Jafnræði á Grímunni Bergsteinn Sigurðsson skrifar 13. júní 2013 10:00 Ekkert verk skaraði fram úr á Grímuverðlaununum, sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í gær. Til marks um jafna skiptingu féllu verðlaunin í flokkum sýningar ársins, leikrits ársins og fyrir leikara og leikonu í aðal- og aukahlutverkum öll sitt hverri sýningunni í hlut. Macbeth dró vagninn með fern verðlaun, þar á meðal sem sýning ársins en einnig fékk það verðlaunin fyrir lýsingu, tónlist og hljóðmynd. Englar alheimsins hlutu þrenn verðlaun; sem leikrit ársins og fyrir búninga og leikmynd. Þetta kemur óneitanlega á óvart. Margir spáðu Englunum meiri velgengni á Grímuverðlaunahátíðinni; verkið hefur fengið lofsamlega dóma og góða aðsókn og fékk flestar Grímutilnefningar, alls níu. Macbeth var aftur á móti umdeildara og særði meðal annars fram ritdeilu milli þeirra Hallgríms Helgasonar rithöfundar og Jóns Viðars Jónssonar, leiklistargagnrýnanda DV, fyrr á árinu. Samstarf Þjóðleikhússins og Andrews við uppsetningu á Shakespeare hefur hins vegar reynst farsælt, en Lér konungur hlaut flest verðlaun á Grímunni 2011, alls sex. Það voru mestmegnis gamalkunn andlit sem stigu á svið í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Kristbjörg Kjeld hlaut verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki annað árið í röð fyrir Jónsmessunótt Hávars Sigurjónssonar. Ólafur Darri var valinn leikari ársins í aðalhlutverki fyrir Mýs og menn. Þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin í þessum flokki en hann hefur tvívegis verið verðlaunaður fyrir leik í aukahlutverki. Brynhildur Guðjónsdóttir var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Gullregni. Þetta eru fjórðu Grímuverðlaunin sem Brynhildur hlýtur fyrir leik, tvö fyrir aðalhlutverk og tvö fyrir auka. Eini leikarinn til að taka við verðlaunastyttu í fyrsta sinn, var Hilmar Guðjónsson. Ragnar Bragason, sem hlotið hefur einna flest Edduverðlaun, bætti fyrstu Grímunni í safnið í gær en hann var valinn leikstjóri ársins fyrir frumraun sína á leiksviði, Gullregn. Vytautas Narbutas hlaut einnig sín fyrstu Grímuverðlaun fyrir leikmynd í Englum alheimsins. Filippía I. Elísdóttir hlaut verðlaun fyrir búninga í sömu sýningu en þetta er í fimmta sinn sem hún hlýtur Grímuverðlaunin. Gunnar Eyjólfsson var heiðraður fyrir framlag sitt til leiklistar. Þá hlaut Kristján Ingimarsson og leikhópur hans, Neander, sprotann fyrir uppfærsluna á verkinu Blam! í samstarfi við Borgarleikhúsið. Alls hlutu sýningar Þjóðleikhússins átta verðlaun á móti fimm verðlaunum sem runnu til Borgarleikhússins, fyrir utan samstarfssýningar. Menning Tengdar fréttir Macbeth sýning ársins Macbeth í leikstjórn Benedicts Andrews fékk verðlaun fyrir sýngu ársins á Grímunni – íslensku sviðslistaverðlaununum sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. 12. júní 2013 21:00 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ekkert verk skaraði fram úr á Grímuverðlaununum, sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í gær. Til marks um jafna skiptingu féllu verðlaunin í flokkum sýningar ársins, leikrits ársins og fyrir leikara og leikonu í aðal- og aukahlutverkum öll sitt hverri sýningunni í hlut. Macbeth dró vagninn með fern verðlaun, þar á meðal sem sýning ársins en einnig fékk það verðlaunin fyrir lýsingu, tónlist og hljóðmynd. Englar alheimsins hlutu þrenn verðlaun; sem leikrit ársins og fyrir búninga og leikmynd. Þetta kemur óneitanlega á óvart. Margir spáðu Englunum meiri velgengni á Grímuverðlaunahátíðinni; verkið hefur fengið lofsamlega dóma og góða aðsókn og fékk flestar Grímutilnefningar, alls níu. Macbeth var aftur á móti umdeildara og særði meðal annars fram ritdeilu milli þeirra Hallgríms Helgasonar rithöfundar og Jóns Viðars Jónssonar, leiklistargagnrýnanda DV, fyrr á árinu. Samstarf Þjóðleikhússins og Andrews við uppsetningu á Shakespeare hefur hins vegar reynst farsælt, en Lér konungur hlaut flest verðlaun á Grímunni 2011, alls sex. Það voru mestmegnis gamalkunn andlit sem stigu á svið í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Kristbjörg Kjeld hlaut verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki annað árið í röð fyrir Jónsmessunótt Hávars Sigurjónssonar. Ólafur Darri var valinn leikari ársins í aðalhlutverki fyrir Mýs og menn. Þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin í þessum flokki en hann hefur tvívegis verið verðlaunaður fyrir leik í aukahlutverki. Brynhildur Guðjónsdóttir var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Gullregni. Þetta eru fjórðu Grímuverðlaunin sem Brynhildur hlýtur fyrir leik, tvö fyrir aðalhlutverk og tvö fyrir auka. Eini leikarinn til að taka við verðlaunastyttu í fyrsta sinn, var Hilmar Guðjónsson. Ragnar Bragason, sem hlotið hefur einna flest Edduverðlaun, bætti fyrstu Grímunni í safnið í gær en hann var valinn leikstjóri ársins fyrir frumraun sína á leiksviði, Gullregn. Vytautas Narbutas hlaut einnig sín fyrstu Grímuverðlaun fyrir leikmynd í Englum alheimsins. Filippía I. Elísdóttir hlaut verðlaun fyrir búninga í sömu sýningu en þetta er í fimmta sinn sem hún hlýtur Grímuverðlaunin. Gunnar Eyjólfsson var heiðraður fyrir framlag sitt til leiklistar. Þá hlaut Kristján Ingimarsson og leikhópur hans, Neander, sprotann fyrir uppfærsluna á verkinu Blam! í samstarfi við Borgarleikhúsið. Alls hlutu sýningar Þjóðleikhússins átta verðlaun á móti fimm verðlaunum sem runnu til Borgarleikhússins, fyrir utan samstarfssýningar.
Menning Tengdar fréttir Macbeth sýning ársins Macbeth í leikstjórn Benedicts Andrews fékk verðlaun fyrir sýngu ársins á Grímunni – íslensku sviðslistaverðlaununum sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. 12. júní 2013 21:00 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Macbeth sýning ársins Macbeth í leikstjórn Benedicts Andrews fékk verðlaun fyrir sýngu ársins á Grímunni – íslensku sviðslistaverðlaununum sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. 12. júní 2013 21:00