Fékk Riddarakross fyrir það sem þótti klikkun Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. júlí 2013 10:00 Sigurður hlaut mikið lof fyrir þýðingu sína á Ariasman eftir Tapio Koivukari. Hér er hann á slóðum hvalfangaranna í bókinni. Mynd/Aðalsteinn Svanur Sigurður Karlsson hlaut á dögunum Riddarakross Finnska ljónsins fyrir framlag sitt til útbreiðslu finnskra bókmennta. Sigurður hefur á undanförnum árum getið sér orð sem einn okkar besti þýðandi en í byrjun fannst útgefendum framlag hans lítt áhugavert. "Orðan er kennd við finnska ljónið og er riddarakross sem samsvarar fálkaorðunni íslensku,“ segir Sigurður spurður hvaða merkingu orðan hafi. „Þeim finnst það greinilega tíðindum sæta að einhver nenni að þýða finnskar bókmenntir yfir á íslensku.“ Sigurður er leikari að mennt og var tíður gestur á fjölum íslenskra leikhúsa áður en hann sneri sér að skriftum. Hvað olli þessari stefnubreytingu? „Þetta er gömul della hjá mér, þessi veikleiki fyrir Finnum og finnsku. Ég byrjaði á því að læra finnsku hér í Háskólanum og fór í framhaldi af því til Finnlands til að taka einn vetur í háskóla þar. Ílentist þar, meðal annars vegna þess að ég fór að leika í sænska leikhúsinu í Åbo. Þegar því var að ljúka, vorið 2005, átti ég fjörutíu ára leikafmæli og fannst kominn tími á að breyta svolítið til. Fékk þá hugmynd að fara að þýða úr þessu skrýtna tungumáli sem ég var kominn sæmilega inn í og hef verið í því síðan.“ Fyrsta þýðing Sigurðar, Fyrirmæli eftir Leenu Lander, kom út 2004 en hann segir hana litla athygli hafa hlotið. Að ráði finnska lektorsins við Háskóla Íslands hófst hann þá handa við að þýða Óþekktan hermann eftir Väinö Linna, en það reyndist ekki hlaupið að því að fá hana útgefna. „Ég fór að leita fyrir mér hjá útgefendum en það hafði enginn nokkurn áhuga á því gefa út finnskar bókmenntir. Fjórum árum síðar komst ég í samband við Kristján Kristjánsson hjá Uppheimum og honum fannst svo klikkað að einhver hefði þýtt Óþekktan hermann án útgáfusamnings að hann vildi ólmur fá að taka þátt í ævintýrinu.“ Kristján hefur varla séð eftir þeirri ákvörðun því síðan hefur hver þýðing Sigurðar rekið aðra og má nefna bækur Sofie Oksanen, Tapio Koivukari og fleiri og fleiri. Álagið hefur aukist ár frá ári og nú er svo komið að Sigurður hefur tæpast undan að þýða þær bækur sem útgefendur vilja. „Nú eru glæpasögurnar komnar til sögunnar, það verður að gefa þær út til að borga undir fagurbókmenntirnar, þannig að ég lít varla upp frá tölvunni núorðið.“ Menning Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sigurður Karlsson hlaut á dögunum Riddarakross Finnska ljónsins fyrir framlag sitt til útbreiðslu finnskra bókmennta. Sigurður hefur á undanförnum árum getið sér orð sem einn okkar besti þýðandi en í byrjun fannst útgefendum framlag hans lítt áhugavert. "Orðan er kennd við finnska ljónið og er riddarakross sem samsvarar fálkaorðunni íslensku,“ segir Sigurður spurður hvaða merkingu orðan hafi. „Þeim finnst það greinilega tíðindum sæta að einhver nenni að þýða finnskar bókmenntir yfir á íslensku.“ Sigurður er leikari að mennt og var tíður gestur á fjölum íslenskra leikhúsa áður en hann sneri sér að skriftum. Hvað olli þessari stefnubreytingu? „Þetta er gömul della hjá mér, þessi veikleiki fyrir Finnum og finnsku. Ég byrjaði á því að læra finnsku hér í Háskólanum og fór í framhaldi af því til Finnlands til að taka einn vetur í háskóla þar. Ílentist þar, meðal annars vegna þess að ég fór að leika í sænska leikhúsinu í Åbo. Þegar því var að ljúka, vorið 2005, átti ég fjörutíu ára leikafmæli og fannst kominn tími á að breyta svolítið til. Fékk þá hugmynd að fara að þýða úr þessu skrýtna tungumáli sem ég var kominn sæmilega inn í og hef verið í því síðan.“ Fyrsta þýðing Sigurðar, Fyrirmæli eftir Leenu Lander, kom út 2004 en hann segir hana litla athygli hafa hlotið. Að ráði finnska lektorsins við Háskóla Íslands hófst hann þá handa við að þýða Óþekktan hermann eftir Väinö Linna, en það reyndist ekki hlaupið að því að fá hana útgefna. „Ég fór að leita fyrir mér hjá útgefendum en það hafði enginn nokkurn áhuga á því gefa út finnskar bókmenntir. Fjórum árum síðar komst ég í samband við Kristján Kristjánsson hjá Uppheimum og honum fannst svo klikkað að einhver hefði þýtt Óþekktan hermann án útgáfusamnings að hann vildi ólmur fá að taka þátt í ævintýrinu.“ Kristján hefur varla séð eftir þeirri ákvörðun því síðan hefur hver þýðing Sigurðar rekið aðra og má nefna bækur Sofie Oksanen, Tapio Koivukari og fleiri og fleiri. Álagið hefur aukist ár frá ári og nú er svo komið að Sigurður hefur tæpast undan að þýða þær bækur sem útgefendur vilja. „Nú eru glæpasögurnar komnar til sögunnar, það verður að gefa þær út til að borga undir fagurbókmenntirnar, þannig að ég lít varla upp frá tölvunni núorðið.“
Menning Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira