Óttast að bátar barna farist við Fossvogsbrú Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. maí 2013 13:15 Úlfur H. Hróbjartsson, formaður Siglingasambands Íslands. Fréttablaðið/Stefán „Við höfum ekki fengið nein svör,“ segir Úlfur H. Hróbjartsson, formaður Siglingasambands Íslands, sem harðlega gagnrýnir áformaða göngu- og hjólabrú yfir Fossvog. Úlfur segir siglingamenn furða sig á skýrslunni „Brú yfir Fossvog“ sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær leggi til grundvallar áformum sínum. „Þar er ekki minnst á neinar neikvæðar hliðar við þessa brú, það er eins og það séu engin vandamál,“ útskýrir Úlfur sem kveður það fjarri öllum sanni. Auk þess sem Siglingasambandið hefur sent sveitarfélögunum mótmælabréf hafa siglingafélögin Brokey og Ýmir mótmælt brúnni harðlega í bréfi til þessara aðila. Meðal þess sem siglingafélögin finna brúarsmíðinni til foráttu er slysahætta sem börnum og unglingum muni stafa af brúnni. Í Fossvogi sé austanátt ríkjandi átt og því mestar líkur á því að ungmenni sem læri siglingar eða róður reki út voginn og að brúnni. „Sviptivindar og straumbreytingar af völdum brúarinnar geta hrakið báta á stólpana. Bátarnir eru viðkvæmir fyrir slíkum höggum og geta brotnað og sokkið,“ segja siglingafélögin, sem kveða umsjónarmann þurfa að geta brugðist skjótt við lendi nemendur í sjónum. „Brúarstólpar byrgja umsjónarmönnum sýn og lengja þann tíma sem slasaður einstaklingur er í köldum sjónum.“ Þá segir að hætta skapist fyrir sjósundfólk verði brúin byggð og siglingafélögin hrekist úr Fossvogi. „Á hverju sumri eru tugir sundmanna dregnir örmagna upp í öryggisbáta félaganna,“ segja talsmenn Brokeyjar og Ýmis. Þá er það sögð vera „skrumskæling á sannleikanum“ að gefa í skyn að að brúin stytti leiðina úr byggðum sunnan Reykjavíkur að Landspítalanum, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Sé leiðin frá botni Kópavogs að Háskólanum í Reykjavík mæld kemur í ljós að að gamla leiðin er um einum kílómetra styttri en ný leið á brú yfir Fossvog,“ segja félögin. Af fjölmörgum öðrum aðfinnsluatriðum má nefna ábendingu um að sanddæluskip muni ekki komast til að dýpka höfnina hjá Ými eða með þau sjötíu tonn af sandi sem flytja þurfi annað hvert ár á ylströndina í Nauthólsvík. Hugmyndir um opnanlega brú séu vanhugsaðar, umferð báta um Fossvog stórlega vanmetin, ekki tekið nægt tillit til sjávarfalla og mat á áhrifum á lífríkið séu annað tveggja ágiskanir eða byggt á gömlum gögnum. Fossvogsbrú Reykjavík Siglingaíþróttir Tengdar fréttir Göngubrú rothögg fyrir siglingafélögin Kópavogsbær ætlar að ræða við Siglingasamband Íslands um gagnrýni siglingafélaganna við Fossvog á fyrirhugaða göngu- og hjólabrú yfir voginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir brúna í nýju aðalskipulagi sem kynna á fljótlega. 14. maí 2013 11:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
„Við höfum ekki fengið nein svör,“ segir Úlfur H. Hróbjartsson, formaður Siglingasambands Íslands, sem harðlega gagnrýnir áformaða göngu- og hjólabrú yfir Fossvog. Úlfur segir siglingamenn furða sig á skýrslunni „Brú yfir Fossvog“ sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær leggi til grundvallar áformum sínum. „Þar er ekki minnst á neinar neikvæðar hliðar við þessa brú, það er eins og það séu engin vandamál,“ útskýrir Úlfur sem kveður það fjarri öllum sanni. Auk þess sem Siglingasambandið hefur sent sveitarfélögunum mótmælabréf hafa siglingafélögin Brokey og Ýmir mótmælt brúnni harðlega í bréfi til þessara aðila. Meðal þess sem siglingafélögin finna brúarsmíðinni til foráttu er slysahætta sem börnum og unglingum muni stafa af brúnni. Í Fossvogi sé austanátt ríkjandi átt og því mestar líkur á því að ungmenni sem læri siglingar eða róður reki út voginn og að brúnni. „Sviptivindar og straumbreytingar af völdum brúarinnar geta hrakið báta á stólpana. Bátarnir eru viðkvæmir fyrir slíkum höggum og geta brotnað og sokkið,“ segja siglingafélögin, sem kveða umsjónarmann þurfa að geta brugðist skjótt við lendi nemendur í sjónum. „Brúarstólpar byrgja umsjónarmönnum sýn og lengja þann tíma sem slasaður einstaklingur er í köldum sjónum.“ Þá segir að hætta skapist fyrir sjósundfólk verði brúin byggð og siglingafélögin hrekist úr Fossvogi. „Á hverju sumri eru tugir sundmanna dregnir örmagna upp í öryggisbáta félaganna,“ segja talsmenn Brokeyjar og Ýmis. Þá er það sögð vera „skrumskæling á sannleikanum“ að gefa í skyn að að brúin stytti leiðina úr byggðum sunnan Reykjavíkur að Landspítalanum, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Sé leiðin frá botni Kópavogs að Háskólanum í Reykjavík mæld kemur í ljós að að gamla leiðin er um einum kílómetra styttri en ný leið á brú yfir Fossvog,“ segja félögin. Af fjölmörgum öðrum aðfinnsluatriðum má nefna ábendingu um að sanddæluskip muni ekki komast til að dýpka höfnina hjá Ými eða með þau sjötíu tonn af sandi sem flytja þurfi annað hvert ár á ylströndina í Nauthólsvík. Hugmyndir um opnanlega brú séu vanhugsaðar, umferð báta um Fossvog stórlega vanmetin, ekki tekið nægt tillit til sjávarfalla og mat á áhrifum á lífríkið séu annað tveggja ágiskanir eða byggt á gömlum gögnum.
Fossvogsbrú Reykjavík Siglingaíþróttir Tengdar fréttir Göngubrú rothögg fyrir siglingafélögin Kópavogsbær ætlar að ræða við Siglingasamband Íslands um gagnrýni siglingafélaganna við Fossvog á fyrirhugaða göngu- og hjólabrú yfir voginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir brúna í nýju aðalskipulagi sem kynna á fljótlega. 14. maí 2013 11:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Göngubrú rothögg fyrir siglingafélögin Kópavogsbær ætlar að ræða við Siglingasamband Íslands um gagnrýni siglingafélaganna við Fossvog á fyrirhugaða göngu- og hjólabrú yfir voginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir brúna í nýju aðalskipulagi sem kynna á fljótlega. 14. maí 2013 11:00