Öryggi og hræðsla Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Heimurinn er öruggari staður nú en fyrir tveimur áratugum. Þetta er stór fullyrðing. Mig langar næstum til að vera ósammála henni án þess að heyra rökin. Er þetta satt? Fyrir nokkrum vikum birti breska tímaritið The Economist forsíðuúttekt um þá athyglisverðu staðreynd að glæpum hefur snarlega fækkað á Vesturlöndum síðustu tvo áratugi. Þetta á við um nánast allar tegundir glæpa, nema náttúrulega netglæpi sem voru varla til þá. Það sem mér fannst ánægjulegast við þessa úttekt er að þarna var fjallað um ákveðið fjölmiðlatabú. Fjölmiðlar fjalla oftar um heiminn eins og hann fari versnandi og að heimurinn sé ekki öruggur staður. En rökin benda fremur í aðra átt. Það geysa fá stríð í heiminum. Samkvæmt flokkun Sameinuðu þjóðanna eru níu stríð í gangi í heiminum í dag þar sem tala látinna er yfir þúsund manns árlega, og þar af aðeins eitt þar sem fleiri en tíu þúsund hafa látist það sem af er árinu. Það er mikill harmurað fólk þurfi að deyja vegna styrjalda en þetta telst lítið mannfall á sögulegum skala. Fjölmiðlar benda sjaldan á þetta. Kannski er það rétt mat enda er hvert mannslíf sem endar vegna stríðs harmleikur í sjálfu sér. Þá hefur slysum einnig fækkað undanfarna áratugi. Færri látast í bílslysum eða slysum vegna slæms aðbúnaðar, til dæmis við vinnu. Þessu veldur fræðsla, aukinn öryggisbúnaður og skýrari krafa um að einhver taki ábyrgð á tjóni sem hlýst af slysum. Við erum einnig líklegri til að sigrast á sjúkdómum sem hefðu dregið fólk til dauða fyrir nokkrum áratugum. Heimurinn er öruggur staður fyrir homo sapiens, allavega sé miðað við önnur tímaskeið og alveg örugglega ef við miðum við aðrar plánetur. Þetta setur mig í sérstaka klemmu. Ég var alinn upp við að heimurinn væri alls ekki öruggur. Ég hafði hugsað mér að kenna börnunum mínum það einnig. En það er bara rugl. Heimurinn er öruggur. Samt hefur hræðslan líklega aldrei verið meiri, en kannski er hræðslan nauðsynleg til að halda heiminum öruggum. Það er stórt spursmál og efni í annan pistil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun
Heimurinn er öruggari staður nú en fyrir tveimur áratugum. Þetta er stór fullyrðing. Mig langar næstum til að vera ósammála henni án þess að heyra rökin. Er þetta satt? Fyrir nokkrum vikum birti breska tímaritið The Economist forsíðuúttekt um þá athyglisverðu staðreynd að glæpum hefur snarlega fækkað á Vesturlöndum síðustu tvo áratugi. Þetta á við um nánast allar tegundir glæpa, nema náttúrulega netglæpi sem voru varla til þá. Það sem mér fannst ánægjulegast við þessa úttekt er að þarna var fjallað um ákveðið fjölmiðlatabú. Fjölmiðlar fjalla oftar um heiminn eins og hann fari versnandi og að heimurinn sé ekki öruggur staður. En rökin benda fremur í aðra átt. Það geysa fá stríð í heiminum. Samkvæmt flokkun Sameinuðu þjóðanna eru níu stríð í gangi í heiminum í dag þar sem tala látinna er yfir þúsund manns árlega, og þar af aðeins eitt þar sem fleiri en tíu þúsund hafa látist það sem af er árinu. Það er mikill harmurað fólk þurfi að deyja vegna styrjalda en þetta telst lítið mannfall á sögulegum skala. Fjölmiðlar benda sjaldan á þetta. Kannski er það rétt mat enda er hvert mannslíf sem endar vegna stríðs harmleikur í sjálfu sér. Þá hefur slysum einnig fækkað undanfarna áratugi. Færri látast í bílslysum eða slysum vegna slæms aðbúnaðar, til dæmis við vinnu. Þessu veldur fræðsla, aukinn öryggisbúnaður og skýrari krafa um að einhver taki ábyrgð á tjóni sem hlýst af slysum. Við erum einnig líklegri til að sigrast á sjúkdómum sem hefðu dregið fólk til dauða fyrir nokkrum áratugum. Heimurinn er öruggur staður fyrir homo sapiens, allavega sé miðað við önnur tímaskeið og alveg örugglega ef við miðum við aðrar plánetur. Þetta setur mig í sérstaka klemmu. Ég var alinn upp við að heimurinn væri alls ekki öruggur. Ég hafði hugsað mér að kenna börnunum mínum það einnig. En það er bara rugl. Heimurinn er öruggur. Samt hefur hræðslan líklega aldrei verið meiri, en kannski er hræðslan nauðsynleg til að halda heiminum öruggum. Það er stórt spursmál og efni í annan pistil.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun