Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 09:32 Fyrir tæpum mánuði síðan hópuðust konur og kvár saman til að fagna 50 ára afmæli kvennafrídagsins. Samstaða, von og hvetjandi andi vöktu athygli út fyrir landsteinana þar sem samfélagsmiðlar báru fréttir hratt milli ólíkra staða og heimshorna. Íslenskar konur hafa þorað, getað og viljað standa vörð um mannréttindi og barist fyrir jafnrétti í samfélaginu. Árangurinn og samstaðan er í mörgu fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir en við lifum á tímum bakslags þegar kemur að margvíslegum réttindabaráttum og það á einnig við um femíníska réttindabaráttu. Samtíma femínismi hefur eins og svo margt annað í nútímasamfélagi myndað samfélög í netheimum sem tengja saman ólíka menningarheima og heimshorn. Kvennamorð og kynbundið ofbeldi er grafalvarlegt mál sem hefur vakið töluverða athygli og umræðu á netinu sem og í fjölmiðlum víðsvegar um heim. Í greininni "Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir" sem birtist á Vísi fyrir rétt tæpu ári síðan, bendir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, á að árið 2023 var kona drepin á 10 mínútna fresti. Það var aukning á kvennamorðum frá 2022 en þá var kona myrt á 11 mínútna fresti sem aftur var aukning frá árinu 2021 þegar kona var drepin á 12 mínútna fresti. Í greininni segir orðrétt: „Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið. Ekki einu sinni Ísland.” Kynbundið ofbeldi er grafalvarlegt vandamál á Íslandi en samtök eins og Kvennaathvarfið og Stígamót veita aðstoð fyrir fólk í ofbeldissamböndum og fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Enn og aftur fer umræða um kvennamorð og kynbundið ofbeldi sem bylgja um netheima en í Suður-Afríku er kona myrt að meðaltali á 2.5 klukkustunda fresti eða 15 konur daglega. Kvennamorð eru 6 sinnum algengari í Suður-Afríku en heimsmeðaltalið. Á einu ári frá apríl 2023 til mars 2024 voru 5.578 konur myrtar í Suður-Afríku en það er 33.8% aukning frá fyrra ári. 42.569 nauðgunarmál voru tilkynnt til lögreglu 2023/24 en áætlað er að 95% nauðgunartilvika séu ekki tilkynnt.* Suður-Afrísku samtökin Women for Change hafa þrýst á yfirvöld að lýsa yfir neyðarástandi. Hvatt er til mótmæla víðsvegar um Suður-Afríku 21. nóvember. Dagsetningin er valin í aðdraganda G20-fundarins sem verður haldin í Jóhannesarborg þetta árið. Þá eru konur og hinsegin fólk hvött til að leggja niður jafnt launuð sem og ólaunuð störf og sniðganga hagkerfið þann daginn. Fólk er beðið um að leggjast niður í 15 mínútur frá klukkan 12:00 til að minnast þeirra 15 kvenna sem myrtar eru daglega og klæðast svörtu, lit sorgar og mótspyrnu. Einnig er fólk beðið um að gera prófílmyndina sína fjólubláa til að vekja athygli á baráttunni í netheimum ásamt því að ræða og deila upplýsingum. Í aðdraganda mótmælanna hefur fjöldi fólks skipt yfir í fjólubláa prófílmynd á samfélagsmiðlum. Fjólublái liturinn táknar samstöðu með fórnarlömbum kynbundins ofbeldis og kvennamorða í Suður-Afríku. Þetta táknræna atferli, að skipta út mynd af sjálfum sér fyrir málstað er ekki flókið en hefur hlotið gagnrýni og kölluð sýndarmennska. Kjarninn felst í samstöðu og sýnileika sem spyrnir gegn því að hægt sé að horfa fram hjá vandamálinu. Þannig getur samstaða skipt sköpum þegar kemur að því að krefjast breytinga og mannréttinda. Samstaðan í netheimum hefur teygt sig langt umfram landamæri Suður-Afríku en það hefur margoft sýnt sig að samstaða frá þeim sem þora, geta og vilja standa með mannréttindum telur. *Heimild: https://womenforchange.co.za/petition-gbvf-national-disaster/ Höfundur er tónlistarkona og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynbundið ofbeldi Suður-Afríka Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Á matarslóðum Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum mánuði síðan hópuðust konur og kvár saman til að fagna 50 ára afmæli kvennafrídagsins. Samstaða, von og hvetjandi andi vöktu athygli út fyrir landsteinana þar sem samfélagsmiðlar báru fréttir hratt milli ólíkra staða og heimshorna. Íslenskar konur hafa þorað, getað og viljað standa vörð um mannréttindi og barist fyrir jafnrétti í samfélaginu. Árangurinn og samstaðan er í mörgu fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir en við lifum á tímum bakslags þegar kemur að margvíslegum réttindabaráttum og það á einnig við um femíníska réttindabaráttu. Samtíma femínismi hefur eins og svo margt annað í nútímasamfélagi myndað samfélög í netheimum sem tengja saman ólíka menningarheima og heimshorn. Kvennamorð og kynbundið ofbeldi er grafalvarlegt mál sem hefur vakið töluverða athygli og umræðu á netinu sem og í fjölmiðlum víðsvegar um heim. Í greininni "Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir" sem birtist á Vísi fyrir rétt tæpu ári síðan, bendir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, á að árið 2023 var kona drepin á 10 mínútna fresti. Það var aukning á kvennamorðum frá 2022 en þá var kona myrt á 11 mínútna fresti sem aftur var aukning frá árinu 2021 þegar kona var drepin á 12 mínútna fresti. Í greininni segir orðrétt: „Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið. Ekki einu sinni Ísland.” Kynbundið ofbeldi er grafalvarlegt vandamál á Íslandi en samtök eins og Kvennaathvarfið og Stígamót veita aðstoð fyrir fólk í ofbeldissamböndum og fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Enn og aftur fer umræða um kvennamorð og kynbundið ofbeldi sem bylgja um netheima en í Suður-Afríku er kona myrt að meðaltali á 2.5 klukkustunda fresti eða 15 konur daglega. Kvennamorð eru 6 sinnum algengari í Suður-Afríku en heimsmeðaltalið. Á einu ári frá apríl 2023 til mars 2024 voru 5.578 konur myrtar í Suður-Afríku en það er 33.8% aukning frá fyrra ári. 42.569 nauðgunarmál voru tilkynnt til lögreglu 2023/24 en áætlað er að 95% nauðgunartilvika séu ekki tilkynnt.* Suður-Afrísku samtökin Women for Change hafa þrýst á yfirvöld að lýsa yfir neyðarástandi. Hvatt er til mótmæla víðsvegar um Suður-Afríku 21. nóvember. Dagsetningin er valin í aðdraganda G20-fundarins sem verður haldin í Jóhannesarborg þetta árið. Þá eru konur og hinsegin fólk hvött til að leggja niður jafnt launuð sem og ólaunuð störf og sniðganga hagkerfið þann daginn. Fólk er beðið um að leggjast niður í 15 mínútur frá klukkan 12:00 til að minnast þeirra 15 kvenna sem myrtar eru daglega og klæðast svörtu, lit sorgar og mótspyrnu. Einnig er fólk beðið um að gera prófílmyndina sína fjólubláa til að vekja athygli á baráttunni í netheimum ásamt því að ræða og deila upplýsingum. Í aðdraganda mótmælanna hefur fjöldi fólks skipt yfir í fjólubláa prófílmynd á samfélagsmiðlum. Fjólublái liturinn táknar samstöðu með fórnarlömbum kynbundins ofbeldis og kvennamorða í Suður-Afríku. Þetta táknræna atferli, að skipta út mynd af sjálfum sér fyrir málstað er ekki flókið en hefur hlotið gagnrýni og kölluð sýndarmennska. Kjarninn felst í samstöðu og sýnileika sem spyrnir gegn því að hægt sé að horfa fram hjá vandamálinu. Þannig getur samstaða skipt sköpum þegar kemur að því að krefjast breytinga og mannréttinda. Samstaðan í netheimum hefur teygt sig langt umfram landamæri Suður-Afríku en það hefur margoft sýnt sig að samstaða frá þeim sem þora, geta og vilja standa með mannréttindum telur. *Heimild: https://womenforchange.co.za/petition-gbvf-national-disaster/ Höfundur er tónlistarkona og kennari.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar