App með íslenskum nöfnum slær í gegn Lovísa Eiríksdóttir skrifar 11. júní 2013 07:00 Björn Þór Jónsson og Edda Lára Kaaber með sonunum Kára og Arnóri. Ókeypis app fyrir íslensk mannanöfn er komið í App Store en appið vermdi efsta sætið í versluninni þegar það kom út í lok síðasta mánaðar. Appið heitir Nefna og höfundar þess eru Edda Lára Kaaber framhaldsskólakennari og Björn Þór Jónsson forritari, en þau Björn og Edda eru par og eignuðust nýlega barn saman. „Okkur fannst allar þessar mannanafnabækur svo stirðar og langaði að búa til eitthvað skemmtilegt úr þessu ferli sem verður til hjá nýbökuðum foreldrum þegar finna á nafn á barnið,“ segir Edda og bætir við að Björn Þór hafi unnið smáforritið sem lokaverkefni í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Í appinu má finna öll íslensk mannanöfn sem samþykkt hafa verið af mannanafnanefnd og þar eru rúmlega 3.000 nöfn, 1.900 stúlkna- og 1.700 drengjanöfn. Nöfnunum er raðað eftir stafrófsröð, vinsældum og flokkum. Í nafnaflokkunum er meðal annars hægt að finna biblíunöfn, landnámsnöfn, nöfn úr Disney-kvikmyndum og frumleg nöfn sem eru nöfn sem enginn heitir. Einnig er hægt að finna merkingu og uppruna nafna ásamt fjölda þeirra sem heita nafninu nú þegar. Yfir 2.000 manns hafa sótt sér appið og er það ókeypis eins og er. Parið er ekki búið að ákveða hvort það fari eitthvað lengra með verkefnið. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð og það gæti vel verið að það verði boðið upp á einhverja aukaeiginleika síðar sem yrði þá hugsanlega rukkað fyrir,“ segir Edda, sem er þó ekki vongóð um að þau eigi eftir að græða mikið á verkefninu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ITwg68usRmM">watch on YouTube</a> Björn og Edda eru að flytja til Danmerkur þar sem þau stefna bæði á að fara í meistaranám í leikjafræði. Þau hyggjast vinna saman við að nýta tækni og tölvuleiki til að skapa þekkingu í framtíðinni. „Við fáum að vita hvort við komumst inn í námið 15. júní,“ segir Edda sem telur að leikjafræði séu fræði framtíðarinnar. „Okkur langar svo að búa til eitthvað skemmtilegt fyrir nemendur, blanda saman leikjum og kennslu til þess að ná fram meiri áhuga hjá nemendum. Nú eru spjaldtölvur komnar inn í skólastofur en hvað á að gera við þetta?“ spyr Edda sem vinnur nú að því að svara þeirri spurningu. Hægt er að kynna sér appið nánar á Facebook-síðu Nefna og nálgast það í App Store. Stafræn þróun Mannanöfn Börn og uppeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Ókeypis app fyrir íslensk mannanöfn er komið í App Store en appið vermdi efsta sætið í versluninni þegar það kom út í lok síðasta mánaðar. Appið heitir Nefna og höfundar þess eru Edda Lára Kaaber framhaldsskólakennari og Björn Þór Jónsson forritari, en þau Björn og Edda eru par og eignuðust nýlega barn saman. „Okkur fannst allar þessar mannanafnabækur svo stirðar og langaði að búa til eitthvað skemmtilegt úr þessu ferli sem verður til hjá nýbökuðum foreldrum þegar finna á nafn á barnið,“ segir Edda og bætir við að Björn Þór hafi unnið smáforritið sem lokaverkefni í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Í appinu má finna öll íslensk mannanöfn sem samþykkt hafa verið af mannanafnanefnd og þar eru rúmlega 3.000 nöfn, 1.900 stúlkna- og 1.700 drengjanöfn. Nöfnunum er raðað eftir stafrófsröð, vinsældum og flokkum. Í nafnaflokkunum er meðal annars hægt að finna biblíunöfn, landnámsnöfn, nöfn úr Disney-kvikmyndum og frumleg nöfn sem eru nöfn sem enginn heitir. Einnig er hægt að finna merkingu og uppruna nafna ásamt fjölda þeirra sem heita nafninu nú þegar. Yfir 2.000 manns hafa sótt sér appið og er það ókeypis eins og er. Parið er ekki búið að ákveða hvort það fari eitthvað lengra með verkefnið. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð og það gæti vel verið að það verði boðið upp á einhverja aukaeiginleika síðar sem yrði þá hugsanlega rukkað fyrir,“ segir Edda, sem er þó ekki vongóð um að þau eigi eftir að græða mikið á verkefninu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ITwg68usRmM">watch on YouTube</a> Björn og Edda eru að flytja til Danmerkur þar sem þau stefna bæði á að fara í meistaranám í leikjafræði. Þau hyggjast vinna saman við að nýta tækni og tölvuleiki til að skapa þekkingu í framtíðinni. „Við fáum að vita hvort við komumst inn í námið 15. júní,“ segir Edda sem telur að leikjafræði séu fræði framtíðarinnar. „Okkur langar svo að búa til eitthvað skemmtilegt fyrir nemendur, blanda saman leikjum og kennslu til þess að ná fram meiri áhuga hjá nemendum. Nú eru spjaldtölvur komnar inn í skólastofur en hvað á að gera við þetta?“ spyr Edda sem vinnur nú að því að svara þeirri spurningu. Hægt er að kynna sér appið nánar á Facebook-síðu Nefna og nálgast það í App Store.
Stafræn þróun Mannanöfn Börn og uppeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira