Anarkía í Hamraborg Bergsteinn Sigurðsson skrifar 12. júní 2013 10:00 Fer fyrir hópi listamanna sem vilja gera hlutina á eigin forsendum og því opnað nýtt sýningarými. Fréttablaðið/Stefán „Það var aðallega skortur á sýningarrými fyrir grasrót frekar en bissness sem rak okkur út í þetta,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarmaður, sem ásamt tíu öðrum myndlistarmönnum hefur stofnað sýningarrýmið Anarkíu í Hamraborg 3 í Kópavogi. Bjarni segir hópinn sem stendur að Anarkíu vera listamenn sem láti mælistikur og stofnanir „listheimsins“ sér í léttu rúmi liggja, en kjósi að taka málin í eigin hendur og koma verkum sínum á framfæri á eigin forsendum. „Við teljum að fastmótaðar stofnanir og kerfi þjóni ekki markmiðum okkar um frjálsa tjáningu, en viljum að allir fái að rækta sérkenni sín og finna hugsun sinni og kenndum farveg í lífi og list,“ segir Bjarni en flestir úr hópnum þekkjast vel. „Þetta er mestmegnis fólk úr mínum ranni, listamenn sem ég hef kennt í gegnum tíðina.“ Sýningarrýmið er tvískipt og segir Bjarni að markmiðið sé að leigja utanaðkomandi listamönnum annað þeirra og geti þeir því sýnt samhliða sýningum félagsmanna í Anarkíu. „Svo stefnum við líka á að vera með málþing og ráðstefnur,“ segir Bjarni en helmingi sýningarrýmisins hefur verið ráðstafað út næsta árið. Listasalurinn verður tekinn í notkun á laugardag en þá opnar Bjarni tvær sýningar í báðum sýningarrýmum Anarkíu: Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir. „Í Að flá fiðrildi er ég að vinna með nekt málverksins, ef svo má segja, innviði þess og grunnforsendur. Fiðrildið er táknmynd umbreytingar þar sem fegurðin brýst út úr ljótleikanum, það bókstaflega flær sig sjálft, brýst út úr eigin skinni.“ Svífa svartir skurðir samanstendur aftur á móti af málverkum sem kennd eru við látæði – gesture – og eru skráning á líkamlegum hreyfingum listamannsins. „Ég er að grafast fyrir um innri gerð málverks og frumþætti þess, virkni flatarins og svífandi sveiflunnar sem sker hann.“ Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir verða opnaðar í Anarkíu á laugardag klukkan 15. Menning Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það var aðallega skortur á sýningarrými fyrir grasrót frekar en bissness sem rak okkur út í þetta,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarmaður, sem ásamt tíu öðrum myndlistarmönnum hefur stofnað sýningarrýmið Anarkíu í Hamraborg 3 í Kópavogi. Bjarni segir hópinn sem stendur að Anarkíu vera listamenn sem láti mælistikur og stofnanir „listheimsins“ sér í léttu rúmi liggja, en kjósi að taka málin í eigin hendur og koma verkum sínum á framfæri á eigin forsendum. „Við teljum að fastmótaðar stofnanir og kerfi þjóni ekki markmiðum okkar um frjálsa tjáningu, en viljum að allir fái að rækta sérkenni sín og finna hugsun sinni og kenndum farveg í lífi og list,“ segir Bjarni en flestir úr hópnum þekkjast vel. „Þetta er mestmegnis fólk úr mínum ranni, listamenn sem ég hef kennt í gegnum tíðina.“ Sýningarrýmið er tvískipt og segir Bjarni að markmiðið sé að leigja utanaðkomandi listamönnum annað þeirra og geti þeir því sýnt samhliða sýningum félagsmanna í Anarkíu. „Svo stefnum við líka á að vera með málþing og ráðstefnur,“ segir Bjarni en helmingi sýningarrýmisins hefur verið ráðstafað út næsta árið. Listasalurinn verður tekinn í notkun á laugardag en þá opnar Bjarni tvær sýningar í báðum sýningarrýmum Anarkíu: Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir. „Í Að flá fiðrildi er ég að vinna með nekt málverksins, ef svo má segja, innviði þess og grunnforsendur. Fiðrildið er táknmynd umbreytingar þar sem fegurðin brýst út úr ljótleikanum, það bókstaflega flær sig sjálft, brýst út úr eigin skinni.“ Svífa svartir skurðir samanstendur aftur á móti af málverkum sem kennd eru við látæði – gesture – og eru skráning á líkamlegum hreyfingum listamannsins. „Ég er að grafast fyrir um innri gerð málverks og frumþætti þess, virkni flatarins og svífandi sveiflunnar sem sker hann.“ Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir verða opnaðar í Anarkíu á laugardag klukkan 15.
Menning Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira