Glaðasti hundur í heimi Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 10. júlí 2013 06:00 Ég held maður eigi ekki að öfunda börn. Samt varð ég dálítið afbrýðisöm út í börnin sem grófu niður vangaveltur sínar fyrir framan Þjóðminjasafn Íslands á dögunum. Þau útbjuggu bæklinga þar sem þau sögðu frá sjálfum sér og spáðu í framtíðina. Kannski skrifuðu þau niður drauma sína og væntingar. Eftir 25 ár munu þau svo grafa kassann aftur upp og þá verður spennandi að sjá hvað hefur ræst. Sumir skrifa reglulega niður markmið sín og stefna einbeittir að þeim. Af einhverjum ástæðum gleymi ég alltaf að gera þetta sjálf. nýlega kom út lageftir Dr. Gunna sem fjallar um glaðasta hund í heimi. Lagið er svo tryllingslega grípandi að maður á ofsalega bágt með að hugsa um aðra hluti en þennan lífsglaða hund, hafi maður heyrt lagið á annað borð. Ein setning í laginu finnst mér sérlega góð og óvenjuheimspekileg pæling fyrir hund, en hún hljóðar svo: „Lífið henti í mig beini og ég ætla að naga það.“ Ég fíla þessa lífsspeki hjá seppa, að taka því sem lífið færir manni opnum örmum, gera það besta úr því og njóta þess. Svo auðvitað setti ég setninguna sem status á Fésbókinni, því það er það sem maður gerir þegar maður les eða heyrir eitthvað inspírerandi. Ég tala nú ekki um ef það kemur frá hundi. Vinkona mín misskildi hins vegar statusinn og hélt að þar stæði „Lífið henti mig í beinni og ég ætla að naga það“, sem væri mjög undarleg yfirlýsing, en aftur á móti er fallegur sannleikur fólginn í því að lífið einfaldlega hendi mann í beinni. Ég græt því ekki skipulagsleysi mitt í lífsmarkmiðasetningu. Markmiðin eru mikilvæg, jafnvel lífsnauðsynleg, en það skiptir líka máli að leyfa lífinu að koma manni á óvart. OG ég vona að fyrrnefnd börn eigi eftir að verða hissa eftir 25 ár. Ég vona líka að ég verði hissa eftir 25 ár. Reyndar vona ég að ég verði hissa strax á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Ég held maður eigi ekki að öfunda börn. Samt varð ég dálítið afbrýðisöm út í börnin sem grófu niður vangaveltur sínar fyrir framan Þjóðminjasafn Íslands á dögunum. Þau útbjuggu bæklinga þar sem þau sögðu frá sjálfum sér og spáðu í framtíðina. Kannski skrifuðu þau niður drauma sína og væntingar. Eftir 25 ár munu þau svo grafa kassann aftur upp og þá verður spennandi að sjá hvað hefur ræst. Sumir skrifa reglulega niður markmið sín og stefna einbeittir að þeim. Af einhverjum ástæðum gleymi ég alltaf að gera þetta sjálf. nýlega kom út lageftir Dr. Gunna sem fjallar um glaðasta hund í heimi. Lagið er svo tryllingslega grípandi að maður á ofsalega bágt með að hugsa um aðra hluti en þennan lífsglaða hund, hafi maður heyrt lagið á annað borð. Ein setning í laginu finnst mér sérlega góð og óvenjuheimspekileg pæling fyrir hund, en hún hljóðar svo: „Lífið henti í mig beini og ég ætla að naga það.“ Ég fíla þessa lífsspeki hjá seppa, að taka því sem lífið færir manni opnum örmum, gera það besta úr því og njóta þess. Svo auðvitað setti ég setninguna sem status á Fésbókinni, því það er það sem maður gerir þegar maður les eða heyrir eitthvað inspírerandi. Ég tala nú ekki um ef það kemur frá hundi. Vinkona mín misskildi hins vegar statusinn og hélt að þar stæði „Lífið henti mig í beinni og ég ætla að naga það“, sem væri mjög undarleg yfirlýsing, en aftur á móti er fallegur sannleikur fólginn í því að lífið einfaldlega hendi mann í beinni. Ég græt því ekki skipulagsleysi mitt í lífsmarkmiðasetningu. Markmiðin eru mikilvæg, jafnvel lífsnauðsynleg, en það skiptir líka máli að leyfa lífinu að koma manni á óvart. OG ég vona að fyrrnefnd börn eigi eftir að verða hissa eftir 25 ár. Ég vona líka að ég verði hissa eftir 25 ár. Reyndar vona ég að ég verði hissa strax á morgun.