Carly Rose Sonenclar úr X-Factor helsta fyrirmyndin Sara McMahon skrifar 1. ágúst 2013 07:00 Birta Birgisdóttir, þrettán ára Vestmannaeyingur, hefur vakið athygli fyrir útgáfu sína á laginu When I was your man með Bruno Mars. „Ég hef sungið frá því ég var lítil og tók til dæmis fyrst þátt í söngvakeppni á Þjóðhátíð þegar ég var þriggja ára. Þetta er síðasta árið sem ég má taka þátt í keppninni,“ segir Birta Birgisdóttir, þrettán ára Eyjamær sem hefur vakið nokkra athygli fyrir útgáfu sína á laginu When I Was Your Man eftir bandaríska tónlistarmanninn Bruno Mars. Birta tók lagið upp í Island Studios í síðustu viku og var myndband við lagið einnig birt á Youtube og á vef Eyjafrétta. Aðspurð segir Birta að henni þyki skemmtilegast að syngja lög eftir tónlistarmanninn Bruno Mars. „Ég tek helst lög með Bruno Mars og róleg lög eftir Rihönnu. En helstu fyrirmyndir mínar eru krakkar eins og Carly Rose Sonenclar úr X-Factor,“ segir hún. Útgáfa Birtu á laginu hefur ekki ratað í útvarp en söngkonan unga vonar að jólalag sem hún hyggst taka upp síðar á árinu fái útvarpsspilun. „Ég ætla að taka upp jólalag sem ég söng með leikfélaginu síðust jól. Það er lítil útvarpsstöð hér í Vestmannaeyjum og vonandi fær lagið spilun þar.“Spilar líka hand- og fótbolta Söngur er ekki eina áhugamál Birtu því hún tekur einnig virkan þátt í starfi Leikfélags Vestmannaeyja, spilar hand- og fótbolta með ÍBV og stundar hestamennsku. „Ég er hægri skytta í handboltanum og framherji og kantur í fótboltanum. Ég er Íslandsmeistari í handbolta og ef ég þyrfti að velja á milli þá yrði handboltinn klárlega fyrir valinu,“ segir Birta. Líkt og sönnum Eyjamanni sæmir tekur Birta fullan þátt í hátíðahöldum helgarinnar og þegar blaðamaður náði tali af henni í gær var hún á leið í málningarvinnu í Herjólfsdal um kvöldið. „Frænka mín og frændi sjá um málningarvinnuna og ég og vinkonur mínar höfum hjálpað til á kvöldin. Ég hlakka mikið til helgarinnar, það er alltaf gaman á Þjóðhátíð,“ segir hún að lokum. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég hef sungið frá því ég var lítil og tók til dæmis fyrst þátt í söngvakeppni á Þjóðhátíð þegar ég var þriggja ára. Þetta er síðasta árið sem ég má taka þátt í keppninni,“ segir Birta Birgisdóttir, þrettán ára Eyjamær sem hefur vakið nokkra athygli fyrir útgáfu sína á laginu When I Was Your Man eftir bandaríska tónlistarmanninn Bruno Mars. Birta tók lagið upp í Island Studios í síðustu viku og var myndband við lagið einnig birt á Youtube og á vef Eyjafrétta. Aðspurð segir Birta að henni þyki skemmtilegast að syngja lög eftir tónlistarmanninn Bruno Mars. „Ég tek helst lög með Bruno Mars og róleg lög eftir Rihönnu. En helstu fyrirmyndir mínar eru krakkar eins og Carly Rose Sonenclar úr X-Factor,“ segir hún. Útgáfa Birtu á laginu hefur ekki ratað í útvarp en söngkonan unga vonar að jólalag sem hún hyggst taka upp síðar á árinu fái útvarpsspilun. „Ég ætla að taka upp jólalag sem ég söng með leikfélaginu síðust jól. Það er lítil útvarpsstöð hér í Vestmannaeyjum og vonandi fær lagið spilun þar.“Spilar líka hand- og fótbolta Söngur er ekki eina áhugamál Birtu því hún tekur einnig virkan þátt í starfi Leikfélags Vestmannaeyja, spilar hand- og fótbolta með ÍBV og stundar hestamennsku. „Ég er hægri skytta í handboltanum og framherji og kantur í fótboltanum. Ég er Íslandsmeistari í handbolta og ef ég þyrfti að velja á milli þá yrði handboltinn klárlega fyrir valinu,“ segir Birta. Líkt og sönnum Eyjamanni sæmir tekur Birta fullan þátt í hátíðahöldum helgarinnar og þegar blaðamaður náði tali af henni í gær var hún á leið í málningarvinnu í Herjólfsdal um kvöldið. „Frænka mín og frændi sjá um málningarvinnuna og ég og vinkonur mínar höfum hjálpað til á kvöldin. Ég hlakka mikið til helgarinnar, það er alltaf gaman á Þjóðhátíð,“ segir hún að lokum.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög