Myndir, eða það gerðist ekki! Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 26. júní 2013 06:00 Þegar ég var í grunnskóla var hvorki til Fésbók né Instagram. Farsíma fékk ég seint og um síðir og eini tímaþjófurinn sem þar bjó var snákur sem borðaði epli. High score í Snake var einmanaleg tala sem enginn deildi með öðrum nema montrassar. Símarnir tóku hvorki vídjó né myndir. Skólaganga mín er munnleg heimild. Í dagfer líf mitt fram á Internetinu. Þar hittumst við krakkarnir, skellum inn stöðuuppfærslum, deilum svölustu fréttunum, sendum á milli myndir úr lífi fólks sem við könnumst við, eða ekki, og einstaka sinnum minnist einhver á atburði úr lífi sínu í raunheimum. Lífi sem er fjarlæg hugmynd fyrir flestum. Þá segja sumir: „Myndir, eða það gerðist ekki!“ og krefja þannig sögumann myndrænnar sönnunar á máli sínu. Nú er nefnilega svo komið að ekki má kaupa sushi eða kveikja á kerti án þess að einhver nærstaddur stöðvi augnablikið, breyti uppröðuninni á borðinu, smelli af, fjórum sinnum, raði myndunum upp í eitthvert kassarugl og beint á vefinn. Og raunverulega er þetta keppni, hvort sem fólk er tilbúið að viðurkenna þátttöku sína eða ekki. Veitt eru verðlaun í flokknum Besta lífið. Aukaverðlaun í flokknum Besti kvöldmaturinn. Um þessar mundir er líka verið að veita verðlaun í flokknum Besta brúðkaupið á minni Fésbókarsíðu. Flestir vinir mínir þar eru að gifta sig. Hinir eru að skoða myndirnar af þeim í kvíðakasti. Þegar ég ramba inn á síður hjá unglingum sem bauna inn sjálfsmyndum og vandræðalegum stöðuuppfærslum þakka ég í huganum fyrir að Fésbókin hafi ekki verið til þegar ég var í níunda bekk. En í framhaldinu velti ég því fyrir mér hvernig ég geti sannað fyrir niðjum mínum að ég hafi einhvern tímann verið unglingur. Ég trúi því varla sjálf. Google myndaleit skilar engum niðurstöðum... Legsteinar með QR-kóða frétti ég að væri nýjasta æðið. Kóðinn vísar komandi kynslóðum á vefsíðu þar sem minningin lifir í netheimum. Það lítur því út fyrir að friðurinn sé úti. Og ég þarf að fara að skanna. Myndir, eða það gerðist ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Þegar ég var í grunnskóla var hvorki til Fésbók né Instagram. Farsíma fékk ég seint og um síðir og eini tímaþjófurinn sem þar bjó var snákur sem borðaði epli. High score í Snake var einmanaleg tala sem enginn deildi með öðrum nema montrassar. Símarnir tóku hvorki vídjó né myndir. Skólaganga mín er munnleg heimild. Í dagfer líf mitt fram á Internetinu. Þar hittumst við krakkarnir, skellum inn stöðuuppfærslum, deilum svölustu fréttunum, sendum á milli myndir úr lífi fólks sem við könnumst við, eða ekki, og einstaka sinnum minnist einhver á atburði úr lífi sínu í raunheimum. Lífi sem er fjarlæg hugmynd fyrir flestum. Þá segja sumir: „Myndir, eða það gerðist ekki!“ og krefja þannig sögumann myndrænnar sönnunar á máli sínu. Nú er nefnilega svo komið að ekki má kaupa sushi eða kveikja á kerti án þess að einhver nærstaddur stöðvi augnablikið, breyti uppröðuninni á borðinu, smelli af, fjórum sinnum, raði myndunum upp í eitthvert kassarugl og beint á vefinn. Og raunverulega er þetta keppni, hvort sem fólk er tilbúið að viðurkenna þátttöku sína eða ekki. Veitt eru verðlaun í flokknum Besta lífið. Aukaverðlaun í flokknum Besti kvöldmaturinn. Um þessar mundir er líka verið að veita verðlaun í flokknum Besta brúðkaupið á minni Fésbókarsíðu. Flestir vinir mínir þar eru að gifta sig. Hinir eru að skoða myndirnar af þeim í kvíðakasti. Þegar ég ramba inn á síður hjá unglingum sem bauna inn sjálfsmyndum og vandræðalegum stöðuuppfærslum þakka ég í huganum fyrir að Fésbókin hafi ekki verið til þegar ég var í níunda bekk. En í framhaldinu velti ég því fyrir mér hvernig ég geti sannað fyrir niðjum mínum að ég hafi einhvern tímann verið unglingur. Ég trúi því varla sjálf. Google myndaleit skilar engum niðurstöðum... Legsteinar með QR-kóða frétti ég að væri nýjasta æðið. Kóðinn vísar komandi kynslóðum á vefsíðu þar sem minningin lifir í netheimum. Það lítur því út fyrir að friðurinn sé úti. Og ég þarf að fara að skanna. Myndir, eða það gerðist ekki.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun