Pottastjórnun í sjávarútvegi heldur áfram Þorsteinn Pálsson skrifar 22. júní 2013 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra höfðu forgöngu um landsdómsákæruna í samvinnu við leiðtoga VG og Samfylkingar. Ekkert eitt mál gróf meir undan siðferðilegum undirstöðum fyrri stjórnar. Seta ráðherranna tveggja veikir núverandi stjórn með sama hætti. Deilur hafa staðið um frumvarp sjávarútvegsráðherra um lækkun veiðigjalda. Minna umtal en meiri furðu vekur hins vegar að ráðherrann hyggst ekki afnema þá pottastjórnun í fiskveiðum sem vinstristjórnin kom á. Þær ákvarðanir voru sérhagsmunagæsla fyrir fáa og rýrðu þjóðhagslega hagkvæmni veiðanna. Vel má vera að LÍÚ sætti sig við þessa niðurstöðu til að halda frið. En hún er eftir sem áður andstæð almannahagsmunum. Allir flokkar boða há veiðigjöld þó að þrætt sé um hversu há þau eigi að vera. En gagnrýnivert er að útgjöldin skuli ekki lækkuð samtímis að sama skapi og álögurnar. Hitt er þó verra að ráðherrann fylgir líka á þessu sviði sömu hugmyndafræði og fyrri stjórn. Gjaldið verður í raun mishátt eftir afkomu, skuldum, tegundum og stærð fiskiskipa og er jafnvel lagt á fiskvinnslu. Þetta er eins konar pottastjórnun í skattheimtu sem verðlaunar óhagkvæman rekstur og skussa. Miklu eðlilegra er að allar útgerðir, stórar og smáar, greiði sama hlutfall af aflaverðmæti án nokkurra undantekninga. Sú aðferð er réttlátari og enn fremur til þess fallin að örva hagkvæman rekstur. Hér eiga almannahagsmunir að ráða en ekki sérhagsmunagæsla fyrir einstaka hópa í sjávarútvegi eins og í tíð vinstristjórnarinnar.Hver á framtíðarskipanin að vera? Skipbrot vinstristjórnarinnar í sjávarútvegsmálum orsakaðist af hugmyndafræðilegum innri ágreiningi. Meirihluti beggja flokkanna kaus pottastjórn sérhagsmuna umfram almannahagsmuni. Frjálslyndari armur Samfylkingarinnar vildi markaðslausnir með uppboði veiðiheimilda. Uppboðsaðferðin getur þjónað almennum þjóðhagslegum markmiðum. Stóri gallinn er að hún veikir eiginfjárstöðu útgerðanna um of nema innleiðingin taki langan tíma. Samfylkingin lokaði augunum fyrir þessu. Því varð pottahugmyndafræðin ofan á. Kostur við uppboðin er að samkeppnin ræður upphæð veiðigjaldanna. Þannig leysir atvinnugreinin þann vanda sjálfkrafa. Sjávarútvegsráðherra hefur boðað að framtíðarskipan þess hluta veiðanna, sem fellur utan pottastjórnunar, verði með tímabundnum samningum um veiðirétt. Þessi aðferð getur einnig þjónað almannahagsmunum að því gefnu að frjálst framsal haldist. Hættan er sú að framsalið verði takmarkað. Frá sjónarhóli almannahagsmuna hefur ótímabundinn veiðiréttur með frjálsu framsali reynst vel hér eins og annars staðar. Sé niðurstaðan aftur á móti sú að fórna hagkvæmasta kostinum og tímabinda veiðiréttinn er spurning hvort betra er að nota uppboð eða samninga. Árlegt uppboð á 2,5 hundraðshlutum veiðiréttarins gæti leitt til meiri stöðugleika og hagkvæmni en tuttugu ára nýtingarsamningar. Hættan á sífelldum skattabreytingum eins og stefnir í yrði til að mynda minni.Sveiflujöfnun og dreifð eignaraðild Veiðigjöldin eiga fyrst og fremst að renna í ríkissjóð til að standa undir stjórnun, rannsóknum, eftirliti og landhelgisgæslu. Því sem umfram kann að vera ætti að ráðstafa í verðjöfnunarsjóð, helst inni í fyrirtækjunum. Með því móti væri unnt að láta útgerðina áfram bera kostnaðinn af vissum en óreglubundnum verðlækkunum fremur en almenning. Þetta er reyndar forsenda fyrir stöðugleika. Sjávarútvegsráðherra sýnist vera áhugalaus um þau efni eins og forverar hans í vinstristjórninni. Hann kýs fremur að nota fullveldisréttinn til að láta almenning axla kostnaðinn af verðsveiflum með gengislækkun krónunnar. Það er ranglát pólitík og stríðir gegn þjóðhagslegri hagkvæmni. Athygli vekur að sjávarútvegsráðherra nefnir ekki hugmyndir um auknar kröfur til útgerðarfyrirtækja og takmarkanir á stærð þeirra. Full rök standa þó til að lækka hámarksveiðirétt einstakra fyrirtækja og samstæðu fyrirtækja úr tólf í tíu hundraðshluta. Það er eðlilegra jafnvægi milli stærðarhagkvæmni og dreifingar á veiðirétti. Þá mætti enn fremur ræða að útgerðir, sem ráða yfir meir en til að mynda þremur hundraðshlutum veiðiréttarins, yrðu að starfa eftir sömu reglum og skráð fyrirtæki á markaði. Það dró úr trausti á aflahlutdeildarkerfinu þegar útgerðarfyrirtækin hurfu af markaðnum. Loks má nefna að til álita ætti að koma að gera kröfur um verulega dreifða eignaraðild að útgerðum sem ráða meir en fimm af hundraði veiðiréttarins. Slíkar breytingar geta styrkt tengsl almannahagsmuna og fiskveiða. Það væri spor í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra höfðu forgöngu um landsdómsákæruna í samvinnu við leiðtoga VG og Samfylkingar. Ekkert eitt mál gróf meir undan siðferðilegum undirstöðum fyrri stjórnar. Seta ráðherranna tveggja veikir núverandi stjórn með sama hætti. Deilur hafa staðið um frumvarp sjávarútvegsráðherra um lækkun veiðigjalda. Minna umtal en meiri furðu vekur hins vegar að ráðherrann hyggst ekki afnema þá pottastjórnun í fiskveiðum sem vinstristjórnin kom á. Þær ákvarðanir voru sérhagsmunagæsla fyrir fáa og rýrðu þjóðhagslega hagkvæmni veiðanna. Vel má vera að LÍÚ sætti sig við þessa niðurstöðu til að halda frið. En hún er eftir sem áður andstæð almannahagsmunum. Allir flokkar boða há veiðigjöld þó að þrætt sé um hversu há þau eigi að vera. En gagnrýnivert er að útgjöldin skuli ekki lækkuð samtímis að sama skapi og álögurnar. Hitt er þó verra að ráðherrann fylgir líka á þessu sviði sömu hugmyndafræði og fyrri stjórn. Gjaldið verður í raun mishátt eftir afkomu, skuldum, tegundum og stærð fiskiskipa og er jafnvel lagt á fiskvinnslu. Þetta er eins konar pottastjórnun í skattheimtu sem verðlaunar óhagkvæman rekstur og skussa. Miklu eðlilegra er að allar útgerðir, stórar og smáar, greiði sama hlutfall af aflaverðmæti án nokkurra undantekninga. Sú aðferð er réttlátari og enn fremur til þess fallin að örva hagkvæman rekstur. Hér eiga almannahagsmunir að ráða en ekki sérhagsmunagæsla fyrir einstaka hópa í sjávarútvegi eins og í tíð vinstristjórnarinnar.Hver á framtíðarskipanin að vera? Skipbrot vinstristjórnarinnar í sjávarútvegsmálum orsakaðist af hugmyndafræðilegum innri ágreiningi. Meirihluti beggja flokkanna kaus pottastjórn sérhagsmuna umfram almannahagsmuni. Frjálslyndari armur Samfylkingarinnar vildi markaðslausnir með uppboði veiðiheimilda. Uppboðsaðferðin getur þjónað almennum þjóðhagslegum markmiðum. Stóri gallinn er að hún veikir eiginfjárstöðu útgerðanna um of nema innleiðingin taki langan tíma. Samfylkingin lokaði augunum fyrir þessu. Því varð pottahugmyndafræðin ofan á. Kostur við uppboðin er að samkeppnin ræður upphæð veiðigjaldanna. Þannig leysir atvinnugreinin þann vanda sjálfkrafa. Sjávarútvegsráðherra hefur boðað að framtíðarskipan þess hluta veiðanna, sem fellur utan pottastjórnunar, verði með tímabundnum samningum um veiðirétt. Þessi aðferð getur einnig þjónað almannahagsmunum að því gefnu að frjálst framsal haldist. Hættan er sú að framsalið verði takmarkað. Frá sjónarhóli almannahagsmuna hefur ótímabundinn veiðiréttur með frjálsu framsali reynst vel hér eins og annars staðar. Sé niðurstaðan aftur á móti sú að fórna hagkvæmasta kostinum og tímabinda veiðiréttinn er spurning hvort betra er að nota uppboð eða samninga. Árlegt uppboð á 2,5 hundraðshlutum veiðiréttarins gæti leitt til meiri stöðugleika og hagkvæmni en tuttugu ára nýtingarsamningar. Hættan á sífelldum skattabreytingum eins og stefnir í yrði til að mynda minni.Sveiflujöfnun og dreifð eignaraðild Veiðigjöldin eiga fyrst og fremst að renna í ríkissjóð til að standa undir stjórnun, rannsóknum, eftirliti og landhelgisgæslu. Því sem umfram kann að vera ætti að ráðstafa í verðjöfnunarsjóð, helst inni í fyrirtækjunum. Með því móti væri unnt að láta útgerðina áfram bera kostnaðinn af vissum en óreglubundnum verðlækkunum fremur en almenning. Þetta er reyndar forsenda fyrir stöðugleika. Sjávarútvegsráðherra sýnist vera áhugalaus um þau efni eins og forverar hans í vinstristjórninni. Hann kýs fremur að nota fullveldisréttinn til að láta almenning axla kostnaðinn af verðsveiflum með gengislækkun krónunnar. Það er ranglát pólitík og stríðir gegn þjóðhagslegri hagkvæmni. Athygli vekur að sjávarútvegsráðherra nefnir ekki hugmyndir um auknar kröfur til útgerðarfyrirtækja og takmarkanir á stærð þeirra. Full rök standa þó til að lækka hámarksveiðirétt einstakra fyrirtækja og samstæðu fyrirtækja úr tólf í tíu hundraðshluta. Það er eðlilegra jafnvægi milli stærðarhagkvæmni og dreifingar á veiðirétti. Þá mætti enn fremur ræða að útgerðir, sem ráða yfir meir en til að mynda þremur hundraðshlutum veiðiréttarins, yrðu að starfa eftir sömu reglum og skráð fyrirtæki á markaði. Það dró úr trausti á aflahlutdeildarkerfinu þegar útgerðarfyrirtækin hurfu af markaðnum. Loks má nefna að til álita ætti að koma að gera kröfur um verulega dreifða eignaraðild að útgerðum sem ráða meir en fimm af hundraði veiðiréttarins. Slíkar breytingar geta styrkt tengsl almannahagsmuna og fiskveiða. Það væri spor í rétta átt.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun