Bjó til ímyndaðan heim utan um sögu bókstafanna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. júlí 2013 12:00 Sigríður rún Kristinsdóttir sýnir í Sparki. Líffærafræði leturs nefnist sýning á verkum Sigríðar Rúnar Kristinsdóttur sem opnuð verður í Sparki klukkan 16 í dag. Kveikja verkanna var útskriftarverkefni Sigríðar Rúnar í grafískri hönnun frá LHÍ árið 2012. Þá tók hún fyrir sjö handskrifaða bókstafi og gaf þeim innri líffæri ásamt hegðunarmynstri og sögu. „Þetta byrjaði í skólanum þegar ég fór á námskeið hjá ungverskum hönnuði sem sýndi mér nýja hlið á týpógrafíu, sem ég hafði átt erfitt með að fá áhuga á,“ segir Sigríður Rún um upphaf ferlisins sem leiddi til verkanna. „Upp úr því fór ég að stúdera bókstafi sem einstaklinga frekar en heild. Það leiddi svo til þess að ég fór út í þetta sem lokaverkefni.“ Sigríður Rún skrifaði tvær greinar um athuganir sínar í Mænuna, blað nema í grafískri hönnun, og við undirbúninginn lagði hún leið sína á Árnastofnun þar sem handritafræðingurinn Guðvarður Már Gunnlaugsson smitaði hana af áhuga sínum á leturgerð. Þar með varð ekki aftur snúið og lokaverkefnið hafið. „Það kom reyndar aldrei neinn tímapunktur þar sem ég ákvað að gera þetta, þetta bara þróaðist svona,“ segir Sigríður Rún.Hvernig vinnurðu svo verkin? Eru þetta teikningar eða þrívíð verk? „Bæði. Ég stúderaði gamlar teikningar af risaeðlum og öðrum dýrum þar sem menn vissu auðvitað ekkert hvernig dýrin höfðu litið út. Risaeðlur líta til dæmis mjög skringilega út á gömlum teikningum. Ég gekk út frá því að stafirnir væru dýr sem enginn hefði séð og bjó til ímyndaðan heim utan um sögu þeirra. Beinagrindur þeirra gerði ég úr fuglabeinum og bæði þær og teikningarnar eru á sýningunni í Sparki.“Svona lítur bókstafurinn e út í útfærslu Sigríðar Rúnar.Útskriftarverkefnið var bókin Líffærafræði leturs sem síðan hefur gert garðinn frægan, hlaut til dæmis hin virtu nemendaverðlaun frá Art Directors Club of Europe nú í júní. „Bókin verður líka á sýningunni og þrívíðu verkin sem eru þar eru unnin upp úr henni. Ég bjó mér til reglur sem ég síðan fylgdi í þessu verkefni og notaði bókina sem nokkurs konar uppskriftabók. Þetta er fjörutíu og einn stafur, allt íslenska stafrófið og fimm aukastafir sem eru fornir stafir sem ég gerði fyrir útskriftarsýninguna.“Hefur þessi vinna ekki haft áhrif á samband þitt við tungumálið? „Jú, eiginlega. Mér finnst meira gaman að skoða tungumálið, hef reyndar alltaf haft áhuga á íslensku, en er samt gagnrýnin á hana og þessi vinna hefur skerpt á því. Ég á líka miklu auðveldara með að lesa gamla texta eftir að ég fór að skoða þetta og það er mjög skemmtilegt.“ Menning Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Líffærafræði leturs nefnist sýning á verkum Sigríðar Rúnar Kristinsdóttur sem opnuð verður í Sparki klukkan 16 í dag. Kveikja verkanna var útskriftarverkefni Sigríðar Rúnar í grafískri hönnun frá LHÍ árið 2012. Þá tók hún fyrir sjö handskrifaða bókstafi og gaf þeim innri líffæri ásamt hegðunarmynstri og sögu. „Þetta byrjaði í skólanum þegar ég fór á námskeið hjá ungverskum hönnuði sem sýndi mér nýja hlið á týpógrafíu, sem ég hafði átt erfitt með að fá áhuga á,“ segir Sigríður Rún um upphaf ferlisins sem leiddi til verkanna. „Upp úr því fór ég að stúdera bókstafi sem einstaklinga frekar en heild. Það leiddi svo til þess að ég fór út í þetta sem lokaverkefni.“ Sigríður Rún skrifaði tvær greinar um athuganir sínar í Mænuna, blað nema í grafískri hönnun, og við undirbúninginn lagði hún leið sína á Árnastofnun þar sem handritafræðingurinn Guðvarður Már Gunnlaugsson smitaði hana af áhuga sínum á leturgerð. Þar með varð ekki aftur snúið og lokaverkefnið hafið. „Það kom reyndar aldrei neinn tímapunktur þar sem ég ákvað að gera þetta, þetta bara þróaðist svona,“ segir Sigríður Rún.Hvernig vinnurðu svo verkin? Eru þetta teikningar eða þrívíð verk? „Bæði. Ég stúderaði gamlar teikningar af risaeðlum og öðrum dýrum þar sem menn vissu auðvitað ekkert hvernig dýrin höfðu litið út. Risaeðlur líta til dæmis mjög skringilega út á gömlum teikningum. Ég gekk út frá því að stafirnir væru dýr sem enginn hefði séð og bjó til ímyndaðan heim utan um sögu þeirra. Beinagrindur þeirra gerði ég úr fuglabeinum og bæði þær og teikningarnar eru á sýningunni í Sparki.“Svona lítur bókstafurinn e út í útfærslu Sigríðar Rúnar.Útskriftarverkefnið var bókin Líffærafræði leturs sem síðan hefur gert garðinn frægan, hlaut til dæmis hin virtu nemendaverðlaun frá Art Directors Club of Europe nú í júní. „Bókin verður líka á sýningunni og þrívíðu verkin sem eru þar eru unnin upp úr henni. Ég bjó mér til reglur sem ég síðan fylgdi í þessu verkefni og notaði bókina sem nokkurs konar uppskriftabók. Þetta er fjörutíu og einn stafur, allt íslenska stafrófið og fimm aukastafir sem eru fornir stafir sem ég gerði fyrir útskriftarsýninguna.“Hefur þessi vinna ekki haft áhrif á samband þitt við tungumálið? „Jú, eiginlega. Mér finnst meira gaman að skoða tungumálið, hef reyndar alltaf haft áhuga á íslensku, en er samt gagnrýnin á hana og þessi vinna hefur skerpt á því. Ég á líka miklu auðveldara með að lesa gamla texta eftir að ég fór að skoða þetta og það er mjög skemmtilegt.“
Menning Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira