Sannleikurinn fer fljótt út um þúfur í skáldskap Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. júlí 2013 11:00 Sverrir hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur og eina plötu og situr nú við að skrifa aðra skáldsögu sína. Fréttablaðið/Arnþór Tunglið forlag fagnar útkomu Tunglbóka númer 3 og 4 með sérstöku Tunglkvöldi á Loftinu í kvöld. Bækurnar eru veraldarsaga (mín) – aldarfarsbók eftir Pétur Gunnarsson og Kvíðasnillingurinn – skáldsaga í hæfilegri lengd eftir Sverri Norland. "Bókin ber undirtitilinn skáldsaga í hæfilegri lengd og fjallar um ungan mann í tilvistarkreppu. Fjallar ekki allt sem ungir menn skrifa um unga menn í tilvistarkreppu,“ svarar Sverrir Norland beðinn um að lýsa þessari fyrstu skáldsögu sinni í örfáum orðum. „Þetta eru ævintýri skáldgarms á tækniöld,“ bætir hann síðan við til frekari útskýringar. Hann gerir sér grein fyrir því að auðvelt er að draga þá ályktun af þessari lýsingu að sagan sé sjálfsævisöguleg. Er hún það? „Ja, sumt, ekki allt. Það breytist alltaf allt þegar maður byrjar að skrifa um það. Þá fer sannleikurinn fljótt út um þúfur.“ Þetta er annar útgáfudagur Tunglbókanna en eins og áður hefur komið fram er meiningin að gefa út tvær bækur á hverju fullu tungli næstu mánuðina. Bækurnar eru gefnar út í 69 eintökum og aðeins fáanlegar þetta eina kvöld. Þeim eintökum sem verða óseld eftir kvöldið verður fargað - eða sú er allavega stefnan. Sverrir er ekki í slorlegum félagsskap því Pétur Gunnarsson á hina bókina sem kemur út í kvöld. Hvernig tilfinning er það að vera á sama báti og einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar? „Það er mjög fyndið. Ég hef einmitt verið að lesa Þórbergsbækurnar hans undanfarið svo þetta er mjög gaman og flott.“ Það er dálítið merkilegt að gefa bækur út í 69 eintökum, viljið þið ekki lesendur? „Ég held þetta séu viðbrögð við yfirgangi metsölubókanna. Með þessu móti er mjög líklegt að upplag bókanna seljist upp, sem er draumur hvers höfundar. Ef eftirspurnin er meiri er það frábært, en ef hún er minni þá þarf maður kannski að hugsa sinn gang. Bækurnar eru allar mjög fallegar, hannaðar af Ragnari Helga og mjög eigulegir gripir, burtséð frá innihaldinu.“ Sverrir hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur auk þess sem hann er tónlistarmaður og sendi frá sér plötuna Sverrir Norland árið 2008. Platan fékk fína dóma en hann segir tónlistarsköpunina þó sitja á hakanum eins og er þar sem hann hafi ákveðið að einbeita sér að skriftunum. „Gítarinn er þó alltaf innan seilingar og ég á einhver hundrað lög á lager, en ég varð að velja á milli tónlistarinnar og skriftanna og fór í ritlistarnám til London. Síðan hef ég búið í París en er heima í sumar og hamast við að skrifa skáldsögu, sem vonandi kemur út innan of langs tíma.“ Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Tunglið forlag fagnar útkomu Tunglbóka númer 3 og 4 með sérstöku Tunglkvöldi á Loftinu í kvöld. Bækurnar eru veraldarsaga (mín) – aldarfarsbók eftir Pétur Gunnarsson og Kvíðasnillingurinn – skáldsaga í hæfilegri lengd eftir Sverri Norland. "Bókin ber undirtitilinn skáldsaga í hæfilegri lengd og fjallar um ungan mann í tilvistarkreppu. Fjallar ekki allt sem ungir menn skrifa um unga menn í tilvistarkreppu,“ svarar Sverrir Norland beðinn um að lýsa þessari fyrstu skáldsögu sinni í örfáum orðum. „Þetta eru ævintýri skáldgarms á tækniöld,“ bætir hann síðan við til frekari útskýringar. Hann gerir sér grein fyrir því að auðvelt er að draga þá ályktun af þessari lýsingu að sagan sé sjálfsævisöguleg. Er hún það? „Ja, sumt, ekki allt. Það breytist alltaf allt þegar maður byrjar að skrifa um það. Þá fer sannleikurinn fljótt út um þúfur.“ Þetta er annar útgáfudagur Tunglbókanna en eins og áður hefur komið fram er meiningin að gefa út tvær bækur á hverju fullu tungli næstu mánuðina. Bækurnar eru gefnar út í 69 eintökum og aðeins fáanlegar þetta eina kvöld. Þeim eintökum sem verða óseld eftir kvöldið verður fargað - eða sú er allavega stefnan. Sverrir er ekki í slorlegum félagsskap því Pétur Gunnarsson á hina bókina sem kemur út í kvöld. Hvernig tilfinning er það að vera á sama báti og einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar? „Það er mjög fyndið. Ég hef einmitt verið að lesa Þórbergsbækurnar hans undanfarið svo þetta er mjög gaman og flott.“ Það er dálítið merkilegt að gefa bækur út í 69 eintökum, viljið þið ekki lesendur? „Ég held þetta séu viðbrögð við yfirgangi metsölubókanna. Með þessu móti er mjög líklegt að upplag bókanna seljist upp, sem er draumur hvers höfundar. Ef eftirspurnin er meiri er það frábært, en ef hún er minni þá þarf maður kannski að hugsa sinn gang. Bækurnar eru allar mjög fallegar, hannaðar af Ragnari Helga og mjög eigulegir gripir, burtséð frá innihaldinu.“ Sverrir hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur auk þess sem hann er tónlistarmaður og sendi frá sér plötuna Sverrir Norland árið 2008. Platan fékk fína dóma en hann segir tónlistarsköpunina þó sitja á hakanum eins og er þar sem hann hafi ákveðið að einbeita sér að skriftunum. „Gítarinn er þó alltaf innan seilingar og ég á einhver hundrað lög á lager, en ég varð að velja á milli tónlistarinnar og skriftanna og fór í ritlistarnám til London. Síðan hef ég búið í París en er heima í sumar og hamast við að skrifa skáldsögu, sem vonandi kemur út innan of langs tíma.“
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira