Hrífst af fegurðinni í óhugnaði og myrkri Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. ágúst 2013 12:00 Þórður Grímsson sýnir í Artímu galleríi til 4. ágúst. Fréttablaðið/Arnþór Ég hef verið að rannsaka geómetrísk tákn út frá hinni heilögu geómetríu og gullinsniði, sem sagt þeim táknum og mælieiningum sem binda heiminn saman,“ segir Þórður Grímsson myndlistarmaður sem í gærkvöldi opnaði sýninguna Skyndreymi og táknvilla í Artímu galleríi undir listamannsnafninu Svartval. „Mér finnst einhver fagurfræði í þessum táknum og formúlum þannig að ég tek þau inn og bý til minn eigin heim sem vonandi segir áhorfendunum eitthvað um þessa rannsókn.“ Inn í þennan heim Þórðar spila kenningar Jungs og Freuds en hann segir það beintengt þeim rannsóknum sem hann hefur stundað. „Það er þessi sameiginlega undirmeðvitund, það að við skynjum öll tákn á svipaðan hátt, og svo að sjálfsögðu óhugnaðurinn í listum og hverjar eru forsendur heimsins sem maður býður fólki inn í í verkunum.“ Þórður útskrifaðist úr LHÍ 2009 og hefur síðan haldið eina einkasýningu á ári auk þess að taka þátt í samsýningum. Eru viðfangsefni hans alltaf þau sömu? „Já, ég hef eiginlega alltaf verið að vinna í þessum heimi. Ekki alltaf í sama miðlinum samt, hef unnið í hina og þessa miðla. Á þessari sýningu er mikið prentverk og teikningar, en áður hef ég stundum verið í blekmálun, vídeói og bara þeim miðli sem hentar efniviðnum best hverju sinni.“ Þórður segir áhugann á þessum heimi hafa kviknað þegar hann vann að BA-ritgerð sinni sem fjallaði um óhugnað í listum. „Hvað það er sem vekur óhug og fegurð á sama tíma og hvaða fegurð leynist í myrkrinu. Það er það sem hrífur mig.“ Nafn sýningarinnar er nokkuð sérstakt, hvað liggur þar að baki? „Þetta er svona orðarugl úr orðunum skynvilla og tákndreymi. Mann dreymir tákn og ég vildi snúa þessu við og búa til einhver ekki-orð.“ Þetta listamannsnafn, Svartval, hvaða merkingu hefur það? „Þetta er bara nafn sem ég hef notað lengi og hefur vísun í Stórval þar sem hann var naívískur málari. Sjálfur er ég naívískur hugarlandslagsmálari.“ Sýningin í Artímu stendur til 4. ágúst og sýningarstjórar eru Heiða Jónsdóttir og Anna Margrét Björnsson. Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ég hef verið að rannsaka geómetrísk tákn út frá hinni heilögu geómetríu og gullinsniði, sem sagt þeim táknum og mælieiningum sem binda heiminn saman,“ segir Þórður Grímsson myndlistarmaður sem í gærkvöldi opnaði sýninguna Skyndreymi og táknvilla í Artímu galleríi undir listamannsnafninu Svartval. „Mér finnst einhver fagurfræði í þessum táknum og formúlum þannig að ég tek þau inn og bý til minn eigin heim sem vonandi segir áhorfendunum eitthvað um þessa rannsókn.“ Inn í þennan heim Þórðar spila kenningar Jungs og Freuds en hann segir það beintengt þeim rannsóknum sem hann hefur stundað. „Það er þessi sameiginlega undirmeðvitund, það að við skynjum öll tákn á svipaðan hátt, og svo að sjálfsögðu óhugnaðurinn í listum og hverjar eru forsendur heimsins sem maður býður fólki inn í í verkunum.“ Þórður útskrifaðist úr LHÍ 2009 og hefur síðan haldið eina einkasýningu á ári auk þess að taka þátt í samsýningum. Eru viðfangsefni hans alltaf þau sömu? „Já, ég hef eiginlega alltaf verið að vinna í þessum heimi. Ekki alltaf í sama miðlinum samt, hef unnið í hina og þessa miðla. Á þessari sýningu er mikið prentverk og teikningar, en áður hef ég stundum verið í blekmálun, vídeói og bara þeim miðli sem hentar efniviðnum best hverju sinni.“ Þórður segir áhugann á þessum heimi hafa kviknað þegar hann vann að BA-ritgerð sinni sem fjallaði um óhugnað í listum. „Hvað það er sem vekur óhug og fegurð á sama tíma og hvaða fegurð leynist í myrkrinu. Það er það sem hrífur mig.“ Nafn sýningarinnar er nokkuð sérstakt, hvað liggur þar að baki? „Þetta er svona orðarugl úr orðunum skynvilla og tákndreymi. Mann dreymir tákn og ég vildi snúa þessu við og búa til einhver ekki-orð.“ Þetta listamannsnafn, Svartval, hvaða merkingu hefur það? „Þetta er bara nafn sem ég hef notað lengi og hefur vísun í Stórval þar sem hann var naívískur málari. Sjálfur er ég naívískur hugarlandslagsmálari.“ Sýningin í Artímu stendur til 4. ágúst og sýningarstjórar eru Heiða Jónsdóttir og Anna Margrét Björnsson.
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira