Grét af gleði er hún setti Íslandsmet Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. júní 2013 06:15 Hafdís hefur verið að ná mögnuðum árangri upp á síðkastið og segist eiga enn meira inni.fréttablaðið/vilhelm Hafdís Sigurðardóttir hefur farið mikinn á frjálsíþróttamótum í upphafi sumars. Hún byrjaði á því að slá tíu ára gamalt Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur í langstökki. Hafdís stökk þá 6,36 metra og bætti met Sunnu um sex sentimetra. „Þetta kom mér rosalega á óvart og ég átti ekki til orð þegar ég setti metið. Ég réð mér ekki fyrir gleði og fór að hágráta í þriðju umferð,“ segir Hafdís er hún rifjar upp Íslandsmetsstökkið. „Gísli þjálfari sagði mér að hætta að gráta því þetta væri ekki búið. Hann vissi þetta upp á hár og var búinn að segja við fólk að ég myndi setja met á þessu móti. Ég var samt voða feginn að hann sagði mér þetta ekki því það hefði líklega ekki hjálpað mér. Ég hefði líklega bara hlegið að honum.“Er að blómstra á besta aldri Það er óhætt að segja að Hafdís sé að springa út sem íþróttamaður þessa dagana. Nokkuð sérstakt í ljósi þess að hún er orðin 26 ára. Hún er sveitastelpa úr Suður-Þingeyjarsýslu en flutti til Akureyrar þegar hún var 16 ára. Þar hefur hún verið að æfa síðan undir styrkri leiðsögn Gísla Sigurðssonar. „Öll vinnan sem ég hef lagt inn allan minn feril er loksins að skila sér. Ég er að blómstra á besta aldri,“ segir Hafdís og hlær við. „Ég er búin að æfa með Gísla í níu ár. Það byrjaði brösuglega því ég var bara mjó sveitastelpa sem var fljót að hlaupa og var sterk eftir vinnu í sveitinni. Ég þurfti því nánast að byrja á því að byggja upp þol og styrk. Ég lenti í mótlæti vegna beinhimnubólgu en gafst aldrei upp og það er að skila sér núna sem er afar ánægjulegt. Gísli á mikið í mér og gömlu þjálfararnir mínir í sveitinni eiga það líka.“ Hafdís hefur einnig verið að hlaupa mjög vel. Hún er í tvígang búin að hlaupa 60 metra hlaup undir Íslandsmetstíma en fékk metið ekki skráð þar sem meðvindur var of mikill. Hún var einnig aðeins einu sekúndubroti frá Íslandsmetinu í 200 metra hlaupi á Smáþjóðaleikunum á dögunum. „Þetta sumar hefur byrjað það vel að ég hef þurft að setja mér ný markmið. Ég var rosalega nálægt því að ná 200 metra metinu um daginn og ég stefni á það næst. Einnig mun ég reyna að ná metinu í 60 metra hlaupi. Ég gefst ekkert upp,“ segir Hafdís en hún reynir aftur við 60 metrana í dag.Árangurinn gefur mér kraft Það er helling fram undan hjá þessari mögnuðu íþróttakonu sem ætlar sér stóra hluti á komandi árum. „Ég er vonandi að fara að keppa í Evrópubikarnum með landsliðinu og svo er stórt mót í Svíþjóð þar á eftir. Svo er það landsmótið og svo stefni ég á HM í ágúst. Það væri flott að komast þar inn.“ Hafdís hefur ekki enn tekið þátt á Ólympíuleikum en hún er með augun á næstu leikum sem fara fram í Brasilíu. „Þessi árangur upp á síðkastið gefur mér kraft. Ég er frekar lítil í mér og ekki með neitt of mikið sjálfstraust. Ég er því ekki beint að flagga árangrinum. Þetta er samt ótrúlega ánægjulegt og nú veit ég hvað ég get. Stóri draumurinn er svo að fara til Ríó árið 2016. Vonandi held ég áfram að bæta mig og kemst alla leið.“ Innlendar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Sjá meira
Hafdís Sigurðardóttir hefur farið mikinn á frjálsíþróttamótum í upphafi sumars. Hún byrjaði á því að slá tíu ára gamalt Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur í langstökki. Hafdís stökk þá 6,36 metra og bætti met Sunnu um sex sentimetra. „Þetta kom mér rosalega á óvart og ég átti ekki til orð þegar ég setti metið. Ég réð mér ekki fyrir gleði og fór að hágráta í þriðju umferð,“ segir Hafdís er hún rifjar upp Íslandsmetsstökkið. „Gísli þjálfari sagði mér að hætta að gráta því þetta væri ekki búið. Hann vissi þetta upp á hár og var búinn að segja við fólk að ég myndi setja met á þessu móti. Ég var samt voða feginn að hann sagði mér þetta ekki því það hefði líklega ekki hjálpað mér. Ég hefði líklega bara hlegið að honum.“Er að blómstra á besta aldri Það er óhætt að segja að Hafdís sé að springa út sem íþróttamaður þessa dagana. Nokkuð sérstakt í ljósi þess að hún er orðin 26 ára. Hún er sveitastelpa úr Suður-Þingeyjarsýslu en flutti til Akureyrar þegar hún var 16 ára. Þar hefur hún verið að æfa síðan undir styrkri leiðsögn Gísla Sigurðssonar. „Öll vinnan sem ég hef lagt inn allan minn feril er loksins að skila sér. Ég er að blómstra á besta aldri,“ segir Hafdís og hlær við. „Ég er búin að æfa með Gísla í níu ár. Það byrjaði brösuglega því ég var bara mjó sveitastelpa sem var fljót að hlaupa og var sterk eftir vinnu í sveitinni. Ég þurfti því nánast að byrja á því að byggja upp þol og styrk. Ég lenti í mótlæti vegna beinhimnubólgu en gafst aldrei upp og það er að skila sér núna sem er afar ánægjulegt. Gísli á mikið í mér og gömlu þjálfararnir mínir í sveitinni eiga það líka.“ Hafdís hefur einnig verið að hlaupa mjög vel. Hún er í tvígang búin að hlaupa 60 metra hlaup undir Íslandsmetstíma en fékk metið ekki skráð þar sem meðvindur var of mikill. Hún var einnig aðeins einu sekúndubroti frá Íslandsmetinu í 200 metra hlaupi á Smáþjóðaleikunum á dögunum. „Þetta sumar hefur byrjað það vel að ég hef þurft að setja mér ný markmið. Ég var rosalega nálægt því að ná 200 metra metinu um daginn og ég stefni á það næst. Einnig mun ég reyna að ná metinu í 60 metra hlaupi. Ég gefst ekkert upp,“ segir Hafdís en hún reynir aftur við 60 metrana í dag.Árangurinn gefur mér kraft Það er helling fram undan hjá þessari mögnuðu íþróttakonu sem ætlar sér stóra hluti á komandi árum. „Ég er vonandi að fara að keppa í Evrópubikarnum með landsliðinu og svo er stórt mót í Svíþjóð þar á eftir. Svo er það landsmótið og svo stefni ég á HM í ágúst. Það væri flott að komast þar inn.“ Hafdís hefur ekki enn tekið þátt á Ólympíuleikum en hún er með augun á næstu leikum sem fara fram í Brasilíu. „Þessi árangur upp á síðkastið gefur mér kraft. Ég er frekar lítil í mér og ekki með neitt of mikið sjálfstraust. Ég er því ekki beint að flagga árangrinum. Þetta er samt ótrúlega ánægjulegt og nú veit ég hvað ég get. Stóri draumurinn er svo að fara til Ríó árið 2016. Vonandi held ég áfram að bæta mig og kemst alla leið.“
Innlendar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Sjá meira