Ekki “fansý” pakki heldur hörkuvinna Freyr Bjarnason skrifar 27. maí 2013 09:00 John Grant, Jakob Smári Magnússon, Pétur Hallgrímsson og Kristinn spiluðu með Sinéad o´Connor á tónleikaferðinni. „Það er rosalega gaman að fá að koma á alla þessa staði og spila fyrir svona mikið af fólki,“ segir trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson. Hann er staddur á Íslandi í tveggja vikna hléi frá tónleikaferðalagi um heiminn með bandaríska tónlistarmanninum og Íslandsvininum John Grant. Þeir, ásamt bassaleikaranum Jakobi Smára Magnússyni og gítarleikaranum Pétri Hallgrímssyni, eru að kynna nýjustu plötu Grants, Pale Green Ghosts, sem var tekin upp hér á landi. Aðspurður segist hann viðtökurnar hafa verið rosalega góðar en þeir hafa spilað á um fjörutíu tónleikum í heildina. Ferðalagið hófst í Evrópu um miðjan apríl og eftir það var förinni heitið til New York. Í maí spiluðu þeir svo í þrjár vikur á Írlandi, Englandi og í Skotlandi. Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hitaði upp fyrir þá á tónleikaferðinni um Bretlandseyjar. „Hann stóð sig eins og hetja og fékk mjög góðar viðtökur. Þeir seldu heilmikið af plötum og bolum eftir tónleikana og náðu örugglega að opna á stóran aðdáendahóp.“ Tónleikaferðalaginu lauk svo með spilamennsku í sjónvarpsþætti Jools Holland hjá BBC. „Það var mjög skemmtilegt. Það voru flott bönd sem voru að spila á sama tíma eins og Low, sem voru alveg æðisleg. Að hvíldinni á Íslandi lokinni halda þeir félagar til Skandinavíu og spila á fernum tónleikum. Eftir það tekur við tónleikaferð um Bandaríkin og spilamennska á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, þar á meðal á Hróaskeldu í Danmörku. Aðspurður segir Kristinn Snær tónleikaferðina vera það lengsta sem hann hefur komist á ferli sínum til þessa. „En þetta er hörkuvinna og langir dagar. Þetta er ekkert partí og afslöppun og skemmtilegheit. Stundum hefur maður ekki tíma til að borða fyrir gigg og við rótum og stillum upp sjálfir, þannig að þetta er ekki „fansý“ pakki eins og hjá The Rolling Stones,“ segir hann. Hann viðurkennir að það sé erfitt að vera fjarri fjölskyldu og ástvinum í svona langan tíma. „En þetta er tækifæri sem býðst kannski einu sinni á ævinni. Þá er bara að hrökkva eða stökkva.“ Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Það er rosalega gaman að fá að koma á alla þessa staði og spila fyrir svona mikið af fólki,“ segir trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson. Hann er staddur á Íslandi í tveggja vikna hléi frá tónleikaferðalagi um heiminn með bandaríska tónlistarmanninum og Íslandsvininum John Grant. Þeir, ásamt bassaleikaranum Jakobi Smára Magnússyni og gítarleikaranum Pétri Hallgrímssyni, eru að kynna nýjustu plötu Grants, Pale Green Ghosts, sem var tekin upp hér á landi. Aðspurður segist hann viðtökurnar hafa verið rosalega góðar en þeir hafa spilað á um fjörutíu tónleikum í heildina. Ferðalagið hófst í Evrópu um miðjan apríl og eftir það var förinni heitið til New York. Í maí spiluðu þeir svo í þrjár vikur á Írlandi, Englandi og í Skotlandi. Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hitaði upp fyrir þá á tónleikaferðinni um Bretlandseyjar. „Hann stóð sig eins og hetja og fékk mjög góðar viðtökur. Þeir seldu heilmikið af plötum og bolum eftir tónleikana og náðu örugglega að opna á stóran aðdáendahóp.“ Tónleikaferðalaginu lauk svo með spilamennsku í sjónvarpsþætti Jools Holland hjá BBC. „Það var mjög skemmtilegt. Það voru flott bönd sem voru að spila á sama tíma eins og Low, sem voru alveg æðisleg. Að hvíldinni á Íslandi lokinni halda þeir félagar til Skandinavíu og spila á fernum tónleikum. Eftir það tekur við tónleikaferð um Bandaríkin og spilamennska á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, þar á meðal á Hróaskeldu í Danmörku. Aðspurður segir Kristinn Snær tónleikaferðina vera það lengsta sem hann hefur komist á ferli sínum til þessa. „En þetta er hörkuvinna og langir dagar. Þetta er ekkert partí og afslöppun og skemmtilegheit. Stundum hefur maður ekki tíma til að borða fyrir gigg og við rótum og stillum upp sjálfir, þannig að þetta er ekki „fansý“ pakki eins og hjá The Rolling Stones,“ segir hann. Hann viðurkennir að það sé erfitt að vera fjarri fjölskyldu og ástvinum í svona langan tíma. „En þetta er tækifæri sem býðst kannski einu sinni á ævinni. Þá er bara að hrökkva eða stökkva.“
Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög