Hvetja fólk til að djamma með bandinu Kjartan Guðmundsson skrifar 27. júlí 2013 15:00 Reynir Sigurðsson og fleiri minnast þess að áttatíu ár eru liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara, á Café Rosenberg annað kvöld.fréttablaðið/arnþór Í dag eru áttatíu ár liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Af því tilefni blása Reynir Sigurðsson víbrafónleikari og fleiri samstarfsmenn Gunnars Reynis til tónleika á Café Rosenberg. „Það má segja að við séum að þakka fyrir okkur,“ segir víbrafónleikarinn Reynir Sigurðsson. Hann stendur ásamt fleirum fyrir tónleikum á Café Rosenberg annað kvöld, sunnudaginn 28. júlí, þar sem þess verður minnst að áttatíu ár verða liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Gunnar Reynir, sem lést árið 2009, var meðal þekktustu tónskálda þjóðarinnar og samdi verk í ýmsum formum fyrir söngvara og hljóðfæraleikara. Hugsanlega hafa færri heyrt um djass-víbrafónleikarann Gunna Sveins, eins og hann var ætíð nefndur í djassheiminum. „Við vorum sérstaklega góðir vinir því hann var víbrafónleikari eins og ég, en hann var nokkrum árum eldri svo hann var stjarna þegar ég var unglingur,“ segir Reynir. „Svo æxlaðist það þannig að þegar ég var átján ára tók ég við af honum í fínni hljómsveit sem hét Sextett An drésar Ingólfssonar og þá reyndist hann mér mjög góður og uppörvandi vinur.“ Eftir 1960 lagði Gunnar víbrafóninum að mestu til að einbeita sér að tónsmíðum. Hann gleymdi þó ekki vinum sínum í djassinum og skrifaði fyrir þá mörg verk sem þeir frumfluttu gjarnan. „Ég veit að það verða ýmsir tónleikar með klassíska efninu hans Gunnars Reynis í tilefni afmælisársins en okkur datt í hug að rifja upp „Gunna Sveins-stemninguna“ eins og hún var þegar hann var djassstjarna um og yfir tvítugt á árunum fyrir 1960,“ útskýrir Reynir. Hljómsveitin sem kemur fram á Rósenberg samanstendur af þeim Reyni á víbrafón, Jóni Páli Bjarnasyni á gítar, Gunnari Hrafnssyni á bassa, Rúnari Georgssyni á tenórsaxófón og Einar Scheving á trommur. Þeir kalla sig Búðarbandið, enda byggir dagskráin á djasslögum sem voru vinsæl á djammsessjónum í Breiðfirðingabúð á þessum tíma. „Við viljum líka hvetja áhugasama til að taka með hljóðfæri og djamma með okkur. Þetta verður djammsessjón, við erum uppistöðusveitin og svo bætist við eftir hentugleikum,“ segir Reynir. Menning Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í dag eru áttatíu ár liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Af því tilefni blása Reynir Sigurðsson víbrafónleikari og fleiri samstarfsmenn Gunnars Reynis til tónleika á Café Rosenberg. „Það má segja að við séum að þakka fyrir okkur,“ segir víbrafónleikarinn Reynir Sigurðsson. Hann stendur ásamt fleirum fyrir tónleikum á Café Rosenberg annað kvöld, sunnudaginn 28. júlí, þar sem þess verður minnst að áttatíu ár verða liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Gunnar Reynir, sem lést árið 2009, var meðal þekktustu tónskálda þjóðarinnar og samdi verk í ýmsum formum fyrir söngvara og hljóðfæraleikara. Hugsanlega hafa færri heyrt um djass-víbrafónleikarann Gunna Sveins, eins og hann var ætíð nefndur í djassheiminum. „Við vorum sérstaklega góðir vinir því hann var víbrafónleikari eins og ég, en hann var nokkrum árum eldri svo hann var stjarna þegar ég var unglingur,“ segir Reynir. „Svo æxlaðist það þannig að þegar ég var átján ára tók ég við af honum í fínni hljómsveit sem hét Sextett An drésar Ingólfssonar og þá reyndist hann mér mjög góður og uppörvandi vinur.“ Eftir 1960 lagði Gunnar víbrafóninum að mestu til að einbeita sér að tónsmíðum. Hann gleymdi þó ekki vinum sínum í djassinum og skrifaði fyrir þá mörg verk sem þeir frumfluttu gjarnan. „Ég veit að það verða ýmsir tónleikar með klassíska efninu hans Gunnars Reynis í tilefni afmælisársins en okkur datt í hug að rifja upp „Gunna Sveins-stemninguna“ eins og hún var þegar hann var djassstjarna um og yfir tvítugt á árunum fyrir 1960,“ útskýrir Reynir. Hljómsveitin sem kemur fram á Rósenberg samanstendur af þeim Reyni á víbrafón, Jóni Páli Bjarnasyni á gítar, Gunnari Hrafnssyni á bassa, Rúnari Georgssyni á tenórsaxófón og Einar Scheving á trommur. Þeir kalla sig Búðarbandið, enda byggir dagskráin á djasslögum sem voru vinsæl á djammsessjónum í Breiðfirðingabúð á þessum tíma. „Við viljum líka hvetja áhugasama til að taka með hljóðfæri og djamma með okkur. Þetta verður djammsessjón, við erum uppistöðusveitin og svo bætist við eftir hentugleikum,“ segir Reynir.
Menning Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira