugtakið mannréttindi, en án þeirrar óskar væri ekki hægt að stýra þróun samfélagsins til framtíðar. Engu að síður er raunveruleikinn sá að þessir vel menntuðu sérfræðingar virðast vera ánægðir með að senda saklausan einstakling til baka í vonlausa óvissu þar sem hann hefur nú þegar eytt níu árum. Ætti þetta að vera svona? Ég ætla alls ekki að fullyrða að starfsfólk Útlendingastofnunar eða ráðuneytisins sé vont fólk. En ef því finnst sjálfu að eitthvað eigi að vera leiðrétt hvað varðar ákvörðun um mál Martins, þá verður það að bera fram einhverja hugsun eða stefnutillögu fyrir samfélagið. Ég óska þess innilega að yfirvöld veiti okkur áþreifanleg og jákvæð viðbrögð við málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þann 6. maí sl. voru birtar fréttir af máli hælisleitanda frá Nígeríu, Martin. Hann flúði Nígeríu vegna þess að hann er samkynhneigður. Martin hafði sótt um hæli á Ítalíu og eytt níu árum í óvissu áður en hann kom til Íslands í leit að öðru tækifæri til mannlegs lífs. En Útlendingastofnun tók þá ákvörðun að senda hann aftur til Ítalíu vegna Dyflinnarreglugerðarinnar og innanríkisráðuneytið staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar. Eins og margir Íslendingar varð ég fyrir vonbrigðum með þessa frétt. Ég tel að það sé ástæða til að taka upp mál Martins á Íslandi, eins og hann hefur óskað eftir, fremur en að vísa honum úr landi. Helstu ástæðurnar eru að mínu mati: 1) Taka skuli tillit til níu ára biðar hans á Ítalíu við mat á málinu. 2) Á Ítalíu dvelja fleiri en 30.000 hælisleitendur og aðstæður þeirra virðast vera mjög slæmar. 3) Betri skilningur á samkynhneigð er til staðar á Íslandi. En það var eitthvað sem stakk hjarta mitt í þessu máli og vakti hjá mér sorg fremur en vonbrigði. Embættismenn hjá Útlendingastofnun eða í ráðuneytinu eru allir vel menntaðir í lögfræði, stjórnsýslufræði eða stjórnmálafræði. Þegar þeir hófu nám eða þegar þeir tóku við embætti hljóta þeir að hafa átt sér eigin draum eða eið, sem var líklega að vernda hið góða og hvetja til þess í samfélaginu, hindra ranglæti og losa okkur undan því. Þessi atriði má segja að séu sameiginleg ósk alls fólks og liggja til grundvallar í samfélagi okkar. Það er e.t.v. einfaldara að orða fyrrnefnd atriði en hugtakið mannréttindi, en án þeirrar óskar væri ekki hægt að stýra þróun samfélagsins til framtíðar. Engu að síður er raunveruleikinn sá að þessir vel menntuðu sérfræðingar virðast vera ánægðir með að senda saklausan einstakling til baka í vonlausa óvissu þar sem hann hefur nú þegar eytt níu árum. Ætti þetta að vera svona? Ég ætla alls ekki að fullyrða að starfsfólk Útlendingastofnunar eða ráðuneytisins sé vont fólk. En ef því finnst sjálfu að eitthvað eigi að vera leiðrétt hvað varðar ákvörðun um mál Martins, þá verður það að bera fram einhverja hugsun eða stefnutillögu fyrir samfélagið. Ég óska þess innilega að yfirvöld veiti okkur áþreifanleg og jákvæð viðbrögð við málinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar