Senda frá sér fyrstu smáskífuna Kristjana Arnarsdóttir skrifar 1. ágúst 2013 09:00 Þau Amy Odell og Aggi Friðbertsson skipa hljómsveitina Amy and I. Þau hafa nú sent frá sér sína fyrstu smáskífu sem ber heitið The Storm. „Fyrsta lagið okkar kemur út á morgun og svo höldum við þessu bara ótrauð áfram,“ segir tónlistarmaðurinn Aggi Friðbertsson sem hefur hafið samstarf með bresku söngkonunni Amy Odell. Hljómsveitina kalla þau Amy and I en þau Amy og Aggi kynntust í gegnum sameiginlegan vin í London í fyrra og hófu samstarf nú í vor. „Ég flutti til London til að læra upptökustjórnun og kynntist þar bróður hennar Amy, sem var meðal annars umboðsmaður íslensku hljómsveitanna Mínus og Cliff Clavin. Amy var að leita sér að gítarleikara og ég sló til. Ég stakk svo fljótlega upp á því að gera eitthvað annað en það,“ segir Aggi, en hann segir tónlistina sem þau gera vera eins konar raftónlist með rólegu ívafi. Aggi býr á Íslandi í sumar og hefur því þurft að nota bæði Skype og tölvupóst til þess að bera efnið undir Amy. „Við náðum að taka mikið upp í London þegar ég var að klára skólann í vor. Svo hef ég verið að semja á fullu og senda á hana en ég fer til London aftur í næstu viku. Þá verður þetta aðeins auðveldara.“ Aggi hefur einnig látið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi en hann hefur spilað með hljómsveitinni Sign síðustu fimm ár og var forsprakki rokksveitarinnar Ten Steps Away. Amy Odell er dóttir breska upptökustjórans Kens Thomas en sá hefur meðal annars unnið með hljómsveitum á borð við Sigur Rós, M83 og Moby. Fyrsta lag Amy and I ber heitið The Storm. Lagið kemur út í dag og má heyra á Facebook-síðu hljómsveitarinnar. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Fyrsta lagið okkar kemur út á morgun og svo höldum við þessu bara ótrauð áfram,“ segir tónlistarmaðurinn Aggi Friðbertsson sem hefur hafið samstarf með bresku söngkonunni Amy Odell. Hljómsveitina kalla þau Amy and I en þau Amy og Aggi kynntust í gegnum sameiginlegan vin í London í fyrra og hófu samstarf nú í vor. „Ég flutti til London til að læra upptökustjórnun og kynntist þar bróður hennar Amy, sem var meðal annars umboðsmaður íslensku hljómsveitanna Mínus og Cliff Clavin. Amy var að leita sér að gítarleikara og ég sló til. Ég stakk svo fljótlega upp á því að gera eitthvað annað en það,“ segir Aggi, en hann segir tónlistina sem þau gera vera eins konar raftónlist með rólegu ívafi. Aggi býr á Íslandi í sumar og hefur því þurft að nota bæði Skype og tölvupóst til þess að bera efnið undir Amy. „Við náðum að taka mikið upp í London þegar ég var að klára skólann í vor. Svo hef ég verið að semja á fullu og senda á hana en ég fer til London aftur í næstu viku. Þá verður þetta aðeins auðveldara.“ Aggi hefur einnig látið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi en hann hefur spilað með hljómsveitinni Sign síðustu fimm ár og var forsprakki rokksveitarinnar Ten Steps Away. Amy Odell er dóttir breska upptökustjórans Kens Thomas en sá hefur meðal annars unnið með hljómsveitum á borð við Sigur Rós, M83 og Moby. Fyrsta lag Amy and I ber heitið The Storm. Lagið kemur út í dag og má heyra á Facebook-síðu hljómsveitarinnar.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“