Vök gerir samning við Record Records Freyr Bjarnason skrifar 10. júní 2013 12:00 Vök sem bar sigur úr býtum í Músíktilraunum í vor hefur gert útgáfusamning íslenska fyrirtækið Record Records. Hljómsveitin, sem er skipuð Margréti Rán Magnúsdóttur og Andra Má Enokssyni, er að leggja lokahönd á EP-plötu sem kemur út í júlí. Sveitin hefur þegar sent frá sér smáskífulagið Before. Stefnan er svo sett á breiðskífu snemma á næsta ári. „Ég bind miklar vonir við þetta band. Ég held að þau eigi framtíðina fyrir sér,“ segir Haraldur Leví Gunnarsson hjá Record Records. Síðan fyrirtækið var stofnað fyrir fimm árum hefur Haraldur unnið með mörgum hljómsveitum sem hafa gert góða hluti í Músíktilraunum, þar á meðal Of Monsters and Men. „Þetta sýnir að það eru fullt af efnilegum hljómsveitum sem koma upp úr þessum tilraunum.“ Erlendir aðilar eru þegar farnir að sýna Vök áhuga, en sveitin hitar upp á útgáfutónleikum Botnleðju í Austurbæ 27. júní. Vök var formlega stofnuð í desember í fyrra, skömmu fyrir Músíktilraunirnar, en Andri og Margrét hafa starfað saman mun lengur. Margrét Rán spilar á gítar og hljómborð auk þess að syngja. Andri Már spilar á saxafón auk þess að stjórna tölvu og syngja bakraddir. Tónlistinni má lýsa sem ljúfri og melódískri raftónlist. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Vök sem bar sigur úr býtum í Músíktilraunum í vor hefur gert útgáfusamning íslenska fyrirtækið Record Records. Hljómsveitin, sem er skipuð Margréti Rán Magnúsdóttur og Andra Má Enokssyni, er að leggja lokahönd á EP-plötu sem kemur út í júlí. Sveitin hefur þegar sent frá sér smáskífulagið Before. Stefnan er svo sett á breiðskífu snemma á næsta ári. „Ég bind miklar vonir við þetta band. Ég held að þau eigi framtíðina fyrir sér,“ segir Haraldur Leví Gunnarsson hjá Record Records. Síðan fyrirtækið var stofnað fyrir fimm árum hefur Haraldur unnið með mörgum hljómsveitum sem hafa gert góða hluti í Músíktilraunum, þar á meðal Of Monsters and Men. „Þetta sýnir að það eru fullt af efnilegum hljómsveitum sem koma upp úr þessum tilraunum.“ Erlendir aðilar eru þegar farnir að sýna Vök áhuga, en sveitin hitar upp á útgáfutónleikum Botnleðju í Austurbæ 27. júní. Vök var formlega stofnuð í desember í fyrra, skömmu fyrir Músíktilraunirnar, en Andri og Margrét hafa starfað saman mun lengur. Margrét Rán spilar á gítar og hljómborð auk þess að syngja. Andri Már spilar á saxafón auk þess að stjórna tölvu og syngja bakraddir. Tónlistinni má lýsa sem ljúfri og melódískri raftónlist.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira