FH getur á góðum degi slegið út Austria Vín Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júlí 2013 06:30 Hefur starfað lengi í Austurríki og Þýskalandi, fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. Hér er hann sem leikmaður Kärnten árið 2003. Helgi Kolviðsson þekkir vel til í austurríska fótboltanum en hann er nú þjálfari B-deildarliðsins Austria Lustenau sem var nálægt því að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni síðastliðið vor. FH mætir meisturunum þar í landi, Austria Vín, í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en eins og kemur fram hér fyrir ofan er gríðarlega mikið í húfi fyrir Hafnfirðinga. „Austria Vín spilar samkvæmt 4-3-3 leikkerfinu eins og FH. Þetta er sókndjarft lið með leikmenn sem eru góðir á boltann og með mikla tæknilega getu. Liðið spilar þar að auki heimaleiki sína á besta vellinum í Austurríki,“ segir Helgi en vill þó alls ekki afskrifa möguleika FH-inga í rimmunni. „Ef þeir ná að spila þéttan varnarleik og treysta á skyndisóknir og föst leikatriði er vel hægt að ná góðum úrslitum hér úti í fyrri leiknum og halda öllu opnu fyrir þann síðari í Kaplakrika,“ segir Helgi sem sá FH spila leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA í Liechtenstein í fyrra. „Ég tel að FH geti vel haldið í við Austria Vín á góðum degi,“ bætir hann við. Meðal þeirra leikmanna liðsins sem helst hafa vakið athygli er sóknarmaðurinn Philipp Hosiner sem var síðast í gær orðaður við Everton og Crystal Palace í ensku pressunni. „Það er ekkert nýtt að lið eins og Austria missi sína bestu leikmenn en það er algengt að þeir fari yfir í þýsku úrvalsdeildina. Hosiner hefur þar að auki unnið sér sæti í austurríska landsliðinu og er byrjaður að skora fyrir það,“ segir Helgi og bætir við að Austria sé vel mannað á öllum vígstöðum. „Þetta er lið sem á vissulega mörg vopn sem FH-ingum ber að varast. Austria Vín er þar að auki eitt stærsta félag landsins með mjög fagmannlega umgjörð og ríka sigurhefð. En þó svo að liðið þyki sigurstranglegra á pappírnum er allt hægt. Íslensk lið eiga alltaf möguleika á heimavelli.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Sjá meira
Helgi Kolviðsson þekkir vel til í austurríska fótboltanum en hann er nú þjálfari B-deildarliðsins Austria Lustenau sem var nálægt því að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni síðastliðið vor. FH mætir meisturunum þar í landi, Austria Vín, í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en eins og kemur fram hér fyrir ofan er gríðarlega mikið í húfi fyrir Hafnfirðinga. „Austria Vín spilar samkvæmt 4-3-3 leikkerfinu eins og FH. Þetta er sókndjarft lið með leikmenn sem eru góðir á boltann og með mikla tæknilega getu. Liðið spilar þar að auki heimaleiki sína á besta vellinum í Austurríki,“ segir Helgi en vill þó alls ekki afskrifa möguleika FH-inga í rimmunni. „Ef þeir ná að spila þéttan varnarleik og treysta á skyndisóknir og föst leikatriði er vel hægt að ná góðum úrslitum hér úti í fyrri leiknum og halda öllu opnu fyrir þann síðari í Kaplakrika,“ segir Helgi sem sá FH spila leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA í Liechtenstein í fyrra. „Ég tel að FH geti vel haldið í við Austria Vín á góðum degi,“ bætir hann við. Meðal þeirra leikmanna liðsins sem helst hafa vakið athygli er sóknarmaðurinn Philipp Hosiner sem var síðast í gær orðaður við Everton og Crystal Palace í ensku pressunni. „Það er ekkert nýtt að lið eins og Austria missi sína bestu leikmenn en það er algengt að þeir fari yfir í þýsku úrvalsdeildina. Hosiner hefur þar að auki unnið sér sæti í austurríska landsliðinu og er byrjaður að skora fyrir það,“ segir Helgi og bætir við að Austria sé vel mannað á öllum vígstöðum. „Þetta er lið sem á vissulega mörg vopn sem FH-ingum ber að varast. Austria Vín er þar að auki eitt stærsta félag landsins með mjög fagmannlega umgjörð og ríka sigurhefð. En þó svo að liðið þyki sigurstranglegra á pappírnum er allt hægt. Íslensk lið eiga alltaf möguleika á heimavelli.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Sjá meira