Eurovision-stjörnur keppa um vinsældir Freyr Bjarnason skrifar 27. júní 2013 12:00 Tvær ungar norrænar söngkonur keppa um hylli landsmanna þessa dagana með lögum sem þær sungu í Eurovision-keppninni. Hin norska Margaret Berger, sem náði fjórða sætinu með I Feed You My Love, er í sjötta sæti íslenska Lagalistans en Emmelie de Forest, sigurvegari Eurovision, situr í þriðja sætinu með Only Teardrops. Emmelie De Forest er tvítugur danskur söngvari og lagahöfundur sem fæddist í borginni Randers. Aðeins fjórtán ára byrjaði hún að koma fram á tónleikum með skoska þjóðlaga-tónlistarmanninum Fraser Nell. Fjórum árum síðar flutti hún til Kaupmannahafnar og fór í söngnám. De Forest fékk algjöra óskabyrjun með Only Teardrops og eru henni núna allir vegir færir. Lagið verður að teljast nokkuð hefðbundið Eurovision-lag með flautu og trommum í stórum hlutverkum. Það var samið af hinni reyndu tónlistarkonu Lise Cabble og þeim Julie Fabrin Jakobsen og Thomas Stengaard. Lagið var gefið út í janúar sem fyrsta smáskífa samnefndrar breiðskífu sem kom út á vegum Universal Music í Danmörku og náði það hæst öðru sætinu þar í landi. Margaret Berger hóf feril sinn árið 2004 þegar hún var átján ára. Hún hefur gefið út tvær plötur á vegum stórfyrirtækisins Sony BMG og hlaut norsku Grammy-verðlaunin 2004 fyrir besta tónlistarmyndbandið og fékk tilnefningu sem besti nýliðinn. Smáskífulag hennar Pretty Scary Silver Faire náði vinsældum á dansklúbbum víða um heim. Berger fékk upptökustjórann MachoPsycho til liðs við sig við gerð I Feed You My Love, en hann hefur unnið með Pink, Kelly Rowland, Backstreet Boys og Justin Timberlake. Útkoman er nútímalegt popplag með grípandi takti. Höfundar voru Karin Park, Robin Mortensen Lynch og Niklas Olovsen. Lynch og Olovsen sem hafa samið lög fyrir Pink, Cher og fleiri þekkta tónlistarmenn. Tengdar fréttir Danir sigurvegarar Eurovision 2013 Emmelie de Forest með lagið "Only Teardrops" þótti best 18. maí 2013 21:55 Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tvær ungar norrænar söngkonur keppa um hylli landsmanna þessa dagana með lögum sem þær sungu í Eurovision-keppninni. Hin norska Margaret Berger, sem náði fjórða sætinu með I Feed You My Love, er í sjötta sæti íslenska Lagalistans en Emmelie de Forest, sigurvegari Eurovision, situr í þriðja sætinu með Only Teardrops. Emmelie De Forest er tvítugur danskur söngvari og lagahöfundur sem fæddist í borginni Randers. Aðeins fjórtán ára byrjaði hún að koma fram á tónleikum með skoska þjóðlaga-tónlistarmanninum Fraser Nell. Fjórum árum síðar flutti hún til Kaupmannahafnar og fór í söngnám. De Forest fékk algjöra óskabyrjun með Only Teardrops og eru henni núna allir vegir færir. Lagið verður að teljast nokkuð hefðbundið Eurovision-lag með flautu og trommum í stórum hlutverkum. Það var samið af hinni reyndu tónlistarkonu Lise Cabble og þeim Julie Fabrin Jakobsen og Thomas Stengaard. Lagið var gefið út í janúar sem fyrsta smáskífa samnefndrar breiðskífu sem kom út á vegum Universal Music í Danmörku og náði það hæst öðru sætinu þar í landi. Margaret Berger hóf feril sinn árið 2004 þegar hún var átján ára. Hún hefur gefið út tvær plötur á vegum stórfyrirtækisins Sony BMG og hlaut norsku Grammy-verðlaunin 2004 fyrir besta tónlistarmyndbandið og fékk tilnefningu sem besti nýliðinn. Smáskífulag hennar Pretty Scary Silver Faire náði vinsældum á dansklúbbum víða um heim. Berger fékk upptökustjórann MachoPsycho til liðs við sig við gerð I Feed You My Love, en hann hefur unnið með Pink, Kelly Rowland, Backstreet Boys og Justin Timberlake. Útkoman er nútímalegt popplag með grípandi takti. Höfundar voru Karin Park, Robin Mortensen Lynch og Niklas Olovsen. Lynch og Olovsen sem hafa samið lög fyrir Pink, Cher og fleiri þekkta tónlistarmenn.
Tengdar fréttir Danir sigurvegarar Eurovision 2013 Emmelie de Forest með lagið "Only Teardrops" þótti best 18. maí 2013 21:55 Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Danir sigurvegarar Eurovision 2013 Emmelie de Forest með lagið "Only Teardrops" þótti best 18. maí 2013 21:55
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“