FM Belfast sendir frá sér glænýtt stuðlag Álfrún Pálsdóttir skrifar 22. maí 2013 12:00 Lóa Hjálmtýsdóttir, söngkona FM Belfast, segir þau vera á leiðinni í tónleikaflakk í sumar en þá verður barnapía með í för en meðlimir sveitarinnar eru allir komnir með börn. Fréttablaðið/vilhelm „Við höfum pillað út öll vangalögin, þau passa ekki inn. Þetta verður stuðplata, svipuð okkar fyrri plötum,“ segir Lóa Hjálmtýsdóttir, teiknari og söngkona í sveitinni FM Belfast. Sveitin gaf nýverið frá sér nýja smáskífu, lagið We Are Faster Than You, sem eflaust á eftir að verða einn af sumarsmellunum í ár. Hægt er að nálgast lagið hér á vefnum Tonlist.is en það kemur út á Itunes og Spotify þann 1. júní. Lagið verður á nýrri plötu sveitarinnar sem er í bígerð. „Í fyrsta sinn erum við ekki að gefa út plötuna sjálf hér á landi heldur sér Record Records um útgáfuna sem okkur líst mjög vel á. Platan er tilbúin að hluta til en á eftir að mastera og mixa hana. Það er í raun ómögulegt að segja hvenær af útgáfu verður, vonandi fyrr en seinna,“ segir Lóa og bætir við að þau ætli að gefa út nokkrar smáskífur áður en sjálf platan kemur út. „Við gerðum það með fyrstu plötuna okkar og fannst lögin þannig öðlast meira sjálfstætt líf og fá meira vægi en ef platan kæmi öll út í einu strax.“ Sveitin er þessa dagana að spila í Makedóníu og Grikklandi en Lóa sjálf er fjarri góðu gamni. Sonur hennar og Árna Hlöðverssonar, annars forsprakka FM Belfast, er lasinn og varð hún því eftir heima. Örvar Smárason þurfti einnig að boða forföll í þennan tónleikatúr en hann er í prófum og á von sínu öðru barni með leikkonunni Birgittu Birgisdóttir innan skamms. „Það er frekar skrítið að vera ekki með núna en við aðlöguðum dagskrána að þessu fyrirkomulagi. Við erum orðin svo mikil barnasveit sem er frekar fyndið.“ Þau verða á flakki milli tónlistarhátíða á meginlandi Evrópu í sumar og ætla að taka litla strákinn sinn með. „Við verðum með barnapíu með okkur svo að það er þægilegt fyrir alla. Ég hlakka mikið til.“ Nýja smáskífan er komin á Tonlist.is. Hún verður síðan gefin út á iTunes og Spotify 1. júní. Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við höfum pillað út öll vangalögin, þau passa ekki inn. Þetta verður stuðplata, svipuð okkar fyrri plötum,“ segir Lóa Hjálmtýsdóttir, teiknari og söngkona í sveitinni FM Belfast. Sveitin gaf nýverið frá sér nýja smáskífu, lagið We Are Faster Than You, sem eflaust á eftir að verða einn af sumarsmellunum í ár. Hægt er að nálgast lagið hér á vefnum Tonlist.is en það kemur út á Itunes og Spotify þann 1. júní. Lagið verður á nýrri plötu sveitarinnar sem er í bígerð. „Í fyrsta sinn erum við ekki að gefa út plötuna sjálf hér á landi heldur sér Record Records um útgáfuna sem okkur líst mjög vel á. Platan er tilbúin að hluta til en á eftir að mastera og mixa hana. Það er í raun ómögulegt að segja hvenær af útgáfu verður, vonandi fyrr en seinna,“ segir Lóa og bætir við að þau ætli að gefa út nokkrar smáskífur áður en sjálf platan kemur út. „Við gerðum það með fyrstu plötuna okkar og fannst lögin þannig öðlast meira sjálfstætt líf og fá meira vægi en ef platan kæmi öll út í einu strax.“ Sveitin er þessa dagana að spila í Makedóníu og Grikklandi en Lóa sjálf er fjarri góðu gamni. Sonur hennar og Árna Hlöðverssonar, annars forsprakka FM Belfast, er lasinn og varð hún því eftir heima. Örvar Smárason þurfti einnig að boða forföll í þennan tónleikatúr en hann er í prófum og á von sínu öðru barni með leikkonunni Birgittu Birgisdóttir innan skamms. „Það er frekar skrítið að vera ekki með núna en við aðlöguðum dagskrána að þessu fyrirkomulagi. Við erum orðin svo mikil barnasveit sem er frekar fyndið.“ Þau verða á flakki milli tónlistarhátíða á meginlandi Evrópu í sumar og ætla að taka litla strákinn sinn með. „Við verðum með barnapíu með okkur svo að það er þægilegt fyrir alla. Ég hlakka mikið til.“ Nýja smáskífan er komin á Tonlist.is. Hún verður síðan gefin út á iTunes og Spotify 1. júní.
Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira