Guðný Lára: Gat ómögulega hafnað vinnutilboðinu Sara McMahon skrifar 6. ágúst 2013 09:00 Guðný Lára Thorarensen fór út í starfsnám á vegum Útón. Henni bauðst starf í Bretlandi eftir starfsnámið. Fréttablaðið/anton brink „Ég fer út í lok ágúst og hef þá störf hjá Plastic Head, sem er stærsti dreifingaraðili tónlistar í Bretlandi. Þetta er mjög spennandi tækifæri og ég gat ómögulega hafnað vinnutilboðinu,“ segir Guðný Lára Thorarensen. Í fyrra var hún valin af Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Útón, til starfsþjálfunar hjá bresku umboðsskrifstofunni Candle Lights og hefur henni nú verið boðin vinna hjá systurfyrirtæki skrifstofunnar. „Það losnaði staða hjá Plastic Head rétt áður en ég fór heim og yfirmaður minn hjá Candle Lights hvatti mig til að sækja um. Ég fékk starfið og fer út í lok ágúst og verð í þrjá mánuði til að byrja með, ég þarf að sjá hvernig mér líkar lífið í Bretlandi og hvort kærasti minn vilji fylgja mér síðar meir.“ Guðný Lára mun þá starfa sem „label manager“, sem þýða mætti sem vörumerkjastjóri á okkar ylhýra. „Ég mun sjá um að dreifa tónlist í Bretlandi fyrir plötufyrirtæki, hvort sem þau eru lítil og bresk eða stór og erlend,“ útskýrir hún. Guðný Lára hefur lengi starfað innan tónlistargeirans og vann áður hjá íslensku útgáfunni Molestin Records. Hún hefur einnig skipulagt tónleika með íslenskum hljómsveitum í rúman áratug og verið viðloðandi rokkhátíðina Eistnaflug í Neskaupstað síðan hún hóf göngu sína.Útón veitir nú styrki til umboðsmanna annað árið í röð og hvetur Guðný Lára fólk til þess að sækja um. „Ég mæli algjörlega með því að fólk sæki um, þetta er frábært tækifæri fyrir umboðsmenn. Ég sé í það minnsta ekki eftir því að hafa sótt um í fyrra,“ segir hún að lokum. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég fer út í lok ágúst og hef þá störf hjá Plastic Head, sem er stærsti dreifingaraðili tónlistar í Bretlandi. Þetta er mjög spennandi tækifæri og ég gat ómögulega hafnað vinnutilboðinu,“ segir Guðný Lára Thorarensen. Í fyrra var hún valin af Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Útón, til starfsþjálfunar hjá bresku umboðsskrifstofunni Candle Lights og hefur henni nú verið boðin vinna hjá systurfyrirtæki skrifstofunnar. „Það losnaði staða hjá Plastic Head rétt áður en ég fór heim og yfirmaður minn hjá Candle Lights hvatti mig til að sækja um. Ég fékk starfið og fer út í lok ágúst og verð í þrjá mánuði til að byrja með, ég þarf að sjá hvernig mér líkar lífið í Bretlandi og hvort kærasti minn vilji fylgja mér síðar meir.“ Guðný Lára mun þá starfa sem „label manager“, sem þýða mætti sem vörumerkjastjóri á okkar ylhýra. „Ég mun sjá um að dreifa tónlist í Bretlandi fyrir plötufyrirtæki, hvort sem þau eru lítil og bresk eða stór og erlend,“ útskýrir hún. Guðný Lára hefur lengi starfað innan tónlistargeirans og vann áður hjá íslensku útgáfunni Molestin Records. Hún hefur einnig skipulagt tónleika með íslenskum hljómsveitum í rúman áratug og verið viðloðandi rokkhátíðina Eistnaflug í Neskaupstað síðan hún hóf göngu sína.Útón veitir nú styrki til umboðsmanna annað árið í röð og hvetur Guðný Lára fólk til þess að sækja um. „Ég mæli algjörlega með því að fólk sæki um, þetta er frábært tækifæri fyrir umboðsmenn. Ég sé í það minnsta ekki eftir því að hafa sótt um í fyrra,“ segir hún að lokum.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp