Júróvísa Kjartan Guðmundsson skrifar 16. maí 2013 14:00 Jæja, það fer víst ekki framhjá neinum að í dag er haldinn hátíðlegur alþjóðlegur Eurovision-dagur um víða veröld og ósköp fátt sem flest okkar geta gert í því. Sjálfur hef ég farið í gegnum hin sígildu fimm stig sorgarinnar þegar kemur að Söngvakeppninni; að fylgjast með af gríðarlegum, óbeisluðum og einlægum áhuga sem krakki, þykjast ekki horfa en gera það samt í laumi sem táningur (rétt eins og með Dallas, eins og Sverrir Stormsker benti á hér um árið), þykja þetta allt saman óskaplega flippað og fyndið á kaldhæðinn hátt sem menntaskólanemi, vera gjörsamlega formyrkvaður og skítsama sem nýlega fullorðinn og að lokum klárað hringinn og orðið áhugasamur á ný í gegnum unga dóttur sem veit fátt skemmtilegra en hamaganginn í kringum Eurovision. Blaðamaður Guardian hrakti í vikunni algengar goðsagnir um keppnina eins og þær horfa við honum úti í Bretlandi, þar sem tortryggin viðhorf í garð hennar hafa viðgengist lengur en elstu menn muna. Helstu mýturnar telur blaðamaðurinn meðal annars þær að Austur-Evrópa hafi rænt Eurovision (og bendir á að á síðustu árum hafa sigurvegararnir komið frá Svíþjóð, Þýskalandi, Rússlandi, Grikklandi, Noregi og Úkraínu, svo dæmi séu tekin), að nágrannar kjósi alltaf hverjir aðra (sameiginleg menning en ekki blind hollusta), að alls kyns barbabrellur skipti meiru máli en sjálf tónlistin þegar kemur að líklegum sigurvegurum (hvort atriðið byggði fremur á trixum á síðasta ári, Loreen sem vann eða rússnesku ömmurnar sem unnu ekki?) og að ALLIR fyrirlíti Bretland (bull). Þá halda ótalmargir því fram að öll lögin sem hljómað hafa í Eurovision í tæplega sextíu ára sögu keppninnar séu léleg. Með fullri virðingu fyrir persónulegum skoðunum smekk hvers og eins, þá verður að segjast að slíkar ályktanir anga nánast af þröngsýni og þrjósku. Ég skora hér með á hverja sem er að vaða í gegnum þær þúsundir laga sem keppnin hefur alið af sér og segja svo, í fullri einlægni, að ekkert þeirri hreyfi hið minnsta við þeim. Sá sem getur það verður svo krýndur „Nagli ársins“ við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun
Jæja, það fer víst ekki framhjá neinum að í dag er haldinn hátíðlegur alþjóðlegur Eurovision-dagur um víða veröld og ósköp fátt sem flest okkar geta gert í því. Sjálfur hef ég farið í gegnum hin sígildu fimm stig sorgarinnar þegar kemur að Söngvakeppninni; að fylgjast með af gríðarlegum, óbeisluðum og einlægum áhuga sem krakki, þykjast ekki horfa en gera það samt í laumi sem táningur (rétt eins og með Dallas, eins og Sverrir Stormsker benti á hér um árið), þykja þetta allt saman óskaplega flippað og fyndið á kaldhæðinn hátt sem menntaskólanemi, vera gjörsamlega formyrkvaður og skítsama sem nýlega fullorðinn og að lokum klárað hringinn og orðið áhugasamur á ný í gegnum unga dóttur sem veit fátt skemmtilegra en hamaganginn í kringum Eurovision. Blaðamaður Guardian hrakti í vikunni algengar goðsagnir um keppnina eins og þær horfa við honum úti í Bretlandi, þar sem tortryggin viðhorf í garð hennar hafa viðgengist lengur en elstu menn muna. Helstu mýturnar telur blaðamaðurinn meðal annars þær að Austur-Evrópa hafi rænt Eurovision (og bendir á að á síðustu árum hafa sigurvegararnir komið frá Svíþjóð, Þýskalandi, Rússlandi, Grikklandi, Noregi og Úkraínu, svo dæmi séu tekin), að nágrannar kjósi alltaf hverjir aðra (sameiginleg menning en ekki blind hollusta), að alls kyns barbabrellur skipti meiru máli en sjálf tónlistin þegar kemur að líklegum sigurvegurum (hvort atriðið byggði fremur á trixum á síðasta ári, Loreen sem vann eða rússnesku ömmurnar sem unnu ekki?) og að ALLIR fyrirlíti Bretland (bull). Þá halda ótalmargir því fram að öll lögin sem hljómað hafa í Eurovision í tæplega sextíu ára sögu keppninnar séu léleg. Með fullri virðingu fyrir persónulegum skoðunum smekk hvers og eins, þá verður að segjast að slíkar ályktanir anga nánast af þröngsýni og þrjósku. Ég skora hér með á hverja sem er að vaða í gegnum þær þúsundir laga sem keppnin hefur alið af sér og segja svo, í fullri einlægni, að ekkert þeirri hreyfi hið minnsta við þeim. Sá sem getur það verður svo krýndur „Nagli ársins“ við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun