Vinnur við búningana í Game of Thrones Álfrún Pálsdóttir skrifar 13. júní 2013 08:00 „Þetta er skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið á tímakaupi,“ segir listakonan Sylvía Dögg Halldórsdóttir sem landaði vinnu í búningadeild sjónvarpsþáttanna Game of Thrones. Sylvía er komin til Belfast á Írlandi þar sem tökur á fjórðu seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu fara að mestu leyti fram en serían er væntanleg á skjáinn á næsta ári. „Þættirnir eru að stærstum hluta teknir á Írlandi og er myndverið sjálft og allar vinnustofurnar í Belfast. Við klárum tökur fyrir jól svo ég verð hér að minnsta kosti næsta hálfa árið,“ segir Sylvía, sem á fjögurra ára son, Andreas Halldór, sem er væntanlegur til Írlands ásamt móðursystur hennar um leið og Sylvía hefur komið sér almennilega fyrir. Sylvía er titlaður „break down artist“ sem tilheyrir búningadeildinni. Hún sér meðal annars um að láta búningana líta út fyrir að vera bæði notaða og veðraða og þannig passa hinum ýmsum kringumstæðum. Hún er menntaður myndlistarmaður frá Willem de Kooning Academy í Hollandi og hefur sett upp sýningar hérlendis og erlendis en hún gengur undir listamannsnafninu Lovetank. Tækifærið við sjónvarpsþættina kom upp í hendurnar á henni í fyrra er tökulið Game of Thrones var statt hér við gerð þriðju þáttaraðarinnar. „Ég var á leiðinni til Boston þegar ég fékk símtal frá Ellen Loftsdóttur, vinkonu minni, sem var að vinna hjá Pegasus. Það vantaði listamann til að mála á búningana sem voru í tökum þar og ég skipti því Boston út fyrir tökur á Mývatni,“ segir Sylvía og sér ekki eftir því í dag því henni bauðst svo vinna við fjórðu seríuna í kjölfarið. Hún segir starfsfólk Pegasus og írska tökuliðið hafa átt það sameiginlegt að vera yndislegt fólk sem hafði fagmennskuna í fyrirrúmi þannig að dvölin við Mývatni varð ógleymanleg. „Þessi þáttagerð er mjög umfangsmikil og mikið hæfileikafólk sem leggur hönd á plóg. Ég er að vinna með listamönnum alls staðar að úr heiminum svo óhætt er að segja að tengslanetið mitt hefur margfaldast og ýmis tækifæri gætu fylgt því í framtíðinni.“ Game of Thrones Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Fleiri fréttir Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sveppi mundi eftir fólkinu sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Sjá meira
„Þetta er skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið á tímakaupi,“ segir listakonan Sylvía Dögg Halldórsdóttir sem landaði vinnu í búningadeild sjónvarpsþáttanna Game of Thrones. Sylvía er komin til Belfast á Írlandi þar sem tökur á fjórðu seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu fara að mestu leyti fram en serían er væntanleg á skjáinn á næsta ári. „Þættirnir eru að stærstum hluta teknir á Írlandi og er myndverið sjálft og allar vinnustofurnar í Belfast. Við klárum tökur fyrir jól svo ég verð hér að minnsta kosti næsta hálfa árið,“ segir Sylvía, sem á fjögurra ára son, Andreas Halldór, sem er væntanlegur til Írlands ásamt móðursystur hennar um leið og Sylvía hefur komið sér almennilega fyrir. Sylvía er titlaður „break down artist“ sem tilheyrir búningadeildinni. Hún sér meðal annars um að láta búningana líta út fyrir að vera bæði notaða og veðraða og þannig passa hinum ýmsum kringumstæðum. Hún er menntaður myndlistarmaður frá Willem de Kooning Academy í Hollandi og hefur sett upp sýningar hérlendis og erlendis en hún gengur undir listamannsnafninu Lovetank. Tækifærið við sjónvarpsþættina kom upp í hendurnar á henni í fyrra er tökulið Game of Thrones var statt hér við gerð þriðju þáttaraðarinnar. „Ég var á leiðinni til Boston þegar ég fékk símtal frá Ellen Loftsdóttur, vinkonu minni, sem var að vinna hjá Pegasus. Það vantaði listamann til að mála á búningana sem voru í tökum þar og ég skipti því Boston út fyrir tökur á Mývatni,“ segir Sylvía og sér ekki eftir því í dag því henni bauðst svo vinna við fjórðu seríuna í kjölfarið. Hún segir starfsfólk Pegasus og írska tökuliðið hafa átt það sameiginlegt að vera yndislegt fólk sem hafði fagmennskuna í fyrirrúmi þannig að dvölin við Mývatni varð ógleymanleg. „Þessi þáttagerð er mjög umfangsmikil og mikið hæfileikafólk sem leggur hönd á plóg. Ég er að vinna með listamönnum alls staðar að úr heiminum svo óhætt er að segja að tengslanetið mitt hefur margfaldast og ýmis tækifæri gætu fylgt því í framtíðinni.“
Game of Thrones Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Fleiri fréttir Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sveppi mundi eftir fólkinu sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein