Sjö samúræjar í Elliðaárdalnum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. júlí 2013 11:00 Fimm karlmenn og tvær konur fara með hlutverk samúræjanna sjö. "Við erum ekkert að herma eftir Japönum, enda erum við ekki Japanar,“ segir Guðmundur Erlingsson, höfundur leikgerðarinnar og leikstjóri sýningarinnar Sjö samúræjar, sem frumsýnd verður í Elliðaárdalnum á morgun. Leikgerðin byggir á hinni frægu kvikmynd Akira Kurosawa um samúræjana sjö, en Guðmundur segir auðvitað óhugsandi að koma öllu efni þriggja tíma kvikmyndar fyrir í klukkustundarlangri sýningu. „Grunnsagan er þó til staðar, en við þurfum að einfalda ansi mikið og sleppa úr. Við erum heldur ekkert að eltast við að gera eins og myndin enda er það ekki hægt. Við búum til hliðarheim sem vísar í heim myndarinnar, en þó er ekki um staðfæringu að ræða og sögusviðið er Japan.“Guðmundur Erlingsson.Leikfélagið Sýnir, hvað er það? „Leikfélagið Sýnir er hálfgert regnhlífarleikfélag áhugaleikfélaga á Íslandi. Hefur aðallega verið starfandi á sumrin og sett upp fimm sýningar í Elliðaárdalnum og víðar, meira að segja eina uppi á Hveravöllum,“ segir Guðmundur. Rúmlega tuttugu manns taka þátt í sýningunni og tveir af samúræjunum eru leiknir af konum. Guðmundur segir kyn leikara ekki hafa skipt meginmáli þegar valið var í hlutverk. Eftir á að hyggja hefði kannski verið gaman að láta karlmenn fara með kvenhlutverk en það verði að bíða betri tíma. Einungis verða fjórar sýningar á verkinu og hefjast þær allar klukkan 20. Hér er um útileiksýningu að ræða þar sem náttúra Elliðaárdalsins nýtur sín til fulls í bakgrunninum og áhorfendur eru leiddir um dalinn til að fylgja sögunni af hetjunum sjö sem taka að sér að vernda fátæka bændur fyrir ofríki grimmra ræningja. Lagt er af stað frá Félagsheimili Orkuveitunnar. Engin forsala verður á miðum, enda frekar ólíkt að uppselt verði á utanhússsýningar, en Guðmundur hvetur fólk til að mæta í fyrra fallinu, þar sem sýningin fer um víðan völl og mikilvægt að allir fylgist að. „Við verðum bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og hvetjum fólk til að klæða sig eftir veðri,“ segir leikstjórinn. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Við erum ekkert að herma eftir Japönum, enda erum við ekki Japanar,“ segir Guðmundur Erlingsson, höfundur leikgerðarinnar og leikstjóri sýningarinnar Sjö samúræjar, sem frumsýnd verður í Elliðaárdalnum á morgun. Leikgerðin byggir á hinni frægu kvikmynd Akira Kurosawa um samúræjana sjö, en Guðmundur segir auðvitað óhugsandi að koma öllu efni þriggja tíma kvikmyndar fyrir í klukkustundarlangri sýningu. „Grunnsagan er þó til staðar, en við þurfum að einfalda ansi mikið og sleppa úr. Við erum heldur ekkert að eltast við að gera eins og myndin enda er það ekki hægt. Við búum til hliðarheim sem vísar í heim myndarinnar, en þó er ekki um staðfæringu að ræða og sögusviðið er Japan.“Guðmundur Erlingsson.Leikfélagið Sýnir, hvað er það? „Leikfélagið Sýnir er hálfgert regnhlífarleikfélag áhugaleikfélaga á Íslandi. Hefur aðallega verið starfandi á sumrin og sett upp fimm sýningar í Elliðaárdalnum og víðar, meira að segja eina uppi á Hveravöllum,“ segir Guðmundur. Rúmlega tuttugu manns taka þátt í sýningunni og tveir af samúræjunum eru leiknir af konum. Guðmundur segir kyn leikara ekki hafa skipt meginmáli þegar valið var í hlutverk. Eftir á að hyggja hefði kannski verið gaman að láta karlmenn fara með kvenhlutverk en það verði að bíða betri tíma. Einungis verða fjórar sýningar á verkinu og hefjast þær allar klukkan 20. Hér er um útileiksýningu að ræða þar sem náttúra Elliðaárdalsins nýtur sín til fulls í bakgrunninum og áhorfendur eru leiddir um dalinn til að fylgja sögunni af hetjunum sjö sem taka að sér að vernda fátæka bændur fyrir ofríki grimmra ræningja. Lagt er af stað frá Félagsheimili Orkuveitunnar. Engin forsala verður á miðum, enda frekar ólíkt að uppselt verði á utanhússsýningar, en Guðmundur hvetur fólk til að mæta í fyrra fallinu, þar sem sýningin fer um víðan völl og mikilvægt að allir fylgist að. „Við verðum bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og hvetjum fólk til að klæða sig eftir veðri,“ segir leikstjórinn.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira