Enn einn í varðhald vegna grófra árása Stígur Helgason skrifar 2. ágúst 2013 07:00 Í þessu húsi á Stokkseyri var manninum haldið. Ekki er ljóst hvort pyntingarnar áttu sér stað inni í húsinu eða áður en farið var með hann þangað. Mynd/sigurjón Enn einn maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á hrottafengnum líkamsárásarmálum, meðal annars einu sem teygði sig til Stokkseyrar þar sem fórnarlambinu var haldið föngnu um lengri tíma. Sá nýjasti sem situr í varðhaldi var handtekinn fyrir tveimur vikum og hefur setið inni síðan. Hann er 22 ára Hafnfirðingur sem hefur áður komist í kast við lögin. Sex aðrir hafa sætt varðhaldi vegna málanna undanfarnar vikur. Fyrst voru tveir úrskurðaðir í varðhald 10. júlí, annars vegar 21 árs margdæmdur ofbeldismaður og hins vegar 37 ára íbúi á Stokkseyri sem hýsti fórnarlamb einnar árásarinnar um skeið. Þeir eru báðir enn í haldi. Að kvöldi 11. júlí voru svo tveir menn stöðvaðir í bíl við Laugarvatn, handteknir og úrskurðaðir í varðhald daginn eftir. Þeir eru 21 og 22 ára og eru báðir með dóma á bakinu. Sá eldri hefur síðan verið látinn laus.Stefán Logi SívarssonÁ þeim tíma stóð yfir víðtæk leit að meintum höfuðpaur að minnsta kosti tveggja árásanna, Stefáni Loga Sívarssyni. Sérsveit lögreglunnar fann hann í sumarbústað í Grímsnesi að kvöldi föstudagsins 12. júlí. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir og sætir því enn. Sama dag var annar maður úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald en honum var sleppt úr haldi örfáum dögum síðar. Fram hefur komið að hópurinn sé grunaður um fimm árásir, þótt mennirnir tengist hver mismörgum málum. Sú sem barst til Stokkseyrar er langgrófust, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Árásarmennirnir eru meðal annars taldir hafa reynt að sauma sjálfir saman stóra skurði á fórnarlambinu, ungum manni, eftir að hafa sprautað það með deyfilyfjum. Þá mun eldfimum vökva hafa verið skvett á manninn og eldur borinn að.Jón H.B. SnorrasonJón H. B. Snorrason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsóknina enn í gangi og að henni miði ágætlega en verst fregna að öðru leyti. „Það er eðlilega ekki hægt að fara ofan í saumana á máli sem er til rannsóknar og menn sæta gæsluvarðhaldi út af,“ segir hann. Jón útilokar ekki að fleiri verði handteknir vegna málsins. Stokkseyrarmálið Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira
Enn einn maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á hrottafengnum líkamsárásarmálum, meðal annars einu sem teygði sig til Stokkseyrar þar sem fórnarlambinu var haldið föngnu um lengri tíma. Sá nýjasti sem situr í varðhaldi var handtekinn fyrir tveimur vikum og hefur setið inni síðan. Hann er 22 ára Hafnfirðingur sem hefur áður komist í kast við lögin. Sex aðrir hafa sætt varðhaldi vegna málanna undanfarnar vikur. Fyrst voru tveir úrskurðaðir í varðhald 10. júlí, annars vegar 21 árs margdæmdur ofbeldismaður og hins vegar 37 ára íbúi á Stokkseyri sem hýsti fórnarlamb einnar árásarinnar um skeið. Þeir eru báðir enn í haldi. Að kvöldi 11. júlí voru svo tveir menn stöðvaðir í bíl við Laugarvatn, handteknir og úrskurðaðir í varðhald daginn eftir. Þeir eru 21 og 22 ára og eru báðir með dóma á bakinu. Sá eldri hefur síðan verið látinn laus.Stefán Logi SívarssonÁ þeim tíma stóð yfir víðtæk leit að meintum höfuðpaur að minnsta kosti tveggja árásanna, Stefáni Loga Sívarssyni. Sérsveit lögreglunnar fann hann í sumarbústað í Grímsnesi að kvöldi föstudagsins 12. júlí. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir og sætir því enn. Sama dag var annar maður úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald en honum var sleppt úr haldi örfáum dögum síðar. Fram hefur komið að hópurinn sé grunaður um fimm árásir, þótt mennirnir tengist hver mismörgum málum. Sú sem barst til Stokkseyrar er langgrófust, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Árásarmennirnir eru meðal annars taldir hafa reynt að sauma sjálfir saman stóra skurði á fórnarlambinu, ungum manni, eftir að hafa sprautað það með deyfilyfjum. Þá mun eldfimum vökva hafa verið skvett á manninn og eldur borinn að.Jón H.B. SnorrasonJón H. B. Snorrason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsóknina enn í gangi og að henni miði ágætlega en verst fregna að öðru leyti. „Það er eðlilega ekki hægt að fara ofan í saumana á máli sem er til rannsóknar og menn sæta gæsluvarðhaldi út af,“ segir hann. Jón útilokar ekki að fleiri verði handteknir vegna málsins.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira