Ljótu hálfvitarnir með útgáfutónleika á Húsavík í kvöld Hanna Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2013 08:00 Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir halda útgáfutónleika á Húsavík í kvöld. Hafþór Stefánsson. Nímenningarnir í Ljótu hálfvitunum halda upp á útgáfu fjórðu plötu sinnar í dag með tónleikum í íþróttahöllinni á Húsavík, en þá hefjast einnig Mærudagar, bæjarhátíð þeirra Húsvíkinga. Á tónleikunum verður platan flutt í heild sinni að viðbættum vel völdum tóndæmum af fyrri skífum. Snæbjörn Ragnarsson, einn meðlima hljómsveitarinnar, segir alltaf gaman að spila í Húsavík enda sé það þeirra heimabær. „Húsavík er fastur viðkomustaður hjá okkur enda erum við allir meira og minna þaðan. Við höfum þó alltaf haldið tvenna útgáfutónleika og þá eina í Reykjavík en Húsavík er okkar heimavöllur. Við hvetjum alla til að mæta enda stefnum við að því að hafa gott veður, vera í góðu skapi og spila fallega.“ Bandið kom aftur saman fyrir um það bil ári síðan eftir að hafa tekið sér pásu frá spilamennsku. „Þessi plata var frekar lengi í smíðum enda tókum við okkur pásu eftir síðustu plötu. Við erum níu manna band og vorum mikið að koma fram með tilheyrandi fylleríi og fundum að það var kominn tími á pásu. Við komum síðan aftur saman fyrir rúmu ári og þá var platan til frekar hratt enda lögðumst við bara undir feld og lögðum allt í þetta.“ Að sögn Snæbjörns er tónlistin á nýju plötunni í sama anda og á fyrri plötum. „Þetta er svona þjóðlagaskotið drykkjuvæl og partítónlist. Tónlistin er frekar hrá enda einbeittum við okkur bara að því að búa til lögin og svo settum við þau beint inn í tölvuna. Þetta er auðvitað fjórða platan og við erum kannski svolítið að fara til baka. Við höfum þó þróast eitthvað í tónlistinni þó svo að aðrir heyri það kannski ekki.“ Hljómsveitin var upphaflega stofnuð árið 2006 og samanstendur enn af hinum upprunalegu níu meðlimum. Snæbjörn segir samstarfið ganga vel og það sé helst því að þakka að allir séu þeir mjög góðir vinir til margra ára. „Við erum allir alveg rosalega góðir félagar en auðvitað koma upp árekstrar. Við tæklum það bara með að vera nógu djöfulli hreinskilnir. En þetta er alltaf jafn gaman, og það er kannski líka þessari pásu að þakka. En erum við allir níu ennþá í bandinu sem er í raun ótrúlegt.“ Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Nímenningarnir í Ljótu hálfvitunum halda upp á útgáfu fjórðu plötu sinnar í dag með tónleikum í íþróttahöllinni á Húsavík, en þá hefjast einnig Mærudagar, bæjarhátíð þeirra Húsvíkinga. Á tónleikunum verður platan flutt í heild sinni að viðbættum vel völdum tóndæmum af fyrri skífum. Snæbjörn Ragnarsson, einn meðlima hljómsveitarinnar, segir alltaf gaman að spila í Húsavík enda sé það þeirra heimabær. „Húsavík er fastur viðkomustaður hjá okkur enda erum við allir meira og minna þaðan. Við höfum þó alltaf haldið tvenna útgáfutónleika og þá eina í Reykjavík en Húsavík er okkar heimavöllur. Við hvetjum alla til að mæta enda stefnum við að því að hafa gott veður, vera í góðu skapi og spila fallega.“ Bandið kom aftur saman fyrir um það bil ári síðan eftir að hafa tekið sér pásu frá spilamennsku. „Þessi plata var frekar lengi í smíðum enda tókum við okkur pásu eftir síðustu plötu. Við erum níu manna band og vorum mikið að koma fram með tilheyrandi fylleríi og fundum að það var kominn tími á pásu. Við komum síðan aftur saman fyrir rúmu ári og þá var platan til frekar hratt enda lögðumst við bara undir feld og lögðum allt í þetta.“ Að sögn Snæbjörns er tónlistin á nýju plötunni í sama anda og á fyrri plötum. „Þetta er svona þjóðlagaskotið drykkjuvæl og partítónlist. Tónlistin er frekar hrá enda einbeittum við okkur bara að því að búa til lögin og svo settum við þau beint inn í tölvuna. Þetta er auðvitað fjórða platan og við erum kannski svolítið að fara til baka. Við höfum þó þróast eitthvað í tónlistinni þó svo að aðrir heyri það kannski ekki.“ Hljómsveitin var upphaflega stofnuð árið 2006 og samanstendur enn af hinum upprunalegu níu meðlimum. Snæbjörn segir samstarfið ganga vel og það sé helst því að þakka að allir séu þeir mjög góðir vinir til margra ára. „Við erum allir alveg rosalega góðir félagar en auðvitað koma upp árekstrar. Við tæklum það bara með að vera nógu djöfulli hreinskilnir. En þetta er alltaf jafn gaman, og það er kannski líka þessari pásu að þakka. En erum við allir níu ennþá í bandinu sem er í raun ótrúlegt.“
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög